Vísbending


Vísbending - 14.11.2016, Page 2

Vísbending - 14.11.2016, Page 2
VíSBENDING framh. afbls. 1 konar viðskiptatengslum verið komið á. Lengi vel skipti fjármagnið sem fylgdi er- lendri fjárfestingu á Islandi einnig verulegu máli. Erfitt eða jafnvel ómögulegt hefði ver- ið að afla þess með öðrum hætti. Með upp- byggingu íslenska fjármálakerfisins, þ.á m. og sérstaklega lífeyriskerfisins, og auknu að- gengi að erlendu lánsfé skiptir öflun erlends eigin fjár þó minna máli en áður. Fleiri kost- ir eru í boði. Það er þó áfram mikilvægt að erlendir aðilar taki áhættu með því að leggja fram eigið fé í íslensk fyrirtæki, því fylgir miklu nánara viðskiptasamband en þegar byggt er á erlendu lánsfé eingöngu. Stórskrýtnar hagtölur Erfitt er að átta sig á umfangi erlendrar fjárfestingar, hvort heldur er innflæði til ís- lands eða útflæði frá íslandi eða stöðunni á hverjum tíma. A.m.k. er lítið hald í opin- berum hagtölum. Ekki svo að segja að þær séu rangar, það er engin sérstök ástæða til að ætla annað en að þær séu samviskusamlega saman teknar og í samræmi við viðurkennda staðla. Hins vegar gefa þær gagnslidar upp- lýsingar. Sem dæmi má nefna að nýjustu tölur Seðlabankans um beina erlenda fjárfestingu segja að eigið fé í eigu erlendra aðila á íslandi hafi numið 5,4 milljörðum króna árið 2013 en hundrað sinnum hærri upphæð tveim- ur árum síðar. Margt fleira er afar skrýtið. T.d. segja tölur bankans okkur líka að um 80% af beinni fjármunaeign erlendra aðila á fslandi árið 2015 hafi verið á vegum Lúx- emborgara. Þótt íbúar þess ágæta ríkis séu talsverðir viðskiptajöfrar er örugglega óhætt að fullyrða að þeir eigi sáralítið af þessu fé. Það er í eigu annarra sem búa annars staðar og raunar nær örugglcga að einhverju leyti í eigu Islendinga. Sama féð getur nefnilega streymt bæði inn og út úr landinu og talist bein erlend fjárfesting í báðum tilfellum. Skýringar á slíkum ferðalögum em vitaskuld fyrst og fremst skattalegar brellur. Slík bein erlend fjárfesting á mjög lítið sameiginlegt með því sem kalla má raunverulega eða áþreifanlega beina erlenda fjárfestingu. Þá kaupir aðili í einu landi rekstrareiningu í öðru landi eða stofnar til rekstrar þar. Löng saga Þótt umfang slíkrar fjárfestingar í rekstrarfyrirtækjum sé ekkert sérstaklega mikið hérlendis í samanburði við nágranna- löndin nú þá skiptir hún þó verulegu máli og á sér langa sögu. Innréttingarnar svokölluðu á síðari hluta 18. aldar voru mjög virðingar- verð tilraun til að koma iðnbyltingunni til íslands með beinni erlendri fjárfestingu, þ.e. danskri þekkingu og dönsku fjármagni. Stofnun Islandsbanka hins fyrsta (af þrem- ur) árið 1903 var sömuleiðis tilraun til að byggja upp íslenskan fjármálamarkað með erlendu fjármagni, þ.e. dönsku og norsku, og erlendri þekkingu. Sú tilraun gekk ekki upp, ekkert frekar en Innréttingarnar, en það er saga sem verður ekki rakin hér. Hér verður ekki heldur reynt að rekja áhrif dvalar breska og síðan bandaríska hersins á Islandi í um 70 ár. Vera þeirra hér taldist auðvitað ekki til beinnar erlendrar fjárfestingar í hefðbundnum skilningi en hafði að nokkru leyti sambærileg áhrif. Her- imir komu með ýmiss konar tækniþekkingu til landsins og keyptu mikið af vörum og þjónustu af íslenskum aðilum og réðu fjöl- marga í vinnu. Það hafði vitaskuld marg- vísleg áhrif á íslenskt efnahagslíf sem áhuga- vert væri að reyna að greina skipulega þótt það verði ekki gert hér. Kannski er þó rétt að rifja upp að á stríðsárunum og árin eftir þá héldu margir því fram að Bretavinnan svokallaða hefði haft slæm áhrif á íslenskan vinnumarkað; Bretarnir hefðu borgað mönnum mikið fyrir lítið og íslendingarnir lært að slæpast í vinnunni. Ál, ál og aftur ál Meðal þeirra fyrirtækja sem nú starfa á Is- landi og teljast til beinnar erlendrar fjár- festingar hérlendis munar langmest um orkufreka geirann, sérstaklega áliðnaðinn. Eftir nær hálfrar aldar sögu álbræðslu hér- lendis hefúr byggst upp talsverð þekking á þessum iðnaði og tengdum greinum hérlendis. Það hefúr m.a. gert íslenskum fyrirtækjum kleift að selja erlendum álfyr- irtækjum sérhæfða þjónustu auk þess að þjóna innlendu álverunum. Það er vissulega jákvætt. Þótt engin ástæða sé til að gera lítið úr annarri beinni erlendri fjárfestingu hérlendis, því að hún er ágæt svo langt sem hún nær, þá er hún lítil samanborið við það sem tíðkast hjá nágrannalöndum okkar í Vestur-Evrópu. Hagkerfi þeirra eru kyrfilega samofin með þéttu neti fyrirtækja sem starfa þvert á landamæri, ekki bara innan Evrópu heldur um heim allan. Það net tryggir ekki bara öflugt flæði vöru og þjónustu yfir landamæri heldur einnig flæði þekkingar og hugmynda. ísland er bara laustengt við það net og tengingarnar svo fáar að það liggur við að það sé hægt að telja þær helstu upp í smttri grein sem þessari. Þetta er verulegt áhyggjuefni og vekur upp augljósa spurningu: Hvers vegna þykir erlendum aðilum almennt lítill fengur í rekstri á íslandi nema hann sé tiltölulega orkufrekur og njóti góðs af lágu raforku- verði hérlendis? Er virkilega ekkert annað í íslenska hagkerfinu svo spennandi að það dragi hingað erlenda fjárfesta? Sem betur fer er staðan ekki alveg svo slæm. Sj ávarút vegur lokaður Stærsti útflutningsatvinnuvegur íslendinga til skamms tíma, sjávarútvegurinn, freistar án efa údendinga allnokkuð. Þeir geta sótt hingað ekki einungis aðgang að gjöfúlum fiskimiðum heldur einnig verulega þekkingu á sjávarútvegi, veiðum, vinnslu, fjármögn- un, markaðssetningu, hafrannsóknum og stjórnun auðlindarinnar. Það er hins vegar augljóst hvers vegna þeir fjárfesta ekki hér nema í mjög litlum mæli, heimildir til þess eru mjög takmark- aðar með lögum. Erlendir aðilar mega ekki eiga meira en 25% hlutafjár í fyrirtæki sem stundar veiðar í íslenskri lögsögu eða vinnur sjávarafúrðir hérlendis. Sambærilegar hömlur eru ekki á öðmm fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum at- vinnurekstri. Þó mega einungis aðilar frá löndum evrópska efnahagssvæðisins eða Færeyjum eiga virkjunarréttindi vatnsfalla eða jarðhita og, þótt undarlegt megi virð- ast, mega aðilar utan EES og Færeyja ekki eiga nema að hámarki 49% í íslensku flug- félagi. Það síðastnefnda hlýtur að teljast með undarlegri bannákvæðum íslenskra laga enda er t.d. ekkert því til fyrirstöðu að flugfélög sem eru að öllu leyti í erlendri eigu fljúgi til og frá landinu og fjölmörg þeirra gera það. Þá eru einnig nokkrar hömlur á fjárfestingum erlendra aðila í fasteignum og landréttindum á Islandi. Hins vegar geta íslenskir aðilar fjárfest í erlendum sjávarútvegi og þannig nýtt sér innlenda þekkingu utan landsteinanna. Þess eru raunar allnokkur áhugaverð dæmi. Bein erlend fjárfesting í þessum geira fer því fyrst og fremst frá Islandi en ekki til íslands. Það er óneitanlega talsverður tvískinnungur fólginn í því að útlendingum sé bannað að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi en Islendingar fjárfesti í miklum mæli í erlendum sjávarútvegi. Skýringin liggur þó væntanlega fyrst og fremst í því að þessu er ætlað að stuðla að því að auðlindarentan fari til innlendra aðila. Það er svo annað mál að bannið tryggir auðvitað alls ekki að auðlindarentan dreifist til landsmanna allra, eigenda auðlindarinnar. Bein erlend fjárfesting í nágrannalöndum okkar snýst hins vegar yfirleitt ekki nema að litlu leyti um náttúruauðlindir þótt þær geti skipt máli. Þannig á Evrópusambandið t.d. rætur sínar að rekja til Kola- og stálbanda- lagsins sem snerist eins og nafnið gefúr til nna að nokkru leyti um náttúruauðlindir. 2 VÍSBENDING • 36.TBL. 2016

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.