Vísbending


Vísbending - 12.10.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.10.2016, Blaðsíða 2
IpíSBENDING Danir heimsmethafar í húsnæðis skuldum tHelgi Tómasson Doktor í tölfrœði og prófessor i hagrannsóknum við Háskóla íslands Eftirfarandi grein er byggð á danskri grein, „Danskere har verdensrekord i boliggæld“ sem birtist á íréttavef DR (Danmarks Radio) 13. desember 2011. A íslandi var sleginn sá tónn í umræðu fyrir kosningamar 2013 að einn aðalvandinn sé skuldastaða húseigenda. Lauslegur saman- burður sýnir að Danir slá Islendingum ræki- lega við á þessu sviði. Ástæðan er of auðvelt aðgengi Dana að miklum lánum á lágum vöxtum síðustu 10 ár. Það er stundum talað um bólu á íslenskum fasteignamarkaði. Raunverð eigna í Reykjavík um það bil tvö- faldaðist átímabilinu 1995 til 2008. Á sama tíma fjórfaldaðist raunverð íbúðarhúsnæðis í Kaupmannahöfn að raunvirði. Samkvæmt hagstofu Danmerkur (Danmarks Statistik) þá hækkaði neysluverðsvísitala (PR1S71) um 25% átímabilinu 1995 til 2006. Á sama tíma rúmlega fjórfaldast vísitala tiltekins fasteignaflokks (EJEN5) fyrir alla Dan- mörku. Árið 2003 hóf göngu sína i Danmörku ný tegund húsnæðislána sem höfðu þann eiginleika að lántakandinn gat valið að borga einungis vexti fýrstu 10 árin. Leyfi- legt var að fjármagna 80% af kaupverði eignar með þessari tegund lána en síðustu 20% þurfti að fjármagna öðruvísi, með spamaði eða dýru bankaláni sem þurfti að greiða niður. Vextimir breytast mjög hratt og var hugmyndin að húsnæðiskaupandinn ætti alltaf að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði. Þessi lán ganga undir heitinu flekslán. Ibúðarkaupendur tóku þessu boði fagnandi og fasteignaverð rauk upp. Þeir sem voru íyrstir í kapphlaupinu og höfðu keypt með 100% lánum vom skyndilega með veðhæfan eignarhlut í sínum íbúð- um og bankar auglýstu, „fa mer ud af din friværdi“. Fólk var hvatt til að láta draum- inn um nýja bílinn rætast með láni út á skyndilega eignamyndun. Margir tóku vel í þessa hugmynd og eignaverð hélt áffam að hækka. Skuldabréfakreppa 2008 Undir árslok 2008 kom hiksti í kerfið og húsnæðisverð byijaði að lækka. Menn gerðu sér grein fyrir að líklega væru lágu vextimir ekki náttúmlögmál og sér- fræðingar fóm að vara fólk við afborg- unarlausu lánunum. Árið 2010 fjármagn- aði samt helmingur þeirra sem keyptu sína fýrstu eign allt sem þeir gátu með flekslán- um og tóku engin langtímalán með föstum vöxtum. Þessi áhættusækni þykir sumum áhyggjuefni. Niðurstaðan (2012) er að helmingur allra húsnæðiseigenda á fertugsaldri, 100.000 dönsk heimili, em með neikvætt eigið fé. Þar af em 40.000 heimili sem skulda meira en 147% af virði eignarinnar.Virðist það helsta von þessa fólks að sitja í eignum sín- um og vona að verðlækkunin gangi tilbaka. Augljóst er að efnahagur þeirra er mjög út- settur fýrir vaxtahækkun sem fýrr eða síðar hlýtur að koma. Oft heyrist setningin, vextir em nú í sögulegu lágmarki. Pólítiskt skrum Það er stundum sagt að hinir ríku verði ríkari og hinir fátæku verði fátækari. í um- hveríi lækkandi vaxta kann þessi mynd að ýkjast upp. Núvirðingarformúla: V - C/r þar sem V er verð, C er reglulegt greiðsluflæði og r em vextir. Til að viðskipti eigi sér stað þarf þessi formúla nokkum veg- inn að gilda. I einfölduðum heimi er staða eiganda þvf +V og staða skuldara því -V. Munurinn er 2V. Ef vextir lækka skynda- lega um helming segir formúlan að V muni tvöfaldast. Eftir vaxtalækkun er því staða eigandans 2V og skuldarans -2V. Munurinn er því orðinn 4V. Nú myndu sumir segja að munur á ríkum og fátækum hafi aukist. Það kann að vera rétt í krónum, en eftir sem áður þá á eigandinn eitt hús og skuldarinn skuld- ar eitt hús. Þetta dæmi ætti að sýna að það er varasamt að nota V sem skattstofh. Slíkur skattstofn sveiflast með vöxtum (og náttúm- lega líka með verðlaginu C). Það er ekki víst að hæfni skattgreiðandans til að greiða skatt sé í takt við breytingar á V. Haustið 2016 er eitt heitasta pólítíska þrætuepli Danmerkur hvemig eigi að breyta sköttum sem byggja á V. Svíar hafa lagt niður (næstum því) skatta sem byggja á V. Fyrir kosningar 2016 á ís- landi keppast menn um að lofa stærra C eða lægra r. Þó slík loforð yrðu efnd er ekki lík- legt að það myndi hjálpa ibúðarkaupendum. Hvað segja opinberar skýrslur í skýrslu ffá dönsku ráðuneyti í janúar 2013 (Gældsudgifter i husholdninger med real- kreditlán) er þessi vandi rakinn. Þar koma fram ýmsar athygliverðar staðreyndir. Tíu prósent tekjuhæstu Danimir skulda einn þriðja af öllum skuldunum. Tekjuhæsti helmingurinn skuldar 90% af skuldun- um. Af þeim sem eyða meira en helmingi af tekjum sínum í að þjónusta skuld em margir sem í augnablikinu eru tekjulágir en voru fimm ámm áður tekjuháir. í skýr- slunni er lýst tengslum tekjudreifingar við húsnæðisskuldir og aðrar skuldir og sést að tekjulægstu 50% hafa mjög lítinn hluta skuldanna. Þama em aðeins skoðaðir þeir sem á annað borð em með húsnæðisskuld- ir. Sá hópur er tekjuhærri en þeir sem ekki hafa tekið húsnæðislán. Ljóst er að ef borga framh á bls. 4 2 VÍSBENDING • 34.TBI. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.