Vísbending


Vísbending - 10.08.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.08.2016, Blaðsíða 2
VíSBENDING V Hverjir borga veiðigjöldin? Mynd l:Veiðigjald fiskveiðiárin 2012-2017 14 12 10 8 6 4 2 0 2012/2013 2013/2014 2014/2015 2015/2016 2016/2017 Heimild: Fiskistofa, Veiðigjaldsnejhd. Aœtlun drið 2015/2016 Mynd 1: Veiðigjald fiskveiðiárin 2012-2017 25,0% 23.7% 18.2% 5.2% 4.4% 4.3% ■ ■■ 2.8% V •# JF? ** 0 4« ýS Veiðigjöld hafa lengi verið deilu- mál á Islandi og víðar. Eftir að aðgangur að auðlindinni var takmarkaður með kvótakerflnu og frjálst framsal kvóta var leyft varð ljóst að mikil verðmaeti felast í varanlegum veiðiheim- ildum. Flestir telja eðlilegt að fiskimið- in séu sameign þjóðarinnar, en ekki er einhugur um hvemig þjóðin njóti af- rakstursins af auðlindinni, þ.e. hvernig skipta á hagnaðinum af veiðunum. Nú nýlega hafa tvær fréttir vakið athygli á hver verðmæti gætu falist í varanlegum veiðiheimildum. Annars vegar kaup HB Granda á veiðiheimildum frá Þorlákshöfn og hins vegar uppboð Færeyinga á kvóta. Báðar fréttirnar virðast benda til þess að gjaldið sem greitt er í ríkissjóð núna sé lægra en fá mætti ef heimildirnar væru boðnar á almennum markaði. Samkomulag Einn vandinn við verðlagninguna er að stjómmálaflokka greinir mjög á um málið. Utgerðarmenn hafa ekki verið sáttir við gjaldið, en þeir hafa ekki komið með skýrar tillögur sjálfir. A mynd 1 sést hvernig gjaldið hefur þróast undanfarin ár. Miðað við álagningu fyrir næsta fiskveiðistjórnunarár verður gjaldið þá innan við fimm milljarðar króna, eða um 35% að raunvirði af því sem það var fiskveiðiárið 2012/2013. Ekki er að efa að afkoma í greininni er lakari þegar laun hækka á sama tíma og gengi krónunnar styrkist mikið. Engu að síður bendir verðlagning á kvótanum frá Þorlákshöfn til þess að gjaldið sé orðið býsna lágt fýrir komandi fiskveiðiár. Keyptur var kvóti fyrir rétt tæplega 4,0 milljarða króna. Hann nemur um 0,4% aflaheimilda. Einfaldur útreikningur myndi þá verðmeta heildarkvótann á um það bil 1.000 milljarða króna. Veiðigjaldið fyrir komandi ár er þá innan við 0,5% af heildarverðmæti kvótans þannig reiknað. Hverjir borga veiðigjaldið? Veiðigjald dreifist á þá sem hafa aflaheim- ildir. Mörgum kemur eflaust á óvart að á árunum 2012-15 var langstærstur hluti gjaldsins greiddur af fyrirtækjum í Reykja- vík. Að vísu er HB Grandi stærsta út- gerðarfyrirtæki landsins með höfuðstöðv- ar í Reykjavík, en fýrirtækið er þó aðeins með 11% kvótans. Tæplega 18% voru greidd af fýrirtækjum í Vestmannaeyjum Heimild: Fiskistofa, útreikningar Vísbendingar. og um 10% af akureyrskum fýrirtækjum. Neskaupstaður er næstur í röðinni með tæplega 8% og svo koma nokkrir þekktir útgerðarbæir með 3 til 6%. Aðrir bæir eru samtals með 18% af gjaldinu. Þessi skipting er ekki í sömu hlutföllum og kvótinn því að kerfið sem sett hefur verið upp er nokkuð flókið og fýrirtæki fengu afslátt vegna skulda. Stærstu einstakir greiðendur eru HB Grandi, Síldarvinnslan Neskaupstað, Isfélag Vestmannaeyja, Samherji Akureyri, Vinnslustöðin Vestmannaeyjum, Brim Reykjavík, FISK-Seafood Sauðárkróki, Skinney-Þinganes Hornafirði, Eskja Eskifirði, Rammi Siglufirði og Þorbjörn Grindavík. Mörg þessara fýrirtækja hafa starfsemi víða á landinu og kvótinn ekki endilega tengdur heimahöfn. Sanngjarnt gjald? Ekki má horfa á veiðigjaldið sem skatt- stofn heldur er það afgjald fýrir notkun á sjávarútvegsauðlindinni. Oftast byggir gjald af því tagi á framboði og eftirspurn, þannig að ekki sé vafi á því að greiðslan sé sanngjörn fýrir bæði seljandann og not- endur. Því hafa kröfur um uppboð á kvót- anum verið háværar. Það er þó augljóst að ef allur kvóti færi á uppboð samtímis er hætt við að fótunum yrði í einu vetfangi framh á bls. 4 2 VÍSBENDING • 27, TBL 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.