Vísbending


Vísbending - 01.07.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.07.2016, Blaðsíða 4
Aörir sálmar VíSBENDING --------------- framh. afbls. 1 Mynd: Gengi sterlingspunds gagnvart evru og dollar frá byrjun maí 2016 Heimild: Seðlabanki íslands hann þyrfti aldrei að halda, eftir mikinn sigur UKIP í Evrópuþingskosningunum. Þrátt fyrir að hann væri sjálfur sannfærð- ur um að Bretland væri best sett innan sambandsins tók hann engu að síður áhættuna og boðaði til kosninga. Hann tók svo ábyrgð á tapinu með því að segja af sér þegar hans málstaður tapaði. Farage er lýðskrumari sem berst gegn útlendingum en er giftur þýskri konu. Hann hefur nú líka stokkið fyrir borð og ætlar ekki að taka þátt í útfærslu á samningum við aðrar Evrópuþjóðir um úrsögnina. Olíklegt þykir að hann hefði náð að vinna ef ekki hefði komið til stuðningur Boris Johnsons, fyrrverandi borgarstjóra í London og manns sem nýtur mikilla persónuvinsælda. Johnson var til skamms tíma Evrópusinni, en hef- ur lengi gengið með forsætisráðherrann í maganum og taldi vænlegt að snúast gegn sambandinu. Hann vissi örugglega betur en að úrsögn væri Bretlandi fyrir bestu, en frami hans sjálfs kom framar þjóðarhag. Michel Gove hefur lengi verið efins um Evrópusambandið, en þó var lengi talið að hann myndi styðja Cameron, vin sinn, eftir að samningar um tilslakanir höfðu náðst við Evrópusambandið í febrúar síðastliðnum. Hann lýsti því yfir að ákvörðunin um að berjast á móti úrsögn væri sú erfiðasta á pólitískum ferli sínum. Margir litu svo á að bæði Gove og Johnson hefðu stungið Cameron, félaga sinn, í bakið með því að berjast gegn honum. Eftir atkvæðagreiðsluna virtust þeir félagarnir vera með pálmann í höndunum og gætu orðið „draumalið“ Ihaldsmanna, Johnson forsætisráðherra og Gove líklega fjármálaráðherra. En Boris var ekki lengi í Paradís. Margir þóttust lesa út úr svip hans daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna: Hvað hef ég gerti Hann skrifaði svo grein um úrslitin þar sem hann hélt því fram að Bretar hefðu fengið allt fyrir ekki neitt. Prentsvertan var varla þornuð þegar nánast hver einasta setning hafði verið borin til baka af væntanlegum viðsemjendum í Evrópusambandinu. Gove dró svo fram rýtinginn á ný, í þetta sinn til þess að ryðja Boris, vini sínum, úr vegi. Hann hefði „því miður“ komist að þeirri niðurstöðu að Johnson gæti ekki leitt þjóðina og yrði því sjálfur að bjóða sig fram. Þessi framkoma gekk fram af kollegum hans í þinginu og hann var nánast hrópaður af áður en baráttan hófst. Eftir sitja tvær konur sem engum hefði dottið í hug að ættu möguleika á formannstign fyrir tveimur vikum: Ther- esa May og Andrea Leadsom. Sú fyrri er talin sigurstranglegri núna, en það segir lítið á svona tímum. I Verkamannaflokknum er ástandið ekki björgulegt heldur. Formaðurinn, Jeremy Corbin, hefur sáralítinn stuðning í þingflokknum, en er talinn myndu vinna í kosningum meðal almennra flokksmanna. Tímaritið Economist talar um nauðsyn á nýjum frjálslyndum flokki, nú þegar einangrunarsinnar hafa náð völdum í báðum gömlu flokkunum. Hver veit nema það verði niðurstaðan? Q Heiðursmenn og fleira fólk Rannsókn á sölu ríkisins á Búnaðar- bankanum er ný hafin á sama tíma og niðurstöður liggja fyrir í rannsókn á ákvörðun Blairs að taka þátt í innrásinni i Irak. Niðurstaða þeirrar skýrslu er að byggt hafi verið á fölskum forsendum. Blair hafi nánast vaðið áfram í blindni og heitið Bush eilífri tryggð gegnum þykkt og þunnt. Þetta mál kom upp í kosningabaráttunni hér á landi þegar Davíð Oddsson var spurður um það hvers vegna Islendingar hefðu verið viljugir stuðningsmenn inn- rásarinnar. Davíð svaraði eitthvað á þá leið að annað hvort hefðu menn verið með eða móti Saddam. Sú ákvörðun verður varla rannsökuð meira hér á landi og enginn biðst afsökunar eins og Blair gerði þó. Islenskum stjórnmálamönnum er ekki tamt að játa mistök. Þó eru mistök oftast skýrasta dæmið um að menn geri eitthvað, því að þeim einum verður ekkert á sem ekk- ert gerir. Undantekning frá þessu var þegar Geir Haarde baðst á sínum tíma afsökunar á einkavæðingu bankanna. Sumir hafa gen lítið úr því, en yfirlýsing Geirs er nánast einstök i stjórnmálasögu þjóðarinnar. Vilhjálmur Bjarnason hefur verið ötull við að benda á að maðkur virtist í mysunni við sölu Búnaðarbankans, en lítill áhugi virtist á því að komast til botns í málinu. Komi í Ijós að blekkingum hafi verið beitt þarf líka að skýra hvers vegna það var ekki upplýst við fyrri athuganir. Líklega var misheppnuð einkavæðing bankanna meginástæða þess að afleiðingar bankakreppunnar voru mun alvarlegri hér á landi en víðast annars staðar. Á ör- skömmum tíma var efnahagslífinu breytt í einkamál örfárra aðila sem voru í persónu- legri og oft hégómlegri baráttu um Is- land. Þeirra lífsstíll með einkaþotum og eigin fótboltaliðum var utan og ofan við veruleika venjulegs fólks. I kjölfar samninganna við kröfuhafa eignaðist ríkið mörg fyrinæki sem betur væru komin í annarra höndum. Því miður hræða sporin frá fyrri einkavæðingu og sölu verður að vanda vel. Óhóflegar arðgreiðslur benda til þess að eigendum fyrirtækja sé ekki Ijós tortryggnin sem enn ríkir í garð einkarekstrar. Traust vinnst ekki nema á löngum tíma. Þangað til verða fyrirtæki að sætta sig við reglur sem eru óþarfar meðal heiðursmanna. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Oll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 23.TBI, 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.