Vísbending - 21.09.2016, Blaðsíða 3
Omögulegi skatturinn:
Skattlagning tækifæra
A Helgi Tómasson
£
r
Atímum hækkandi fasteignaverðs,
aukinna umsvifa í hagkerfinu,
áhuga fólks á stjórnarskrár-
breytingum, komandi kosningum og
tilheyrandi kosningaloforðum um breytt
skattkerfi. Titillinn er fenginn úr næstum
20 ára forystugrein, „Den umulige skat", í
danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Leiðar-
ahöfundi blaðsins er hugleikið hvernig
tekjur og fjármunir sem skattgreiðandi
hefur ekki aflað eru skattlögð. A þeim
tíma var verið að gera breytingar á skatta-
legri meðferð eignarhúsnæðis í Dan-
mörku. Þar finnur leiðarahöfundur að
því að húseiganda sé gert að greiða hærri
skatta ef nágrannar hans selja hús sín dýrt
og markaðsöflin hækka verð hverfisins.
Hann rekur dæmi af manni sem er svo
óheppinn að búa í hverfi sem er í tísku á
hans búsetutímabili miðað við annan sem
kaupir í hverfi þar sem íbúðarverð er lágt
á búsetutímabilinu. Báðir kaupa og selja á
sama verði en skattbyrðin af búsetunni er
mjög ólík. Annar aðilinn er látinn greiða
skatta af tekjum sem aldrei fengust. Þegar
greinin í Jyllands-Posten var skrifuð hafði
raunverð fasteigna verið á góðri siglingu
upp á við í nokkur ár og átti eftir að hækka
mun meira. Raunverð íbúðarhúsnæðis
náði að næstum fjórfaldast á tímabilinu
1992-2008 í Kaupmannahöfn meðan
raunverð íbúða í Reykjavík gerði ekki
nema rúmlega tvöfaldast.
Það blasir við að athafnaglaðir sveit-
arstjórnarmenn sem alltaf eru í fjárþröng
fyllast stórhug þegar þeir sjá skattstofninn
vaxa með þessu hraða. Draumarnir um
vatnsrennibrautir og jafnvel járnbrautir
verða raunverulegri.
Um bólur í fasteignaveröi
Verðbólur þekkjast á flestum eignamörk-
uðum. Með verðbólu er átt við að verð
virðist þróast úr takt við aðra hagvísa
svo sem tekjur. Áhrif af slíkum bólum
smitast út í hagkerfið eftir ýmsum leið-
um. Þegar eignir eru lágt metnar og eru
lítið skuldsettar er svigrúm til að hvoru
tveggja hækki. Muellbauer & Murphy
(1997) gera grein fyrir atriðum úr sögu
bresks húsnæðismarkaðar. Hækkanir rétt
fýrir 1990 voru miklar og segja þeir að
það skýri að miklu leyti aukna neyslu á
tímabilinu. Þeir segja að líkön sem ekki
tóku tillit til verðhækkana eigna hafi ekki
staðið sig í að skýra þá auknu neyslu.
Þegar lítið skuldsett lágt metin eign hækk-
ar vex svigrúmið til aukinnar lántöku
bæði til neyslu og til kaupa á stærra hús-
næði. Muellbauer & Murphy (1997) rekja
síðan hvernig bóla hafi horfið eftir 1990
og slíkt hafi valdið þeim sem nýbúnir
voru að auka skuldsetningu sína miklum
vanda. Vandinn er einnig hjá öllum sem
hafa tekjur af háu fasteignaverði. Það geta
verið sveitarfélög sem hafa ráðist í miklar
fjárskuldbindingar, fasteignasalar og allir
þeir sem eru að selja dýra vöru sem við-
kvæm er fyrir aðgengi kaupenda að lánsfé.
Eftir að ég skrifaði fyrst um þetta
efni árið 2007 grein með sama titli hafa
Islendingar fengið að kynnast vanda af
þessari gerð. A árunum 2004-2008 batn-
aði aðgangur að lánsfé og tilheyrandi upp-
boðsstemning myndaðist á markaði. Þeir
sem ekki seldu kættust yfir því að veðrými
á eignum jókst og tóku e.t.v. bílalán út
á hið nýja rými. Það voru því ekki ein-
göngu athafnaglaðir stjórnmálamenn sem
fengu framkvæmdafiðring vegna hækk-
ana á eignamörkuðum. Aukin neysla sem
Muellbauer & Murphy (1997) ræða kom
einnig fram á íslandi.
Um tækifærisskatta
Eignarskattur/auðlegðarskattur er líklega
illræmdasta form tækifærisskatta. skatt-
stofninn er áætlað virði eigna eða sparifé
sem stendur óhreyft. Lífeyrisþegar sem
greitt hafa upp húseignir sínar geta lent í
skattahækkunum sem eru langt umfram
þróun ellilífeyris. Sveitarfélög innheimta
fasteignagjöld af húseignum til þess að fá
upp í kostnað vegna þjónustu við íbúa.
Skattstofninn er sömu annmörkum háð-
ur og eignarskattur. Þjónusta sveitarfé-
lags við húseigendur er ef til vill íyrst og
fremst háð launakostnaði og því hugsan-
lega eðlilegra að skattur til sveitarfélags
sé háður launastigi fremur en eignaverði.
Sveiflur í eignaverði eru oft stærri en en
sveiflur í kaupmætti launa og því væri
það til þess fallið að draga úr fjármálalegri
Jramh d bls. 4
VÍSBENDING 3I.TBL.2016 3