Vísbending


Vísbending - 24.08.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 24.08.2016, Blaðsíða 4
VíSBENDING v----------------------------- framh. af bls. 3 ir kýpverskra banka voru hins vegar fyrst og fremst innstæður. Þá flækti það mjög málið að Kýpur er innan evrusvæðisins og gat því hvorki fellt gengi né prentað eig- in gjaldmiðil. Þær leiðir sem farnar voru á Islandi gátu því ekki nýst Kýpverjum. I þess stað var farin Fjallabaksleið til að skerða innstæður, þær voru skattlagðar og tekjurnar notaðar sem eiginfjárfram- lag í bankana. Með því að fara þessa leið var komist hjá því að greiða út innstæðu- tryggingar. Þetta gekk þó ekki þrautalaust og þurftu Kýpverjar að búa við ýmiss kon- ar gjaldeyrishöft um tíma. Bankar lokuðu um skeið og raunar kauphöllin einnig árið 2013. Hvort sem reiknað var í heimamynt eða Bandaríkjadölum mældist lækkun- in mest í Kýpur og næstmest á Islandi sé lækkun reiknuð út frá annars vegar lægsta gildi eftir 2008 og hins vegar hæsta gildi fýrir 2008. Skipti þá ekki máli hvort mið- að var við Urvalsvísitöluna gömlu eða hinar nýju vísitölur Kauphallar Islands sem áður var rætt um. Eina leiðin til að reikna út meira tap á Islandi er ef miðað er við aflandskrónugengi frekar en opinbert gengi á krónunni og Úrvalsvísitöluna frekar en hinar nýju vísitölur Kauphallar- innar og byrja í ársbyrjun 2000. Það verð- ur að teljast ansi langsótt, bæði af því að aflandskrónugengið skipti flesta Islendinga litlu ef nokkru máli og einnig vegna þess að notkun Úrvalsvísitölunnar ýkir aðeins tapið á markaðinum í heild. Þá má einnig hafa í huga að á Kýpur voru einnig gjald- eyrishöft, þótt um mun skemmri tíma væri að ræða en á Islandi og greiðsluhæfi innlenda gjaldmiðilsins (kýpversk evra) var því skert með svipuðum hætti og greiðslu- framh. afbls. 1 öðruvísi en að údendingar eigi ekkert með að taka á bandarískum fýrirtækjum. Aður hafa bandarísk stjórnvöld leyft stórfýrirtækjum að koma með hagnað- inn heim með afslætti. Skattprósentan var tímabundið lækkuð í 5,25% árið 2005 og rétdætt með því að til yrðu störf. I raun varð frelsið fýrst og fremst til þess að arð- greiðslur voru hækkaðar. Obama forseti lagði árið 2014 til að lagður yrði 14% skattur á allan geymdan erlendan hagnað alþjóðafýrirtækja og eftir það 19% flatan skatt á hagnað. Sá galli var á gjöf Njarðar að enn hefði mátt fresta hagnaði. Ekki náðist samstaða um þetta fremur en annað milli repúblikana og forsetans. Apple ædar að sögn forstjórans Tims Cooks að bregðast við með því að flytja hæfl íslensku krónunnar. Ef tekið er tillit til íslensku gjaldeyrishaftanna þyrfti því einnig að taka tillit til þeirra kýpversku en það verður ekki reynt hér. Silfur í einni atrennu I ljósi þessarar niðurstöðu virðist íslenski hlutabréfamarkaðurinn þurfa að sætta sig við annað sætið í keppninni um mestu verðlækkunina síðustu áratugi. Óneitan- lega var það þó hrausdega gert að ná þessu í einni atrennu þegar Kýpverjar þurftu tvær. Landið sem lenti í þriðja sæti í þessari sérstöku keppni, Grikkland, hefur sem kunnugt er einnig átt í gríðarlegum erf- iðleikum. Gríska ríkið rambaði á barmi greiðsluþrots árum saman og þurfti margvíslega aðstoð annarra ríkja og al- þjóðastofnana. Það þarf því ekki að leita langt að skýringum á afleitri verðþróun hlutabréfa í Grikklandi. Þótt kýpverski markaðurinn eigi metið og sá íslenski fýlgi fast á eftir þá var lækk- unin á öðrum mörkuðum einnig veru- leg. Af þeim 75 mörkuðum sem skoðaðir voru lækkuðu allir nema tveir um meira en 40% frá hæsta gildi fýrir krísu, mælt í Bandan'kjadölum, og um meira en 35% mælt í heimamynt. Kommúnisminn enn verri Þótt hrunið á