Vísbending


Vísbending - 19.10.2016, Page 4

Vísbending - 19.10.2016, Page 4
Aörir sálmar Tafla 5. Hæstu launagreióslur á starfs- mann aö meðaltali (fjárhæöir í þ.kr.) Árslaun 2015 Árlaun 2015 Starfsm. fjöldi Meðal mán.laun Brim hf. 24.535 19.296 142 2.045 Bergur-Huginn ehf. 21.483 16.839 29 1.790 Stefnir hf. 20.652 18.868 23 1.721 Gam Management hf. (GAMMA) 20.188 15.247 16 1.682 Eyrir Invest ehf. 17.444 - 6 1.454 Gjögur hf. 17.122 16.316 90 1.427 Framtakssjóður fslands slhf. 17.000 15.490 7 1.417 íslandssjóðir hf. 16.923 15.301 13 1.410 Bergur ehf. 16.733 10.888 15 1.394 Landsbréf hf. 16.444 15.305 18 1.370 Eskja hf. 16.000 15.714 103 1.333 Bjamar ehf. - Tölur frá 2014 15.545 11 1.295 Lýsing hf. 14.667 12.064 48 1.222 Loðnuvinnslan hf. 14.586 7.194 140 1.215 Arev verðbréfafýrirtæki hf. 14.500 14.233 6 1.208 Loftleiðir Icelandic ehf. 14.455 15.508 11 1.205 Kauphöll íslands (Nasdaq Iceland) 13.938 11.154 16 1.161 KEAsvf. 13.667 14.225 3 1.139 Hvalur hf. 13.623 10.812 61 1.135 Rammi hf. 13.582 12.407 194 1.132 hliða aukinni neyslu og fjárfestingu. neikvæð afkomuáhrif hjá fýrirtækjum í út- Þrátt fýrir umtalsverða framleiðsluaukn- flutningi t.d. sjávarútvegi og ferðaþjónustu. ingu hafa ytri skilyrði að sumu leití versnað. Þá hafa orðið umtalsverðar launahækkanir. Þannig hefúr gengi krónunnar styrkst nær Blikur gætu því verið á lofti varðandi af- samfellt frá árinu 2013 og talsvert mikið frá komu sumra fýrirtækja á árinu 2016. H miðju síðasta sumri. Það mun án efa hafa Ný þjóðahagsspá Hagstofunnar fyrir árin 2016 - 2022 Hagstofan gaf nýlega út nýja þjóð- hagsspá sem nær fram til ársins 2022. Samkvæmt henni er gert ráð fýrir að hagvöxtur verði áfram mjög kröftugur á árinu 2017 eða 4,4% sam- anborið við spá um 4,8% hagvöxt á yfir- standandi ári. Eftir það gerir Hagstofan ráð fyrir að dragi úr vexti einkaneyslu og fjárfestingu og er hagvöxtur áætlaður á bil- inu 2,6 - 3% á ári tímabilið 2018 - 2022. Vöxtur samneyslu verður 1-1,8% árlega á spátímanum. Fjárfestinging hefur aukist mikið hjá atvinnuvegunum síðustu ár, en Hagstofan gerir ráð fyrir að fjárfestingaþörfin muni mettast að einhverju lciti og verður vöxtur hennar minni á næstu árum gangi spáin eftir. A hinn bóginn má gera ráð fyrir að fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni aukast. Spáð er hægum vexti í fjárfestingu hins op- inbera fram til ársins 2019 þegar bygging nýs meðferðarkjarna Landspítala hefst. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxt- ar hefur verið neikvætt á síðustu misser- um vegna mikillar aukningar innflutnings þrátt fyrri góðan gang hjá útflutnings- greinum á borð við ferðaþjónustuna. Gert er ráð fyrir að þessi þróun snúist við eftir næsta ár þegar dregur úr aukningu neyslu og fjárfestingu. Hagstofan setur ýmsa fýrirvara við spána, en meðal óvissuþátta má nefna: • Óvissa í kringum áhrif afléttingar hafta á greiðslujöfnuð og gengi • Ovissa um ríkisfjármálastefnu vegna stjórnarskipta • Ovissa um verðlagsþróun • Einkaneysla og innflutningur gætu auk- ist meira en spáin gerir ráð fýrir • Umfang stóriðjuframkvæmda á spátím- anum • Óvissa í alþjóða efnahagsmálum Q Hvar liggur fjórða valdið? Nýlegur sigur Donalds Trumps í for- setakosningunum í Bandaríkjunum er stórmerkilegur fýrir þær sakir að nær allir fjölmiðlar voru búnir að spá því að Hillary Clinton myndi hafa Trump í kosningunum - og það með nokkrum yfirburðum. Niður- staða kosninganna felur hins vegar í sér stór- sigurTrumps, en hann fékk vel yfir 270 kjör- menn sem er sá lágmarksfjöldi sem þarf til að vinna forsetakosningarnar. Trump er ekki óumdeildur maður frekar en ýmsir aðrir leiðtogar sem hafa sinnt emb- ætti forseta Bandaríkjanna. Skemmst er að minnast George W. Bush sem lét ýmis mis fleyg ummæli falla á sínum embættisferli. Trump mun vera eini forseti Bandaríkjanna sem hefur ekki reynslu úr embættismanna- kerfinu eða hernum. Að sumu leiti má segja að hann sé ameríski draumurinn, holdi klæddur með öllum þeim bakföllum og dýfúm sem slíkir menn hafa gjarnan tekið á lífsleiðinni. En hvernig má það vera að allir helstu fréttamiðlar og stjórnmálafræðingar hafi haft svona kolrangt fýrir sér? Svo ekki sé talað um allar kannanirnar sem bentu til hins gagn- stæða alveg fram á síðasta dag. Þetta hlýtur að vera mörgum fjölmiðlamanninum mikið umhugsunarefni því ekki ósvipað var uppi á teningnum fýrir alþingiskosningarnar hér heima fýrir skemmsm þegar kosningaúrslit reyndust fjarri því sem fréttamiðlarnir spáðu fýrir um. Oft hafa fjölmiðlar verið kallaðir fjórða valdið í samfélaginu og er þá verið að vísa til þrískiptingar ríkisvaldsins þ.e. löggjíifarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Þeir hafa eðlilega mikil áhrif í samfélaginu. Frá fýrsta degi var Tmmp útmálaður sem glaumgosi og jafnvel kynþáttahatari í heimspressunni. Fjölmiðlarnir tóku síðan upp sömu klisjuna hver á fætur öðrum, hömuðust á honum og veittu honum þannig ókeypis athygli og um- tal. Hér í eina tíð var oft haft á orði að þegar ein beljan pissaði, pissuðu þær allar. Skoðun eins verður oft fljódega að „ríkisskoðuninni“. Svo koma niðurstöðurnar og þá kemur í ljós hvar fjórða valdið liggur í raun þ.e. hjá kjósendum í beinum, lýðræðislegum kosn- ingum. Sálmahöfundur tekur enga afstöðu til skoðana Trumps eða stefnumála hans enda á eftir að koma í ljós hvað þar býr raunverulega að baki. En það er hins vegar umhugsunar- efni hvað fjölmiðlaumræðan getur oft orðið einsleit. sg Ritstjóri og ábyrgðatmaðut: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: bcnedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 3S.TB1. 2016

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.