Vísbending - 07.03.2016, Blaðsíða 2
Að hagnast á kostnað annarra
Gylfi Zoega
X. prófessor
Það er lítt umdeilt að markaðshagkerfi
fela í sér hagkvæmustu leiðina til
þess að ráðstafa framleiðsluþáttum,
skipuleggja framleiðslu og útdeila tekjum á
framleiðsluþætti. Hins vegar er einnig ljóst
að ýmsir markaðsbrestir geta orðið til þess
að fákeppnisrenta myndist, auðlindir séu illa
nýttar og geti jafnvel eyðst þegar til lengri
tíma er litið. Reyndar vill svo til að helstu
og veigamestu atvinnugreinar Islands hafa
hagnast af nýtingu sameiginlegra gæða. Þá
verða ytri áhrif þar sem hluti af kostnaði
er lagður á þriðja aðila án þess að hann fái
greiðslu fyrir.
Hagfræðileg umfjöllun um markaðs-
bresti, svo sem ytri áhrif (e. extemal effect),
á sér langa sögu. Breski hagfræðingurinn
Arthur Cecil Pigou fjallaði um ytri áhrif sem
verða við framleiðslu og neyslu í markaðs-
hagkerfi í bókinni Wealth and Welfare sem
kom út árið 1912. Kennslubókardæmið
er verksmiðja sem mengar og bera þá þeir
sem þurfa að þola mengunina óþægindi eða
kostnað án þess að fá neitt greitt fýrir. Pigou
benti á að hægt væri að láta verksmiðjuna
taka a tillit til ytri áhrifa með því að leggja
á mengunarskatt. Annað dæmi er þjálfun
starfsfólks innan fýrirtækis sem gagnast öðr-
um fýrirtækjum eftir að starfsmennirnir hafa
sagt upp störfum og hafið störf annars stað-
ar. Ronard Coase birti árið 1960 ritgerðina
'I'he Problem of Social Cost þar sem hann
lýsti því hvernig verksmiðjan og þolendur
mengunarinnar geta komist að hagstæðari
niðurstöðu ef eignarréttur er skilgreindur,
verksmiðja þyrfti þá að kaupa leyfi til þess
að menga og tæki tillit til þess kostanaðar í
ákvörðunum sínum. En það hversu auðvelt
er að skilgreina slíkan eignarrétt fer eftir því
hversu hár viðskiptakostnaður er, þ.e.a.s.
hversu auðveldlega þolendur og gerendur
geta komið sér saman um bætur.
Þessar hugmyndir þeirra Pigous og Coa-
ses tengjast þeim þremur atvinnugreinum
sem mest hefur borið á hér á landi síðustu
áratugi; sjávarútvegi, fjármálastarfsemi og
ferðaþjónustu.
Sjávarútvegur
Ytri áhrif í sjávarútvegi er flestum kunnug.
Þegar einn togari fer á miðin þá minnkar
fiskistofninn sem aðrir togarar geta sótt í
en hvert útgerðarfélag tekur ekki tillit til
þessa ytri kostnaðar. Kostnaður samfé-
lagsins af veiðunum er meiri en kostnaður
hvers einstaks fýrirtækis. Of margir togarar
eru sendir á miðin og ofveiði hlýst af. Hin
sameiginlega auðlind sem felst í fiskimiðun-
um eyðist smám saman vegna ofnýtingar.
Til þess að bregðast við þessu er ýmist hægt
að leggja veiðigjald á útgerðina þannig að
kostnaður hvers fyrirtækis verði jafn samfé-
lagslegum kostnaði eða skilgreina eignarrétt
með því að ákveða heildarafla og láta svo
kvóta ganga kaupum og sölum. Tekjuskipt-
ingaráhrif þessara tveggja leiða eru ólík en
niðurstaða getur orðið hagkvæm í báðum
tilvikum. Með hinu umdeilda kvótakerfi í
sjávarútvegi hefur tekist að varðveita auð-
lindir sjávar.
