Vísbending


Vísbending - 21.11.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.11.2016, Blaðsíða 2
ISBENDING framh. afbls. 1 neinn virðisauka frá sjónarhóli heimsins í heild. Hún leiðir bara til sóunar vegna allrar þeirrar vinnu sem fer í að halda uppi flóknum fyrirtækjasamsteypum með aðstoð rándýrra lögfraeðinga og endurskoðenda og kallar á mikla vinnu hins opinbera, ýmist við að styðja slíka starfsemi eða reyna að koma í veg fyrir hana. Bein erlend fjárfesting sem tengist slíkum skattabrellum er því afar óæskilegt fyrirbrigði. Kapphlaupið niður á botn Viðleitni hins opinbera, ríkja og sveitarfé- laga eða fylkja, víða um heim til að laða tíl sín beina erlenda fjárfestingu snýst oft að verulegu leyti um skatta og aðra fjárhagslega hvata, jafnvel beina styrki eða niðurgreiddan kosmað. Þá er oft reynt að bjóða hagfefldara regluverk. Þótt samkeppni sé oftast af hinu góða getur þetta hæglega leitt til þess sem oft er kallað á ensku race to the bottom eða kapp- hlaups þar sem ríki yfirbjóða hvert annað í styrkjum, lágum sköttum eða litlum kröfum um t.d. umhverfisvemd. Slík keppni grefur undan gem ríkja til að afla eðlilegra tekna af atvinnustarfsemi eða setja henni eðliltgar skorður. