Vísbending


Vísbending - 01.07.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.07.2016, Blaðsíða 3
__________________■íSBENDING Tilfinningar urðu rökum yfirsterkari Astæðan fyrir því hve góðum árangri lýðskrumarar ná í kosningum er oft- ast sú að þeir hafa gott lag á að höfða til tilfinninga kjósenda. Vissulega hafa margir kjósendur megna vantrú á stjórnmálamönn- um og vita eftir áralanga reynslu að ólíklegt er að einstaka stjórnmálamaður eða flokkur muni breyta miklu. Til eru undantekningar eins og Margaret Thatcher eða Adolf Hider svo teknir séu tveir leiðtogar frá 20. öldinni sem breyttu gangi stjórnmálanna, hvort á sinn hátt. Algengast er þó að leiðtogarnir séu í besta falli mislidausir eða -latir. Jafnvel hinir litríkusm forystumenn breyta oftast lidu. Kosningarnar í Bretlandi Þeir sem mæltu með því að Bredand gengi úr Evrópusambandinu spiluðu vel á tilfinninga- skalann. Otti, stolt og fyrirhming komu öll fyrir. Óttinn við údendinga, stoltið af því að vera sjálfstæð þjóð og fyrirlitningin á lidaus- um skrifftnnum í Brussel. Við útgöngu yrðu Bretar loksins sjálfstæð þjóð aftur eins og þeir voru áður en Evrópuskrímslið gleypti þá. Þeir sem vildu halda áfram innan sam- bandsins reyndu að beita rökum: Aðílutt vinnuafl eykur hagvöxt, alþjóðaviðskipti bæta hag heildarinnar, staðlar auðvelda kaup á vör- um frá údöndum. Viðskipti sem lykillinn að friði hafa lítil áhrif þegar friður hefúr ríkt í heilan mannsaldur. Friður og frelsi eru jafn- lítils virði og loft og vatn, þangað til að menn hafa þau ekki lengur. Þegar nær allir helstu hagfræðingar heims- ins sögðu að það væri óskynsamlegt fyrir Breta að ganga úr Evrópusambandinu sagði Michel Gove (sjá forsíðugrein) að þjóðin væri „búin að fá nóg af sérfræðingum". Með þess- um hætti er hægt að afgreiða alla sem eitt- hvað vita með því að þeir séu „sérfræðingar". Þar með sé ekkert að marka þá. Spilað á tilfinningar Nýlega voru tveir hælisleitendur hér á landi færðir á brott úr kirkju og sendir úr landi. Augljóst er á umræðunni að afstaða manna til „kirkjugriða' fer fremur eftir almennu viðhorfi til flóttamanna en trúarhita. Margir sem lýst hafa frati á presta og þjóðkirkjuna almennt eiga vart orð yfir þeirri ósvinnu lögreglunnar að brjótast inn í hin helgu vé, meðan íhaldssamir kerfistrúarmenn segjast æda að ganga úr þjóðkirkjunni þegar þjónar hennar berjist gegn ákvörðun annarrar stofn- unar ríkisvaldsins. Kirkjan, sem sé hluti af ríkinu, telji sig æðri venjulegu réttarfari. I nýlegum útvarpsþætti tókust þessi sjón- armið á. Lögmaður spurði þeirrar spurningar hvort afstaða þeirra sem hrósuðu kirkjunnar þjónum fyrir sjálfstæðið og að hafa boðið kerfinu birginn hefði verið sú sama hefði Sigurður Einarsson í Kaupþingi leitað skjóls í kirkju þegar hann var eftirlýstur. Nokkrar rökvillur Ein leið til þess að minnka líkurnar á því að falla í pyttina er að þekkja þá. Reynslan sýnir að þó að rökleysur hafi verið vel þekktar frá tímum Forn-Grikkja ganga þær enn Ijósum logum í upplýsingasamfélagi nútímans. Rifj- um þær samt upp: 1. Falskt orsakasamhengi. Bretar gengu í Evrópusambandið á sínum tíma. Þá var næg vinna á Norður- Englandi. Nú er atvinnuleysi í gömlu verkamannahémðunum. Skýringin hlýtur að vera inngangan í Evrópusambandið. 