Vísbending


Vísbending - 21.03.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.03.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 21. mars 2016 11 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Geðsveiflur forstjórans ann fyrsta mars síðastliðinn var bandarískur forstjóri ákærður fyrir að hafa staðið fyrir ólöglegu sam- ráði milli tveggja orkufyrirtækja á árunum 2007 til 2012. Fyrirtækin höíðu komið sér saman um það hvort þeirra myndi senda inn lægra tilboð í útboðum og láta svo hitt félagið njóta afrakstursins. Forstjórinn, Au- brey McClendon, sagði ásakanirnar fráleit- ar. Þótt hann stýrði stóru jarðgasfyrirtæki var hann þekktari fyrir að vera stór hluthafi í NBA-körfuboltaliðinu Oklahoma City Thunder. Hann var einbeittur í yfirlýs- ingu sem hann sendi út sama dag: „Allir sem þekkja mig og viðskiptaferil minn vita að ég gæti ekki verið sekur um að brjóta samkeppnislög. Ég hef unnið allt mitt líf í því að skapa störf í Oklahóma, styrkja hag- kerfi ríkisins og skaffa Bandaríkjamönnum næga og ódýra orku. Ég er hreykinn af þeim árangri sem ég hef náð á þessu sviði og mun berjast fyrir því að hreinsa nafn mitt og sanna að ég er saklaus.“ Forstjórinn átti að mæta á lögreglustöð- ina klukkan 10 morguninn eftir. Hann var kominn í vinnuna snemma og sendi tölvupóst til kunningja síns eitthvað á þessa leið: „Gaman að hitta þig í gærkvöldi." Þeir höfðu hist á skyndibitastað. I kjölfar- ið skaust McClendon út í bílinn sinn, ók út á fáfarinn veg og steig bensínið í botn. Skyndilega sveigði hann til vinstri og negldi bílnum á brúarstólpa á 140 km/klst. hraða. Þar endaði ævi þessa athafnamanns. Forstjórar eru líka fólk Kannski finnst einhverjum þetta skiljan- legt, maðurinn hafði lent í miklum mót- byr. Kannski vissi hann upp á sig sökina og vildi ekki enda í fangelsi. Almenning- ur virðist oft halda að þeir sem stjórna fyrirtækjum séu illa innrættir harðjaxlar sem ekkert bíti á. f raun eru þeir auðvitað mannlegir, ekki bara þegar þeim verður á í messunni heldur líka þegar þeir verða fyrir gagnrýni. Flestir skilja að menn kunni að brotna niður við módæti. Erfiðara er að átta sig á því að forstjórar sem samstarfsmenn líta upp til og hafa notið velgengni geta átt við ýmis geðræn vandamál að etja. Sum eru ekki þess eðlis að þeir séu óstarfhæfir og stundum geta þau jafnvel hjálpað fyrir- tækjunum, að minnsta kosti um tíma. Onnur verða hins vegar til þess að spilla árangri bæði forstjóranna og fyrirtækjanna sem þeir stjórna. Langoftast bitna veik- indin á fleirum en þeim einum. Hnöttinn af brautinni Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti orti vel um geðsveiflur sem margir kannast við, flestir auðvitað fremur hjá öðrum en sjálfum sér. Kvæði hans /dag er ég ... er eins og lýsing á því hvað gerðist fyrir og eft- ir hrun. I fyrsta erindinu er sögumaður rík- ur: „Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa, unz sál þín er mettuð og barmafull.“ Strax í því næsta hefur allt snúist á verri veg og hann er „snauður og á ekki eyri, ölmusu- maður á beiningaferð." Gleðin tekur svo völd og skáldið ætlar að „dansa til morguns við hverja sem er.“ En skjótt skipast veður í lofti og strax í næsta erindi er hann reiður við allt og alla og ætlar að „hengja og skjóta’ alla helvít- is þrjóta." Kannski hann hefði mætt á Austurvöll eins og svo margir. En í lokin er hann þreyttur og spyr: „Hvar er nú öll mín forna glóð?“ Þessar snilldarvísur Sigurðar eru ágæt Iýsing á sveiflunum sem lýst er hér á eftir. Stjórnendur eru auðvitað ekki einir um að sveiflast upp og niður, en veikindi þeirra hafa áhrif á marga aðra. Jayne W. Barnard skrifaði um sálar- flækjur forstjóra1. Hann nefnir fimm þætti sem einkum hrjái þá: Sjdlfidýrkun, ofur- bjartsýni, reiði, ótta og þunglyndi. Við þetta mætti auðvitað bæta ofhotkun dfengis og annarra fíkniefna. Oll þessi einkenni geta menn séð hjá þekktum stjórnendum (þó ekki öll samtímis). Auðvelt væri að vitna til slíkra manna hér á landi, en lesendum er látið eftir að velta fyrir sér hvaða ís- lendingar í fremstu röð gætu þjáðst af þess- um einkennum. Sjálfsdýrkun Forstjórar eru flestir metnaðarfullir menn og það að menn hafi náð á toppinn gefur til kynna að þeir hafi ákveðna hæfileika umfram aðra. Margir þeirra eru ríkir og hafa fengið margs kyns viðurkenningar. Hjá sumum Ieiðir velgengnin til eins kon- ar Messíasarkomplex, þ.e. þeim finnst þeir geta tjáð sig um öll möguleg mál sem sérfræðingar, jafnvel þó að þeir hafi enga þekkingu á því sviði. Stundum getur þetta hjálpað fyrirtækjunum sem þeir stjórna. Forstjórarnir hafa skýra framtíðarsýn og telja að þeir séu einmitt réttu aðilarnir til þess að leiða hópinn til fyrirheitna lands- ins. Þeir sækjast stöðugt eftir hrósi og raða í kringum sig já-mönnum. Auðvitað hefur sjálfsdýrkun líka nei- kvæðar hliðar. Forstjórarnir hætta að virða almennar umgengnisvenjur, þeir gera lítið úr samstarfsmönnum, öskra á þá, skella famh. d bls. 2 1 Geðsveiflur stjórnenda Stundum hjálpar það j l ^ Er ísland of lítið? A Gróa á Leiti er oft á X hafa auðvitað alvarlegar : £| fyrirtækjunum að stjórnendur j \ J Hannes H. Gissurarson j Ý ferðinni. Ef ekki, þurfum afleiðingar fyrir þá og líka j séu öðruvísi en fólk flest, en j sýnir að smæðin er ekki j við stundum að ýta henni fyrirtækin sem þeir stjórna. j það skaðar starfsmenn. alltaf galli. af stað. VÍSBENDING • Il.TBL. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.