Vísbending


Vísbending - 07.07.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.07.2016, Blaðsíða 3
ÍSBENDING Tafla 2. Mismunur á niðurstöðum kosninga í miðborg London og Lincolnshire útskýrður Breytur London Lincolnshire Stuðull Mismunur Á móti aðild 28.09 65.16 37.07 VLF á mann 119.00 25.9 -0.11 10.24 Hluti með litla menntun 12.95 23.9 0.96 10.51 Migration 5.65 8.8 0.31 0.98 Yfir 65 8.88 22.64 0.66 9.08 Óútskýrt 6.26 eins og gert er í töflu 2 hér að neðan. í öðrum og þriðja dálki er gildi hverrar breytu fyrir svæðin tvö, í fjórða dálki er metinn stuðull úr töflu 1 og í fimmta dálki er margfeldi mismunar gildis hverrar breytu og stuðulsins sem gefur þá spá um mismun í hlutfalli atkvæða á móti aðild. Um 37% fleiri vilja ganga úr sambandinu í Lincolnshire en í London. Skýringanna er að leita í hærri framleiðslu á mann í London sem skýrir 10,2% meira fylgi við úrsögn í Lincolnshire; hlutfalls fólks með litla menntun er sömuleiðis lægri í London sem skýrir 10,5% hærra fylgi við úrsögn í Lincolnshire; og hlutfalls þeirra sem eru 65 ára og eldri er lægra í London sem skýrir 9,1% meira fylgi við úrsögn í Lincolnshire. Óútskýrður afgangur er 6,3%. Sérstaða Skotlands og Norður-írlands En hvað skýrir niðurstöðurnar í Skotlandi og á Norður-írlandi? Ekki þarf að leita ástæðu lengi í síðara tilvikinu. Aðild írlands og Bretlands að ESB hefur í för með sér að írland og Norður- írlands hafa sameiginlegan vinnumarkað. Allt frá árinu 1993 hefur einnig verið hægt að fara yfir landamærin án þess að leitað sé í farangri. Ef nú Bretland segir sig úr ESB, en írland er þar áfram, mun vinnumarkaður ekki lengur vera sameiginlegur og líklegt að tímafrekara verði að fara yfir landamæri. Slíkar breytingar gætu teflt friðarsamningunum frá 1998 í hættu (svokölluðu GoodFriday Agreement). Þannig er unnt að halda því fram að brotthvarf Bretlands hafi meiri áhrif á Norður-Irland en nokkurt annað svæði. Ástæður þess að Skotland vill vera áfram í ESB eru ekki eins augljósar. Ein möguleg ástæða er sú að Skotum finnist að aðild að ESB sé forsenda fyrir sjálfstæði þeirra í framtíðinni vegna þess að þeir telji Skotland, smæðar sinnar vegna, þurfa á samstarfi og þátttöku í ESB að halda við lagasetningu, viðskiptasamninga o.s.frv. Vera má að þeir treysti frekar ESB fremur en Englandi til þess að sinna þessu hlutverki en virða jafnframt sjálfstæði þeirra. Ályktanir Bretland mun væntanlega segja skilið við Evrópusambandið á næstu vikum eða mánuðum. Ástæður þessa má rekja til óánægju íbúa Englands sem búa á svæðum þar sem tekjur eru lágar, hlutfall fólks sem ekki hefur lokið framhaldsskólamenntun hátt og margir eru 65 ára og eldri. Þessir þjóðfélagshópar tortryggja Evrópusambandið, óttast áhrif innflytjenda og vilja að Bretland gangi úr sambandinu. Ibúar London og Suður- Englands sem hafa notið meira góðæris á síðustu árum og áratugum tortryggja síður sambandið, hafa síður neikvæða afstöðu til útlendinga og meirihluti þeirra vill ekki segja sig úr Evrópusambandinu. Niðurstaðan er sú að efnahagur og aðstæður fólks virðast hafa áhrif á afstöðu þess til sambandsins. Alþjóðavæðing í formi aukinna milliríkjaviðskipta og búferlaflutninga eykur tekjur og efnahagslega