Vísbending


Vísbending - 21.03.2016, Síða 2

Vísbending - 21.03.2016, Síða 2
ISBENDING framh. afbls. 1 hurðum og svo framvegis. Mjög oft kemur þetta fram í því að menn eru til í að taka að sér störf sem koma aðalstarfi þeirra ekkert við og þar sem þeir hafa í sjálfu sér ekkert sérstakt til málanna að leggja, til dæmis al- þjóðleg samtök eða góðgerðarfélög. Eitt einkenni er þegar forstjórar eru ósparir á skoðanir sínar um hin ýmsu mál í fjölmiðlum, hvort sem falast er eftir áliti þeirra eða ekki. Þetta er allt að koma Algengt sjúkdómseinkenni er þegar for- stjórar missa dómgreindina. Þeim hefur einhvertíma tekist að ná árangri í vonlausri stöðu, jafnvel oftar en einu sinni. I kjöl- farið fyllast þeir svo mikilli vissu um eigin óskeikulleika að þeir eru til í að taka mildu meiri áhættu en réttlætanlegt getur verið. Þegar á móti blæs reiðast þeir þeim sem vara við áhættunni og kalla þá úrtölumenn. Meðan allt leikur í lyndi eru þeir í farar- broddi þeirra sem telja velgengnina nánast óumflýjanlega. Þessi óhóflega bjartsýni leiðir til þess að menn grípa ef til vill ekki til nauðsynlegra varúðarráðstafana fyrr en það er orðið um seinan. Jafnframt getur hún orðið til þess að menn setji allt sitt traust á tækni sem ekki hefur enn verið prófuð. Forystumenn Enron töldu sjálfir að uppgjörsaðferðir þeirra væru eðlilegar, en þeir núvirtu allan framtíðarhagnað af orkusölusamningum 20 ár fram í tímann. Þannig var feikna- hagnaður í ársreikningum, en enginn pen- ingur í kassanum. Bjartsýnin leiðir stundum til þess að menn bregðast of seint við málum sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir orðspor fyrirtækjanna. Menn minnast þess að í for- tíðinni komust þeir upp með að menga eða svíkja undan skatti, án þess að það hefði miklar afleiðingar og átta sig ekki á því að almenningsálitið hefur breyst. Á valdi óttans Andstæðan við ofurbjartsýni er ótti. Stjórnandinn er svo hræddur við að gera mistök að hann frestar ákvörðunum enda- laust. Stundum leggur hann hreinlega árar í bát, en oftar segist hann vera að bíða eftir frekari upplýsingum, ákveðin atriði þurfi að skoða betur og ekki megi rasa um ráð fram. Nánast alltaf líða fyrirtækin fyrir þetta aðgerðaleysi. Þeir sem halda, að tíminn leiði til þess að vandamálin hverfi, kunna að hafa rétt fyr- ir sér, en á meðan hefúr fyrirtækið dregist aftur úr samkeppnisaðilum sem þorðu að taka á vandanum. Otti er ekki bara vanda- mál forstjóra. Stjórnmálamenn sem þjást af ótta reyna að þæfa mál fram í hið óendan- lega. Eftir á að hyggja er það samdóma álit nánast allra, að sá hæfileiki að geta tekið af skarið sé einhver mikilvægasti eiginleiki góðs stjórnanda. Einhvern tíma var það orðað þannig að erfiðleikar í rekstri leiddu til þess að blóð- flæði til heilans minnkar hjá stjórnendum. Þess vegna tækju menn svo oft fáránlegar ákvarðanir og gerðu jafnvel ýmislegt ólög- legt þegar allt stefndi í óefni. Fjölmörg dæmi eru um þetta frá dögunum í kring- um hrunið, svo að dæmi sé tekið. Þannig getur óttinn tekið á sig ýmsar neikvæðar myndir. Reiði Bill Gates og Steve Jobs eru báðir þekktir fyrir að öskra á undirmenn sína. Jobs var líklega einhver leiðinlegasti náungi sem um getur, en samt tókst honum að leiða Apple frá barmi gjaldþrots í að verða eitt ríkasta fyrirtæki heims. Aftur og aftur kom hann með snjalla hönnun og ferskar hugmyndir. Sumir forstjórar eru ólatir við að gera hróp að undirmönnum. Aðrir gera lítið úr þeim í tölvupóstum eða með öðrum hætti. