Vísbending


Vísbending - 18.02.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.02.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmdl 18. febrúar 2016 6. tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Hvernig spörum við? Mynd 1: Hlutabréfavísitalan á íslandi 1998-2008 oooo »000 »000 rsoo 7000 6500 6000 5300 5000 «500 «000 »500 3000 2500 2000 1500 1000 500 Mynd 2: Hlutabréfavísitalan á íslandi 2009-2016 Til eru ýmiss konar ráð um það hvernig menn eigi að spara. Ein- hver gömul gyðingaspeki er sögð ganga út á það að menn eigi þriðjung í hlutabréfum, þriðjung í auðseljanleg- um verðbréfum og þriðjung í fasteign- um. Almennt telja menn þó að rétt sé að minnka áhættuna eftir því sem þeir verða eldri. Ungt fólk getur tekið meira áhættu en það eldra vegna þess að það á lengra líf í vændum og getur hrist af sér áföllin. Þess vegna vakti það athygli þegar nýlega birtist í New York Times grein sem hvatti menn til þess að leggja allan sparnað sinn í hlutabréf. Hvað skilar mestu? Sá sem sparar vill fyrst og fremst ná fram góðri ávöxtun með lágmarksáhættu. Nánast allar kannanir sýna að hlutabréf gefa betri ávöxtun yfxr langt tímabil en önnur sparnaðarform. David A. Levine kallar fyrrnefnda grein: How Much of Your Nest Egg to Put Into Stocks? All of It. Hann sýnir fram á að yfir 12 mánaða tímabil gefi hlutabréf betur af sér en skuldabréf í 60-70% tilvika. Á fimm ára tímabili er hlutfallið 71-76%. Ef tek- in eru 20 ár er það orðið nánast öruggt að hlutabréf gefa best af sér miðað við reynsluna. Haft er eftir Nóbelsverðlaunahafanum Paul Samuelson, sem skrifaði vinsæla byrjendabók í hagfræði, að gallinn við reynsluna væri að við hefðum bara eina sögu að styðjast við. Það er auðvitað rétt svo langt sem það nær, en það eru hluta- bréfamarkaðir í mörgum löndum. Með- al annars á Islandi. Þar hrundi markað- urinn bókstaflega eins og mynd 1 sýnir. Eftir ævintýralega ávöxtun í fjögur ár í röð kom skelfilegt hrun sem þurrkaði út alla ávöxtun. Skýringarnar eru margar, en meðal þeirra eru markaðsmisnotkun og ævintýramennska af áður óþekktu tagi. Allt var lagt í ævintýramennskuna, en ekkert í stöðugleikann. Byggður var pýramídi sem stóð á haus og varð stöð- ugt valtari þar til hann hlaut að hrynja. Allir sjá að ekki var skynsamlegt fyrir nokkurn mann að eiga allt sitt í íslensk- um hlutabréfum á þessum tíma. Mark- aðurinn var allt of lítill og tengdur inn- byrðis, jafnvel þó að ekki hefði komið til allt það hring eignarhald sem síðar hefur komið í Ijós. framh. á bls. 2 1 Margar kenningar eru uppi um það hvernig best sé að fjárfesta miðað við aldur og áhættufíkn. Þó að hlutabréf kunni £| að gefa besta ávöxtun til lengdar er ekki ráðlegt að eiga allt undir þeim. Skattasniðganga veldur yj því að fyrirtæki færa sig þangað sem þau þurfa minnst að borga. A Ein ástæðan fýrir því hve *J lítill árangur næst í þjóðlífinu er að Islendingar ráðast á afleiðingar, ekki orsakir. VÍSBENDING • 6.TB1. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.