Vísbending


Vísbending - 06.06.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.06.2016, Blaðsíða 2
framh. afbls. 1 kauphöllinni. Það eru tryggingar, fasteignir og fjarskipti. I öllum tilfellum er miðað við lista yfir 20 stærstu hluthafa í byrjun þessa mánaðar en félögin birta hann öll á heima- síðum sínum. I nokkrum tilfellum kemur sami aðilinn fram tvisvar á einum lista, t.d. bæði LSR-A og LSR-B eða mismunandi sjóðir hjá Stefni, og er hér talinn sem einn aðili. Fyrir vikið verður stundum miðað við aðeins færri en 20 hluthafa. Tryggingafélög Sex aðilar, fimm lífeyrissjóðir og Stefnir, birtast á lista yfir 20 stærstu hluthafa í öllum tryggingafélögunum þremur, TM, Sjóvá ogVIS. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin bréfum tryggingafélaganna fara þeir með 43,7% hlut í TM, 34,3% hlut í Sjóvá og 39,1 % hlut í VÍS. Auk þess birtast nokkrir aðilar á lista yfir 20 stærstu hluthafa í tveimur trygginga- félaganna en ekki því þriðja. Þegar það er skoðað líka kemur í ljós að: a) Atta hluthaf- ar sem eiga 51,2% í TM eiga 37,9% í Sjó- vá. b) Átta hluthafar sem eiga 45,2% í TM eiga 46,8% í VIS og c) Sjö hluthafar sem eiga 42,2% í Sjóvá eiga 40,9% í VÍS. Fasteignir Tölurnar um eigendur fasteignafélag- anna segja svipaða sögu. Sjö aðilar, þ.e. sex lífeyrissjóðir og einn banki, eru á lista yfir 20 stærstu hluthafa í öllum fasteigna- félögunum þremur. Þeir eiga 47,7% í Reit- um, 37,4% í Regin og 39,4% í Eik. Auk þess birtast nokkrir aðilar á lista yfir 20 stærstu hluthafa í tveimur fasteigna- félaganna, eins og hjá tryggingafélögunum en ekki því þriðja. Þegar það er skoðað líka kemur í ljós að: a) Átta hluthafar sem eiga 49,9% í Reit- um eiga 41,0% í Regin. b) Átta hluthafar sem eiga 49,1% í Reit- um eiga 41,8% í Eik c) Tíu hluthafar sem eiga 44,5% í Regin eiga 51,1% í Eik. Fjarskipti Fjarskiptafyrirtækin í Kauphöllinni eru bara tvö þannig að tölurnar eru einfaldar en um leið þær mest sláandi til þessa. Tólf hluthafar sem eiga 64,1% í Vodafone eiga jafnframt 64,2% í Símanum. M.ö.o. um það bil tveir þriðju hlutafjár í hvoru fyrir- tæki er í eigu aðila sem er jafnframt stór hluthafi í keppinautnum. Sjá nánar með- fylgjandi töflu. Slæmar afleiðingar Hér verður ekkert fullyrt um það hvaða af- leiðingar þetta lárétta eignarhald á íslensk- um fyrirtækjum hefur á samkeppni og verð. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því. Bandarísku rannsóknirnar benda þó ein- dregið til þess að eðlilegt sé að hafa verulegar áhyggjur. Sumir hafa raunar viljað ganga svo langt að halda því fram að slíkt eignarhald hafi ekki bara slæm áhrif á viðskiptavini þegar til skamms tíma er litið heldur hafi einnig önnur afar óæskileg áhrif, m.a. geti þetta skýrt sífellt ójafnari tekjuskiptingu vestanhafs og kraftlítínn hagvöxt. Áhrifin á tekjuskiptingu eru þá einkum talin koma fram þannig að kaupmáttur al- mennra launþega verður minni fyrir vikið, en tekjur þeirra sem eiga fjármagn og æðstu stjórnenda fyrirtækja verða hærri en ella. Þetta er áhugaverð kenning þótt því fari fjarri að færðar hafi verið sönnur á hana. Þó liggur fyrir að tekjuskipting hefur orðið sífellt ójafnari í Bandaríkjunum undanfarna áratugi, tekjur þeirra allra tekjuhæstu hafa vaxið mjög mikið, en annarra lítið eða jafn- vel staðið í stað. Lárétt eignarhald gæti skýrt það að einhverju leyti. Olíklegt er að sömu áhrifa gæti hérlendis í sama mæli vegna þess að fjármagnið er að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða sem sjálfir