hlutabréfamarkaðinum á Kýpur sé það mesta sem sést hefur undan- farna áratugi þá er það þó ekki heimsmet sé horft til lengri tíma. Þess eru nefnilega dæmi að því sem næst öll hlutabréf á til- teknum markaði hafi orðið verðlaus og lækkunin því nánast 100%. Það gerðist t.d. í Austur-Evrópu og víðar við valda- töku kommúnista á 20. öld en það er önn- ur saga. 01 hagnaðinn heim næsta ár þó að það þýði mun hærri skattgreiðslur en nú. Tónninn er svolítið eins og hjá barni í fýlu: „Ef ég fæ ekki að komast hjá því að greiða skatta í Irlandi borga ég þá bara í Bandaríkjun- um.“ Þetta gæti bent til þess að breytinga sé að vænta hjá fleirum. Fyrirtæki sjá að skattfrestun mælist illa fýrir, auk þess sem úrskurðurinn nú segir að lágskattasamn- ingar séu beinlínis ólöglegir þegar svona er að þeim staðið. Þetta getur haft geysilega mikil áhrif í framtíðinni, bæði á fjárhag fýrirtækja og ríkissjóða. Ekki er að efa að fýrirtæki halda áfram að leita löglegra leiða til þess að borga sem minnst í skatt, en eftir því sem fleiri vestræn lönd loka skattasmug- um, þeim mun meiri áhætta fýlgir því að geyma peninga í skjóli. Ö Aörir sálmar Deilusamfélagið Nú um stundir er deilihagkerfiS svo- nefnda hálfgert tískuorð. Hugsunin er sú að hlutir sem eru ónotaðir mikinn hluta dagsins geti nýst öðrum á meðan. Bílar eru í flestum tilvikum aðeins nýttir lítinn hluta dagsins, segjum klukkutíma á dag. Það er um 4% nýting. I mörgum húsum eru herbergi sem enginn fer inn í vikum eða mánuðum saman. Mörg lækn- ingatæki eru afar dýr. Ef hægt væri að nýta þau allan sólarhringinn myndu allir græða, biðlistar styttast og útgjöld til fjár- festinga minnka. Við hefðum meiri pen- inga til þess að gera annað. Auðvitað er samnýting ekki alltaf praktísk, þó að hún sé skynsamleg. Flestir fara til vinnu á sama tíma og sama gildir um heimferðir. Við viljum ekki þurfa að vera í bílum sem eru fúllir af tyggjókless- um eða sígarettureyk og flestir vilja vinna á daginn og sofa á nóttunni. En við get- um örugglega gert betur á þessu sviði. Annað orð er ekki í tísku en gæti þó sannarlega lýst íslensku samfélagi vel: DeilusamfélagiS. Margir þrffast á því að efna til illdeilna og sæta færis að slást þó að sátt sé í boði. Aður fýrr leystu menn úr deilum með því að láta hendur skipta eða jafnvel berast á banaspjót. Auga íýrir auga og tönn fýrir tönn er boðorðið. I slíku samfélagi verða til eftirminnilegar sögur, en það enda allir blindir og tannlausir. I mörgum nágrannaþjóðum hafa menn tamið sér annan hugsunarhátt. I stað þess að einbeita sér að vandamálun- um hugsa menn um hagsmunina. Um hvað eru allir sammála? Klárum þá þau mál í sátt, en höldum ekki öllum fram- förum í gíslingu óeiningar. Horfum á heildarmyndina. íslenska þjóðin er oft eins og fljótandi korktapi í úthafinu. Stundum er hann á öldutoppum en dalirnir eru skammt und- an. Vinur höfundar þjáðist af geðhvarfa- sýki. I uppsveiflu var hann hamhleypa til verka, hugmyndaríkur og skapandi. Þess á milli fór hann í svartnættisþunglyndi og leið miklar kvalir. Loks fékk hann lyf sem dró úr sveiflunum og hann varð jafn- lyndur. En þó að honum liði miklu betur og aðstandendur gætu verið rólegir sagði hann samt: „Stundum langar mig til þess að hætta á lyfjunum til þess að upplifa aft- ur uppsveifluna, hún er svo stórkostleg." Þannig er íslenska þjóðin stundum. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf„ Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prenrun: Heimur. Upplag: 700 einrök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrira án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 29. TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.