Vísbending


Vísbending - 24.08.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 24.08.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING yikurit um viðskipti og efnahagsmál 24. ágúst 2016 29 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Fýkur í skattaskjólin Skattahagræði af ýmsu tagi er vinsælt viðfangsefni fjármálafyrirtækja og endurskoðenda. Auðmenn og stór- fyrirtæki hafa fjölda sérfræðinga á sínum vegum til þess að greiða sem minnst til ríkisins. Oðru hvoru koma þekktir auðkýf- ingar eins og Warren BufFet ffam og lýsa því yfir að þeim sé ekkert að vanbúnaði að greiða hærri skatta, enda sé það sjálfsagt. I raun beita svo flestir þessir sömu menn öll- um trixum í bókinni til þess að lækka skatt- greiðslur eða fresta þeim. Nema auðvitað að svíkja undan skatti. Nýlegar fréttir benda til þess að kannski hafi þeir gert það líka með dyggri aðstoð ríkisstjórna víða um heim. Peningar í felum Líklega eru um það bil 20 ár síðan erlend- ir sérfræðingar fóru að venja komu sína til Islands til þess að kynna peningamarkaði erlendis. Þjónustan var auðvitað af margvís- legu tagi, en einhverjir sögðu frá því hvernig hægt væri að geyma fé á reikningum í Sviss eða Lúxemborg. Forsendan fyrir ijármagns- flutningum til útlanda var samningurinn um ffjálst fjármagnsflæði milli landa sem er hluti af EES-samningnum. Vörslureikn- ingar og eignastýringarþjónusta varð hluti af starfsemi allra bankanna fyrir hrun. Þessir geymslureikningar höfðu margir þann kost að þegar peningarnir komu út fyrir landsteinana var eins og jörðin hefði gleypt þá frá sjónarhóli yfirvalda. Nú verð- ur að gjalda varhug við því að láta eins og flutningar á fé milli landa séu glæpsamlegir. Það er einmitt kostur ef menn geta sjálfir valið um það hvar peningar þeirra em best komnir. Þeir sem ekki hafa trú á íslensku atvinnulífi geta þá sett peningana í erlenda hlutabréfamarkaði, skuldabréf eða ann- að sem þeirra hugur girnist. Svo má ekki gleyma því að fyrsta mantra allra fjármála- ráðgjafa er að óráðlegt sé að geyma öll eggin í sömu körfú. Sumum finnst óþægilegt að aðrir sjái hvað þeir eiga. Ekki bara út frá skatta- sjónarmiðum heldur finnst sumum ekkert gaman að auglýsa hve mikla peninga þeir eiga eða hvaða eignir. Gagnsæi getur auð- vitað verið til leiðinda. Panamaskjölin svo- nefndu sýndu að margir fslendingar áttu eignir í svonefndum aflandsfélögum. Ekki má setja samasemmerki milli aflandsfélaga og skattsvika. Ef félög af þessu tagi eru talin fram voru þau í flestum tilvikum algerlega lögleg. Birting Panamaskjalanna og annarra eignaskráa frá bönkum sýnir að ekkert er lengur iiruggt um að leynd hvíli yfir reikn- ingunum. Skattaskjólin írar hafa lengi leikið þann leik að semja við alþjóðleg stórfyrirtæki um skattaívilnanir eða nánast skattleysi gegn því að fyrirtækin hafi einhverja starfsemi í landinu. Gerð- ir hafa verið samningar við hvert fyrirtæki um sig, en ekki látið nægja að almennt skattaumhverfi sé hagstætt. Hugmyndin er væntanlega sú að gott sé að fá störf og ekki síður hitt að lítið af miklu sé betra en mikið af engu. Nýlega féll úrskurður fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Apple, sem naut ótrúlega hagstæðra samninga, hefði í raun notið ólöglegra fríðinda og skuldaði írska ríkinu jafnvirði um 1.700 milljarða króna sem nemur um 80% af landsframleiðslu fslands. Apple er ekki eina fyrirtækið sem lendir í klóm rannsóknaraðila. Starbucks, Amazon, Fiat og þýski efnarisinn BASF eiga öll svipaðar rannsóknir yfir höfði sér. Urskurðurinn gengur út á að sett hafi verið á stofn skúfíúfyrirtæki í Irlandi, höf- uðstöðvar sem ekki vom til í raun og veru. Hagnaður fyrirtækisins hafi verið talinn myndast í þessum höfúðstöðvum og þar með undir írskum lögum talinn falla und- ir írska skattalögsögu. Skatturinn féll svo úr 1 % af hagnaði skúffúnnar árið 2003 í 0,005% árið 2014. f úrskurðinum segir að skatdagning af þessu tagi sé ólögleg undir reglum Evrópu- sambandsins því að þar með fái Apple um- talsvert forskot umfram keppinauta. Með framferði sínu hafi írar gert Apple kleift að koma hagnaði af allri sölu á sameiginlega markaðinum undan skatti. Apple hafi skráð alla sölu í Evrópu undir frlandi fremur en í löndunum þar sem tölvurnar seldust í raun. Því bæri fyrirtækinu að greiða skatta aftur í tímann með vöxtum. Hagnaðinn heim Ekki kom á óvart þó að forráðamenn Apple brygðust illa við niðurstöðunni. Þó að fyr- irtækið sé ríkt vill það halda í hvern ein- asta skilding, rétt eins og Jóakim aðalönd. Forstjórinn lýsti úrskurðinum sem veru- legu áfalli. Viðbrögð ríkisstjórna írlands og Bandaríkjanna voru kannski ekki eins fyrirsjáanleg. frar lýstu því fyrst yfir að þeir myndu áfrýja niðurstöðunni, þrátt fyrir að ríkissjóður landsins mcgi eflaust við því að fá búbót. Þeir óttast að þeir missi sérstaka stöðu sína sem höfúðstöðvaland Evrópu. Síðustu fréttir benda reyndar til þess að óvíst sé hvað verður, því að ekki mun ríkja eining innan ríkisstjórnar landsins um áfrýjun. Bandaríkjamenn bregðast aftur á móti hinir verstu við. Ríkisstjórnin telur úr- skurðinn vera aðfor að bandarísku stórfyr- irtæki sem gjaldi þess að vera upprunnið utan Evrópu. Nú er það reyndar alls ekki rétt, en jafnvel þó að svo væri er óvenjulegt að sjá ríkisstjórn kvarta undan því að reynt sé að stemma stigu við „skattahagræði“ sem er eitur í beinum stjórnmálamanna fyr- ir kosningar. Mótmælin verða ekki skilin framh. d bls. 4 1 Skattaskjól hafa orðið X til víða um heim, en dómar og lekar draga úr aðdráttarafli þeirra. A íslendingar eru vanir ofsagróða og ofsatapi á hlutabréfaviðskiptum. f\ Kannski eru þeir heims- ij methafar á því sviði eins og mörgum öðrum og þarf ekki að miða við fólksfjölda. A Deilihagkerfið er vel þekkt, en því miður hafa íslendingar heldur viljað einbeita sér að deilusamfélaginu. VÍSBENDING • 29.TBI. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.