eru í mjög dreifðri eigu. Þó kæmi lítil samkeppni vegna lárétts eignarhalds niður á öllum. Kenningin um að lárétt eignarhald dragi úr hagvexti er ekki síður áhugaverð. Fyrir liggur að hagnaður fyrirtækja vest- anhafs hefur verið nokkuð hraustlegur undanfarin ár, nema e.t.v. þegar áhrif fjár- málakrísunnar voru hvað sterkust. Hins vegar fjárfesta fyrirtæki engu að síður lítið. Það er mjög óvenjulegt, yfirleitt fer saman að þegar fyrirtæki skila góðri afkomu þá ráðast þau í fjárfestingar til að auka afköst sín og þar með hagnast enn meira í fram- tíðinni. Það gerist hins vegar ekki nú í sama mæli og eðlilegt mætti teljast. Skýringin gæti legið að einhverju leyti í láréttu eignarhaldi. Það getur valdið því að fyrirtæki keppa ekki um markaðs- hlutdeild af mikilli hörku og reyna lítt að vaxa en ná í þess stað miklum hagnaði með hárri álagningu í skjóli takmarkaðr- ar samkeppni. Þessi kenning er ekki síður áhugaverð en kenningin um áhrif lárétts eignarhalds á tekjuskiptingu en einnig hér er ekki búið að færa fram góðar sannan- ir. Fyrir liggur þó að hagvöxtur er lítill og að fyrirtæki fara sér hægt við fjárfestingar. Lárétt eignarhald gæti skýrt það að ein- hverju marki. Hvað er til ráða? Ymsar hugmyndir hafa verið reifaðar sem lausn á slæmum afleiðingum lárétts eignarhalds en þó hefur engri þeirra verið hrint í framkvæmd. Því er erfitt að full- Hluthafar í símafyrirtækjum Tólf stórir hluthafar Vodafone Síminn Lífeyrissjóður verslunarmanna 13,66% 14,27% Gildi - lífeyrissjóður 13,25% 9,22% LSR 9,63% 10,15% Stefnir 6,02% 6,56% Stapi lífeyrissjóður 5,93% 2,86% Islandsbanki hf. 3,05% 1,71% Stafir lífeyrissjóður 2,99% 1,47% Lífsverk lífeyrissjóður 2,71% 2,66% Arion banki hf. 2,20% 7,07% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 2,18% 3,52% Festa - lífeyrissjóður 1,28% 2,08% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 1,24% 2,63% Samtals 64,14% 64,20% yrða neitt um það hvort þær gætu dreg- ið úr vandanum. Ýmsar reglur eru þó þegar til staðar. Sjóðastjórnunarfyrirtækin fyrrnefndu hafa öll sett sér einhverj- ar reglur sem þau telja að eigi að draga úr hagsmunaárekstrum vegna lárétts eignarhalds. Forsvarsmenn íslensku lífeyrissjóðanna eru einnig meðvitaðir um vandann og hafa m.a. reynt að beita atkvæðum í stjórnarkjöri í hlutafélögum með hliðsjón af honum. Þá væri allt samráð fyrirtækja sem kemst á fyrir atbeina eða með aðstoð sam- eiginlegra eigenda í flestum vestrænum löndum ólöglegt. Eigendurnir gætu jafn- framt augljóslega sjálfir verið brotlegir við lög ef þeir beita sér með einhverjum hætti gegn samkeppni fyrirtækja sem þeir eiga í. Sönnun í slíkum málum er þó erfið, t.d. ef samráðið felst í þegjandi samkomulagi um að taka því rólega. Tölfræðirannsókn- irnar frá Bandaríkjunum sem áður voru reifaðar benda einmitt til þess að það geti verið afleiðing lárétts eignarhalds. Stjórnarmenn í fyrirtækjum eiga að gæta hagsmuna viðkomandi fyrirtækis en ekki tiltekinna eigenda. Geri þeir það ekki geta það talist umboðssvik. Þótt þetta sé skýrt er því miður hætta á að stjórnarmað- ur sem situr í skjóli atkvæða eins eiganda láti hagsmuni eigandans í öðrum fyrir- tækjum hafa áhrif á sig, jafnvel ómeðvit- að. Ein hugmynd sem fram hefur komið er að svipta fyrirtæki eða sjóði atkvæðisrétti á hluthafafundum, þ.á m. við stjórnarkjör, ef þeir eiga jafnframt umtalsverðan hlut í samkeppnisaðila. Það er þó varla fúllkom- framh. á bls. 4 2 VÍSBENDING • 20 TBL 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.