Fj ár málast arfsemi
Ytri áhrif koma einnig fram í starfsemi fjár-
málafýrirtækja. Hér er lánstraust íslenska
ríkisins hin sameiginlega auðlind sem við-
skiptabankar njóta við lántökur sínar. Is-
lenska ríkið hefúr alltaf staðið í skilum með
skuldir sínar og hafði lánshæfiseinkunnina
AAA þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir
í upphafi fýrsta áratugar þessarar aldar. En
hinir nýeinkavæddu bankar fengu einnig
AAA-lánstraust, ekki vegna þess að þeir
hefðu áður sýnt sig vera traustsins verðir
heldur fýrst og fremst vegna þess að þeir
voru viðskiptabankar í landi þar sem rík-
ið hafði alltaf staðið í skilum og bankarnir
gátu reitt sig á stuðning þess ef illa færi; þá
skorti lausafé eða eigið fé. En miklar lántök-
ur viðskiptabankaanna höfðu þau áhrif að
lánstraust íslenska ríkisins minnkaði. Þegar
einn banki tekur lán getur hann gengið að
lánstraustinu sem vísu, en þegar þeir allir
gera það þá minnkar lánstraustið, einkum
og sér í lagi þegar lánin eru tekin til þess
að fjármagna áhættusamar og varasamar
fjárfestingar. Sú auðlind sem felst í orðspori
og lánstrausti íslenska ríkisins minnkar þá
smám saman uns hún er uppurin.
Lausnin á þessum vanda felst m.a. í
regluverki og eftirliti með fjármastarfsemi
sem tryggir að bankar vaxi ekki of hratt, að
gæðum lánasafna sé ekki ábótavant o.s.frv.
En ef eftirliti er ábótavant og stjórnendur
banka eru einnig meðal helstu viðskipta-
vina þeirra (taka lán í banka sem tekur
lán erlendis) þá má búast við að auðlindin
skemmist eins og gerðist hér þegar lánstraust
íslenska ríkisins lækkaði.
Engum datt í hug að selja kvóta á erlend-
ar lántökur en það hefði ekki verið svo galin
hugmynd. Þeir bankar sem keypt hefðu
slíkan kvóta hefðu þá verið þeir sem best
gátu ráðstafað fjármagninu ef endurskoð-
endur og fjármálaeftirlit sinntu hlutverki
sínu vel.
Ferðaþjónusta
Við komum þá að þriðju auðlindinni sem
er náttúra landsins. I ferðaþjónustu selja fýr-
irtæki aðgang að þessari náttúru án þess að
greiða fýrir hana. Náttúra landsins er meðal
aðfanga í starfscmi ferðaþjónustu sem fýrir-
tæki greiða ekki fýrir, alveg eins og lánstraust
rikisins í fjármálaþjónustu og fiskimiðin í
óheftum veiðum.
Ytri áhrif verða til þegar ferðamenn á veg-
um eins fýrirtækis þrengja að ferðamönnum
á vegum annarra fýrirtækja; skemma nátt-
úruna með því að ganga utan göngustíga
eða gera þarfir sínar á víðavangi sem nú
er að verða mjög algengt. Ytri áhrif koma
einnig við sögu þegar slys verða á ferða-
mönnum, þá skaðast orðspor alls landsins
sem ferðamannastaðar. Fleiri dæmi mætti
telja. Þeir sem verðleggja hátt þjónustu sína
geta hagnast en fæla um leið ferðamenn frá
landinu. Jafnframt verða Islendingar fýrir
ónæði vegna aukinnar umferðar um vegi og
slysahætta eykst.1
Við þetta má bæta að verg landsfram-
leiðsla er ekki algildur mælikvarði á velferð
þjóðar. Þannig væri, svo dæmi sé tekið,
unnt að sýna fram á að verg landsframleiðsla
hækkaði við sölu á landi Þingvalla til hótel-
rekstrar en væri þjóðin betur sett með aðeins
meiri kaupmátt en Þingvelli þakta hótelum
og gistihúsum? Stjórnvöld verða þess vegna
að hafa stefnu um það hvar ferðaþjónusta
má þenjast út og hvar hún á ekki að vera.
Markaðshagkerfið verður að hafa ramma í
lögum, reglum og eftirliti.
Viðbrögð
A síðusm áratugum hefur tekist að varð-
veita þá auðlind sem felst í fiskimiðum
þótt tekjudreifingaráhrif kvótakerfisins séu
umdeilanleg. Hins vegar tókst ekki að verja
lánstraust íslenska ríkisins sem minnkaði í
bankabólunni, fáir gátu þar hagnast með því
að nota þessa auðlind. En hagkerfið hefur
náð sér á strik með vexti ferðaþjónustu. Ef
ferðaþjónusta á að dafna eins og sjávarút-
vegur þá er nauðsynlegt að ríkisvaldið grípi
til aðgerða sem miða að því að vernda nátt-
úru landsins og þá upplifún sem ferðamenn
njóta í strjálbýlu landi, vernda öryggi þeirra
og landsmanna og byggja upp innviði sem
allir njóta. Ef þetta er ekki gert þá munu of
margir ferðamenn leika innviði landsins og
2 VÍSBENDtNG • 9 . T B L . 2016