velferð þjóða. Hins vegar er velferðinni yfirleitt misskipt, það eina sem hagfræðin segir er að þeir sem sjá hag sinn batna hagnast meira en hinir sem tapa. En þeim hópum sem bera skarðan hlut frá borði er sjaldan ef nokkurn tíma bættur skaðinn. Þótt tekjur og velferð á Norður-Englandi séu mun meiri nú en áður en Bretland gekk í ESB þá hefur hagur London og nágrennis batnað mun meira. Svipuð þróun hefur orðið í mörgum öðrum löndum. Það sem hefur síðan gert ástandið enn erfiðara viðfangs er að hagvöxtur hefur minnkað á flestum Vesturlöndum síðustu áratugi, framleiðni vex hægar en áður og laun hafa víða staðnað. Ein afleiðing þessa hefur verið tilkoma lýðskrumara bæði til hægri og vinstri í stjórnmálalitrófinu. Það sem þeir eiga sammerkt er að hafna þeim gildum sem hafa verið ríkjandi á Vesturlöndum allt frá seinni heimsstyrjöldinni sem hafa lagt áherslu á frjáls viðskipti, afnám tolla, frjálst flæði fjármagns, eignarétt og markaðshagkerfi. En þótt lýðskrumarar geti oft orðað hugsanir þess fólks sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með hlutskipti sitt í heimi frjálsra markaðsviðskipta er ólíklegt að þeir geti leyst úr málum og bætt hlutskipti fólksins. En hvað er þá til ráða? Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að meirihluti kjósenda muni í framtíðinni styðja kerfi frjálsra utanríkisviðskipta og vinnuafls sem fer á milli landa. Þess vegna verður að huga að hag þeirra sem bera skertan hlut frá borði. Skattheimta getur endurdreift tekjum innan lands og einnig er hægt að örva efnahagsstarfsemina á ákveðnum svæðum með því að beita skatta og styrkjakerfi. Einnig er mikilvægt að einstök ríki geti beitt sértækum ráðum til þess að draga úr neikvæðum áhrifum alþjóðavæðingarinnar fyrir einstaka þjóðfélagshópa. Sem dæmi mætti nefna hömlur á umfangi innflutts vinnuafls og skatt á kvikt innflæði fjármagns. Færa má rök að því að bæði Brexit-at- kvæðagreiðslan og vinsældir lýðskrumara eins ogTrump í Bandaríkjunum eigi ræt- ur að rekja til þess að stjórnvöld hafa ekki gætt þess nægilega vel undanfarna ára- tugi að allir fái að njóta þess hagræðis og framleiðslu sem frjáls utanríkisviðskipti og frjálst flæði fjármagns hefur í för með sér . Þau hafa í mörgum tilvikum heldur ekki haldið uppi málflutningi til þess að útskýra kosti frjálsra viðskipta. „Elítan" hefur sannfært sjálfa sig um að núverandi fyrirkomulag sé öllum fyrir bestu og ekki gætt að því að milljónir hafa ekki fengið lífskjarabætur. Þessir einstaklingar stíga nú fram og ógna því kerfi frjálsra við- skipta sem hefur verið við lýði á Vestur- löndum undanfarna áratugi. Neðanmálsgreinar 1 Utanríkisstefna Breta á sjöunda áratug síðustu aldar, fram á þann áttunda, einkum mótaðist af viðleitni þeirra til þess að fá inngöngu í Evrópubandalagið. Árið 1963 beitti De Gaulle neitunarvaldi og sagði við það tækifæri: „lAngleterre, ce n’est plus grnnd chose' („England er ekki mikilvægt lengur"). Hann beitti síðan aftur neitunarvaldi árið 1967. Það voru einkum franskir sósíalistar undir forystu Mitterand sem tóku það í mál að hleypa bretum inn í sambandið svo lengi sem framh á bls. 4 VÍSBENDING 24.TBI 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.