2. Alhæfingar. Ég þekki Rúmena sem flutti hingað til þess eins að komast á framfæri hins opinbera. Rúmenar eru sníkjudýr á samfélaginu. 3. Osannar samlíkingar. Hider var Þýskalandskanslari sem vildi drotrna yfir Evrópu. Merkel er Þýskalandskanslari og hún vill líka drottna yfir Evrópu. 4. Fordómar. Við þekkjum það úr sögunni að údendingar hafa viljað leggja England undir sig. Margir údendingar koma til Englands vegna frjálsrar búsetu innan Evrópusambandsins. Þeir æda örugglega að leggja okkur undir sig. 5. Ósannanlegar fullyrðingar. Sérfræðingar hafa oftast rangt fyrir sér. Það að þeir segja að við töpum á því að ganga úr Evrópusambandinu sannar í eitt skipti fyrir öll hve vidaust það er að vera í sambandinu. 6. Smjörklípan. Evrópusambandið hrósar sér af því að viðhalda friði og frelsi á sínu áhrifasvæði, en vitið þið að það er með reglur um leyfilega sveigju á agúrkum? 7. Vísuntílvanþekkingar.Innantíuáraverða Tyrkir komnir inn í Evrópusambandið og hvernig haldið þið að London verði þá með frjálsum fólksflutningum? 8. Lygar. Við getum nýtt okkur allt það sem við borgum núna til Evrópusambandsins til þess að efla heilbrigðiskerfið. Þó að hér sé fyrst og fremst vísað til dæma frá þeim sem vildu ganga úr Evrópusam- bandinu er alls ekki þar með sagt að hinir hafi aðeins beitt skotheldum rökum. Það var vissulega ekki svo, en samt reyndu þeir almennt að höfða til skynsemi kjósenda með- an hinir sem sigruðu settu tilfinningarnar í forgrunn. Tilfinningar breyta sögunni Þeir sem best kunna að spila á tilfinningar áheyrenda ná oft miklu meiri árangri en hin- ir sem aðeins höfða til skynseminnar. Snjall- ir ræðumenn spila á reiði, vorkunn, ótta, öfund og aðrar tilfinningar sem allir hafa í einhverjum mæli. Oréttlæti og misskipting eru eitur í beinum flestra og því hjálpar það málstaðnum að væna andstæðinginn um að valda þessum meinsemdum. Nokkur dæmi um yfirburði þess að vísa í tilfinningar fremur en rök eru: 1. Áheyrendur sem eru í geðshræringu átta sig síður á staðreyndum málsins en ella. 2. Vísan til tilfinninga er áreynsluminni fyrir hlustandann en röksemdafærsla. 3. Þegar spilað er á tilfinningar taka áheyrendur oftast betur eftir en þulin eru upp þurr rök. 4. Áheyrandinn á auðveldar með að rifja upp tilfinningaþrúngar sögur en röldeiðslu. 5. Tilfinningarnar eru fljótlegri leið til breytinga en rök. Sálfræðingar hafa skrifað langar bækur um það hvernig samspil tilfinninga og rökhugsunar hefúr áhrif á ákvarðanatöku. Langflestir sem þurfa að taka ákvarðanir á skömmum tíma gera það út frá tilfinningum sem byggja á reynslu. Sú aðferð gengur ekki vel þegar menn standa frammi fyrir vanda sem þeir hafa aldrei glímt við áður, að ekki sé talað um ákvarðanir sem hafa langvarandi afleiðingar fyrir þá sjálfa og aíkomendur þeirra. Þó svo að menn viti, eða ættu að vita, að yfirveguð rökhugsun er skynsamlegri en tilfinningaflæði, eru það engu að síður oft dfinningarnar sem ráða þegar upp er staðið. Q VÍSBENDING 23. TBL. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.