Vísbending - 10.08.2016, Qupperneq 4
ISBENDING
V
Aörir sálmar
framh. afbls. 1
tryggð lán. Aðstæður geta auðvitað breyst,
en mikilvægt er að almenningur hafi val
um lánsform.
Hvergi annars staöar?
Margir lýsa því yfir að verðtrygging
þekkist hvergi nema á íslandi. Þetta er
alrangt. I flestum löndum er boðið upp
á verðtryggð lán og skuldabréf sem einn
framh. afbls. 2
kippt undan mörgum fyrirtækjum.
Því þarf að finna leið sem tryggir stöð-
ugleika í rekstri, sem þó verður auðvit-
að aldrei fullkominn í grein sem byggir
á ástandi sveiflukenndra fiskstofna.
A hverju ári er úthlutað miklum
verðmætum í byggðakvótum sem nýt-
ast einstökum bæjarfélögum, sem sum
hver selja kvótann til þess að fjármagna
rekstur eða grynnka á skuldum. Þessi
verðmæti eru aldrei færð til bókar í
ríkisreikningi eða fjárlögum. Miklu
eðlilegra væri að selja þennan kvóta á
tilkostnaði. Fyrir einstaklingana sem þar
vinna er sú niðurstaða ekki jafnskemmtileg,
því að hún þýðir uppsagnir. Atvinnuleysi
er þó sáralítið í bili og því eru kjöraðstæður
til hagræðingar núna. McKinsey-skýrslan
sýndi einmitt að á mörgum sviðum standa
Islendingar að baki öðrum þjóðum í
framleiðni.
Islensk stjórnmál snúast yfirleítt um að
búa til störf, en meðan þörf er á innfluttu
vinnuafli er kannski ekki endilega þörf á
fleiri störfum. Hagfræðin kennir að velsæld
kost. Hann hentar vel þeim sem vilja
stöðugleika til lengri tíma. Hins vegar er
það rétt að í löndum þar sem verðbólga
hefur verið lítil og gjaldmiðillinn stöðugur
lengi er hægt að taka lán með mun lægri
vöxtum en hér á landi. Oft eru það sömu
menn sem vara við því að íslendingar taki
upp slíkan gjaldmiðil og bölsótast út í
verðtrygginguna. Ú
uppboðum og styrkja svo bæjarfélögin
beint, þannig að úthlutuð verðmæti séu
sýnileg. Með því móti myndi kvótinn
væntanlega líka fara til þeirra fyrirtækja
sem hæst gætu boðið og aukið þannig
hagræðingu í greininni. Uppboð af
þessu tagi myndu aðeins hraða þróun
sem ella tæki lengri tíma.
Engin ástæða er til þess að óttast að
einstakir aðilar fari umfram hámarks-
kvóta, því að sömu reglur geta gilt
áfram um hann sem og um sölu til er-
lendra aðila. Q
eykst þegar störfum fækkar í einhverri grein
án þess að það komi niður á afköstum.
Þetta sjá íslendingar vel í bæði Iandbúnaði
og sjávarútvegi.
Seðlabankinn reynir að halda aftur af
verðbólgu með háu vaxtastigi. Mynd 2
sýnir að sú barátta gengur ekkert sérstaklega
vel ef horft er á þá þætti sem vextirnir eiga
að hafa áhrif á. Þeir hafa aftur á móti áhrif
á innflæði erlends fjármagns, sem aftur
Hagtölur eru falsaðar
Stjómmálamenn bera ekki allir mikla
virðingu fyrir sannleikanum ef hann
er þeim ekki í vil. Mörgum þeirra er þó
illa við að segja beinlínis ósatt, en þeir
taka krók á sig þegar óþægilegar stað-
reyndir nálgast. Trump hinn bandaríski
virðist þó hafa afar litlar áhyggjur af því
hvort boðskapur hans er í samræmi við
raunveruleikann.
Hann heldur því fram að atvinnuleysi
fari vaxandi, glæpatíðni aukist og skattar
í Bandaríkjunum séu þeir hæstu í heimi.
Þegar honum er bent á að auðvelt sé að
sýna fram á að staðhæfmgar hans séu
rangar spilar hann út trompinu: Hag-
tölur eru falsaðar. Michael Gove, breski
ráðherrann sem þá var, sagði líka þegar
nær allir sérfræðingar héldu því fram að
úrsögn úr Evrópusambandinu leiddu til
ófarnaðar fyrir Bretland: „Auðvitað segja
þeir það. Þeir eru sérfræðingar.“ Allir
skildu hvað hann meinti.
Það er áhyggjuefni að íslendingar
hafa færst í þennan hættulega farveg og
verið þar um hríð. Lýðskrumarar halda
því fram að verðtrygging sé rót alls ills,
en minnast ekki á verðbólguna. Þeir
vara við útlendingum sem steli störfum
frá íslendingum, þegar þeir vinna í raun
störf sem ekki næst að manna með inn-
fæddum. Þeir halda því fram að íslenska
krónan sé sérlega heppileg fýrir ísland,
en geyma sjálfir peningana sína erlend-
is. Því er blákalt haldið fram að erlendur
matur sé hættulegur vegna þess að þar
séu heilbrigðiskröfur svo litlar, á sama
tíma og kvartað er undan því að útlent
reglugerðarfargan sé að sliga innlend
fyrirtæki.
Einhverjir halda að það sé dónalegt
að segja að Trump sé durgur, sem segir
ekki satt ef lygi er í boði, er illa að sér um
helstu málefni, illyrtur, sjálfumglaður
og hörundssár, jafnvel þó að það kunni
að vera satt. Oft er sagt að menn eigi að
bera virðingu fyrir andstæðingunum og
jafnvel virða rétt hans til þess að hafa
slæmar skoðanir.
A það verður ekki fallist þegar stjórn-
málamenn eru beinlínis hættulegir sam-
félaginu, eitra út frá sér og verða landi
og þjóð til skammar í næstum hvert sinn
sem þeir opna munninn. Þá er betra
að vera dóni sem hefur rétt fyrir sér en
barnalegt prúðmenni. bj
Ritstjóri og ábyrgðarmaðun Bcnedikt Jóhannesson
Utgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Netfáng: benedikt@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
ÖU réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefánda.
framh. afbls. 3
Mynd 2: Árlegar verðhækkanir eftir
flokkum vöru- og þjónustu 2014-16
Heimild: Hagstofa Islands
4 VÍSBENDING ■ 27.TBL. 201«