Vísbending


Vísbending - 18.02.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 18.02.2016, Blaðsíða 2
VíSBENDING x/------------------------- framh. afhls. 1 I útlöndum féllu hlutabréfamarkaðir líka, en þeir þurrkuðust ekki út eins og hér á landi og þrátt fyrir kreppuna hafa þeir náð sér á strik aftur. Fyrir Islending í litlu, lokuðu landi er það hins vegar ekki björgulegt að setja allt sitt traust á örfá hlutafélög. Reyndar hefur gengið betur eftir hrun og tölurnar verið nær því sem eðlilegt má teljast (sjá mynd 2). Reyndar var hækkunin á seinni hluta ársins 2015 býsna brött og því kannski ekki að undra að þörf sé á leiðréttingu og ekki víst að öll kurl séu þar til grafar komin. Hvernig spörum við núna? Langstærstur hluti sparnaðar einstak- linga liggur í tvennu: Fasteignum og líf- eyrissjóðum. Aðeins um 1% af eignum einstaklinga var í hlutabréfum í árslok 2014. Lífeyrissjóðirnir eiga auðvitað talsvert í hlutabréfum, en einstaklingar hafa ekki öðlast þá trú á hlutabréf sem þeir höfðu árið 2007. Margt bendir reyndar til þess að markaðurinn sé að rétta úr kútnum að því leyti að fleiri einstaklingar vilji eignast hlutabréf, en auðvitað hafa margir lagt aðaláherslu á að borga niður skuldir undanfarin ár, einmitt til þess að draga úr áhættu. A mynd 3 sést hvernig sparnaður einstaklinga á Islandi skiptist í árslok 2014. Að meðtöldum lífeyrissparnaði nemur heildarsparnaðurinn um þrem- ur og hálfri landsframleiðslu. Liðlega 40% eru í hvoru um sig, lífeyrissjóðum og fasteignum. Um 7% eru bankainni- stæður, 4% verðbréf, bílar um 3% en hlutabréf aðeins 1%. Því fer fjarri að Is- lendingar fari eftir ráðum spekingsins í New York Times. Flestir hugsa fasteignir ekki endilega sem fjárfestingu fyrst og fremst, því einhvers staðar þurfa menn að búa. Þó má auðvitað velta fyrir sér hvort Islendingar hafi fest allt of mik- ið í húseignum. Ef landið væri opið og menn gætu fjárfest erlendis væri skyn- samlegt að íhuga hvort fjárfesting í hús- næði sé skynsamleg. Víða erlendis er boðið upp á lán með lágum vöxtum, en okkar ágæta króna hefur ekki gert slíkt kleift. Jafnvel þó að menn fengju afborganalaust lán (það er menn borguðu aðeins vextina og höfuð- stóllinn væri óskertur) er vafasamt að slíkt væri hagstætt hér á landi. Vextir eru 7-8% í besta falli. Hlutabréfamarkaður- inn hefur hækkað um nálægt 10% á ári frá hruni að meðaltali. Munurinn er varla nægur til þess að réttlæta það að hugsa íbúðina eingöngu sem fjárfestingu. Mynd 3: Skipting sparnaöar einstaklinga á íslandi í árslok 2014 Annað Hlutabréf 1 1% Ökutæki Verðbréf Bankainnstæður Lífeyrissjóðir Fasteignir 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 45% Heimild: rsk.is ogfine.is. Útreikningar Vísbendingar Tafla: Skipting sparnaöar einstaklinga á íslandi eftir aldri í árslok 2014 wmmm 71 + 56-70 41-55 26-40 Untiir 26 1 Fasteignir 49,0% 46,3% 43,6% 36,4% 8,9% Lífeyrissjóðir 21,6% 34,0% 43,7% 55,4% 77,2% Bankainnstæður 15,2% 7,2% 4,0% 3,3% 9,5% Verðbréf 8,2% 5,7% 2,8% 0,9% 1,0% Okutæki 2,4% 3,0% 2,7% 2,6% 2,6% Hlutabréf 1,0% 1,1% 1,1% 0,3% 0,1% Annað 2,6% 2,8% 2,1% 1,1% 0,7% Heimild: rsk.is ogjme.is. Útreikningar Vísbendingar Munstrið breytist með aldrinum Það er auðvitað eðlilegt að sparnaður einstaklinga breytist eftir því sem árin líða. I töflunni má sjá hvernig sparnað- arformið breytist eftir aldursskeiðum. Fæst ungt fólk á húseignir, en það vill gjarnan eignast bíl. Það sem ef til vill vek- ur mesta athygli er hve stór hluti sparnað- ar þessa hóps er í lífeyrissjóði. Samt er það skiljanlegt miðað við að á þessum aldri leggja fæstir mikið fyrir, en iðgjöld í lífeyrissjóð eru skylda, þannig að undan þeim sparnaði verður ekki vikist. Þeir sem á annað borð spara leggja inn á banka. Nokkrir kaupa fasteignir. Þó að þeir séu hlutfallslega fáir er heildar- sparnaður á þessu aldursskeiði svo lítill að þessi kaup vega nokkuð í sparnaði árgangsins. Eftir að menn hafa náð aldarfjórð- ungi í aldri hækkar hlutfall húsnæðis í eignasafninu á hverju aldursskeiði. Lífeyrissjóðseign elsta hópsins endur- speglar það að hluti hans gat ekki greitt iðgjöld af öllum tekjum stóran hluta af sinni starfsævi. Auk þess má segja að lífeyrissparnaður hafi glatast að stór- um hluta í verðbólgubálinu fram undir 1980, þegar verðtryggingin kom eigend- um lífeyrissjóðanna til góða. Bankainnistæður vaxa með aldrin- um, en minnstar eru þær meðan fólk er að koma þaki yfir höfuðið og fjöl- skyldu á legg, þ.e. á árunum frá 26 til 40 ára. Mjög margir aldraðir leggja fyrir. Verðbréfaeign eykst líka með aldrinum. Hins vegar virðast allar kynslóðir nú hafa lítinn áhuga á hlutabréfakaupum. Taflan sýnir hve geysilega mikilvæg- ur hluti af sparnaði Islendinga lífeyris- inneignin er orðin. Það er greinilega rangt að menn leggi ekkert fyrir þar fyrir utan, en peningalegur sparnaður Islendinga væri sáralítill ef ekki væru ið- gjöld í lífeyrissjóði. G 2 VÍSBENDING • 6.TB1. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.