Vísbending


Vísbending - 21.09.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.09.2016, Blaðsíða 1
VÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmdl 21. september 2016 31 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Vextir á íslandi og í nágrannalöndum Vextir eru vandmeðfarnir. Margir rugla saman raunvöxt- um og nafnvöxtum. Þegar bornir eru saman vextir í ýmsum lönd- um skiptir raunvaxtamunur mestu. Loks hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna vextir á Islandi séu svo háir sem raun ber vitni. Hér á eftir verður farið í nokkrar af þessum spurningum. Hálf sagan sögð í nýlegri ritstjórnargrein í Viðskipta- blaðinu1 skrifar Oðinn grein sem hann nefnir: Norðurlöndin og staðreyndir um húsnæðisvexti. I grein sinni vitn- ar Óðinn í pistil2 eftir Bjarna Halldór Janusson, Enn einn plásturinn. í pistli Bjarna segir: „Lánakjör til fasteigna- kaupa eru mun hagstæðari á Norður- löndunum en á Islandi. A Norður- löndum eru breytilegir vextir á bilinu 1-2 prósent. Sé miðað við lán upp á 30 milljónir er árlegur vaxtakostnaður þar um 360-560 þúsund, eða 30-47 þús- und á hverjum mánuði. A Islandi eru óverðtryggðir vextir hins vegar um og yfir 7 prósent og því meira en 2 millj- ónir króna greiddar í vexti, eða rétt undir 200 þúsund krónur á mánuði. Þessi hái vaxtakostnaður á íslandi er ungu fólki ofviða og stærsti kostnað- arliður íslenskra heimila." Óðinn segir: „Meðalvextir langtíma húsnæðislána í Danmörku frá 1998 fram í júní á þessu ári voru 5,22%. Þeir eru núna 2,65% og hafa hæst farið í 8,18%. Meðalvextir húsnæðislána með breytilegum vöxtum voru að meðaltali 2,65% yfir sama tímabil, eru í dag nei- kvæðir, eða -0,23%, og hafa hæst verið 6,41%. Nánast sömu sögu er að segja frá Svíþjóð ... Það er því afar villandi að benda á stöðuna eins og hún er akkúrat núna og gefa í skyn að um sé að ræða viðvarandi vaxtastig.“ Með grein sinni birtir Óðinn línurit um vexti bæði í Danmörku og Svíþjóð. Mynd 1: Skammtímavextir í nokkrum löndum 1996-2016 Heimild Oecd Það sem vantar hins vegar í greinina er línurit yfir vexti á íslandi, en eins og flestir sem skrifa um efnahagsmál vita hjálpar það til við samanburð að segja frá báðum hliðum, en ekki bara annarri. Þennan samanburð má sjá á mynd 1 þar sem sýndir eru vextir á ís- landi og í átta öðrum löndum OECD. Hæstu vextirnir A mynd 1 sést glöggt að vextir (nafn- vextir á skammtímalánum) eru lang- hæstir á íslandi. Þetta segir auðvitað ekki alla söguna því að verðbólga hef- ur verið meiri á íslandi allan tímann. Raunvextir eru því minni, og munur- inn milli landa minni en myndin gefur óneitanlega til kynna. Ekki er þó rétt að gera lítið úr því að nafnvextir séu háir vegna þess að háir nafnvextir valda þungri vaxtabyrði í upphafi afborg- unartíma af lánum. Vextir eru stöðugt hærri á íslandi en í þessum saman- burðarlöndum undanfarin 20 ár. Til lengri tíma litið er það þó raun- vaxtamunurinn sem máli skiptir. Á mynd 2 er sýnt hvernig meðaltal raun- vaxta hefur verið í þessum níu löndum undanfarin 20 ár samkvæmt tölunum sem notaðar eru í mynd 1 og verð- bólgu í löndunum. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. Lægstir eru raunvextirn- ir í Bandaríkjunum eða innan við hálft prósent. Fjögur evrulönd koma næst með milli hálft og eitt prósent í raunvexti að meðaltali á tímabilinu. Svíar, Bretar og Norðmenn eru með nokkru hærri raun- vexti eða eitt til eitt og hálft prósent, en þessar þjóðir eru utan evrusvæðisins. Eitt land sker sig þó úr með lang- hæstu raunvextina eða 3,5%. Það er ísland sem er með krónuna sem sinn gjaldmiðil. Raunvaxtamunur á Islandi framh. á bls. 2 T Vextir veíjast fyrir : / ^ Þetta leiðir til þess að erfitt f j : Þegar eignir eru A Framsóknarmenn hafa ^ ýmsum, einkum munur: i j er að ræða hvers vegna raun- » ) • skattlagðar er hætt við j * ^ löngum horft til tíma Hriflu- á raunvöxtum og vextir eru miklu hærri á j að skattstofn verði óljós j Jónasar sem fyrirmyndar. nafnvöxtum. j Islandi en víðast annars staðar. j og ósanngjarn. j Endurtekur það sig núna? VÍSBENDING • 3I.TB1. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.