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu erfitt það er að þurfa sífellt að tipla í kring- um forstjórann (eða aðra ef því er að skipta) og velta því fyrir sér hvernig skapi hann sé í þann daginn. Islenskur næstráðandi sagði einhverntíma, að það væru takmörk fyrir því hversu lengi menn létu bjóða sér niður- lægjandi framkomu hrokafulls forstjóra. Neysla Ótrúlega margir stjórnendur drekka í óhófi (og nokkrir neyta annarra fíkniefna). Sum- ir fara svo leynt með efnin að samstarfs- menn átta sig ekkert á veikleikanum. Aðrir eru hins vegar þannig að þeir geta vart tek- ið tappa úr flösku án þess að áhrifin komi í ljós. Ekki þarf að fjölyrða um að dóm- greindin brenglast þegar menn eru undir áhrifum, auk þess sem langvarandi neysla getur leitt til alls kyns líkamlegra kvilla. Þunglyndi Þunglyndi er mjög algengur sjúkdómur, sem oft er falinn. Stundum kemur hann fram í aðgerðaleysi og sumir halda að þunglyndi forstjórinn sé latur, hann þjáist af síþreytu eða kulnun, því að þunglyndi geti ekki hrjáð menn sem hafa náð æðstu metorðum og vita ekki aura sinna tal. Þannig er það þó alls ekki. Sumir læknar ganga svo langt að halda að þunglyndi sé algengara á meðal þeirra sem eru í fremstu víglínu viðskipta, stjórnmála eða annarra sviða mannlífsins. Þunglyndi á sér oft skýringar sem eru óháðar ytra umhverfi og því ætti það að vera jafnalgengt hjá forstjórum og öðr- um. Auk þess má ekki gleyma því stöðuga áreiti sem stjórnendur verða fyrir. Alls kyns vandamál lenda á þeirra borðum, mörg alls óháð rekstrinum sjálfum. Þeir eiga hins vegar erfitt með að ræða vanda sinn við aðra, því að með því að opna sig fyr- ir undirmönnum sýna þeir veikleika. Þeir eiga sjaldnast jafningja innan fyrirtækisins og enga yfirmenn. Fyrir utan að þunglyndi er hættulegur sjúkdómur fyrir einstaklinginn sem af því þjáist er það mjög vont mál fyrir fyrirtækið þegar forstjórinn getur ekki tekið ákvarð- anir vegna veikinda. Veikindin sjálf verða feimnismál. Winston Churchill þjáðist af þunglyndi, en þegar hann fékk hjartaáfall í stríðinu varð líka að halda því leyndu. Engan snöggan blett mátti sýna á leiðtog- anum. Nú orðið er fátítt að menn leyni sjúkdómum nema helst geðrænum kvill- um. Þannig viðhalda menn fáfræði og for- dómum í kringum þá. Hvað á að gera? Einn vandinn við geðsjúkdóma og jafnvel geðræn einkenni af því tagi sem að framan greinir er að menn forðast eins og eldinn að tala um þá. Þess vegna er oft ekki gripið í taumana fyrr en allt of seint. Forstjóri sem er oft drukkinn missir dómgreindina og er í raun ekki sami maður og þegar hann er allsgáður. Hér á undan eru nefnd ýmis einkenni, sem auðvitað eru missterk og þurfa ekki að vera sjúkleg í þeim skilningi að menn geti ekki starfað frá degi til dags, en verða það hins vegar þegar þau vara lengi og ágerast kannski með tímanum. Þunglyndi getur komið fram í ótta og geðhvörf sýna sig stundum í ofurbjartsýni eða reiði þegar menn eru í uppsveiflu. Neysla getur svo leitt til bæði andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Ábyrgðin á því að leita sér hjálpar er auðvitað hjá forstjóranum sjálfum, en oft er eitt sjúkdómseinkennið að menn átta sig ekki á hvað er að. Því verða stjórnir fyrirtækja og sér í lagi stjórnarformenn að grípa í taumana áður en allt er komið í óefni. Aðalatriðið er þó að samfélagið viti að það er ekki eðlilegt að menn hegði sér einkennilega. Allt of algengt er að allir kói með, eins og sagt er, og vandi eins verður vandi fjöldans. H Heimild 1 NARQSSBM, OWR-OPITMISM, FEAR, ANGER, AND DEPRESSION: THE INTERIOR LIVES OF COR- PORATE LEADERS Jayne W. Barnard, 2 VÍSBENDING • 11. TBl. 2016

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.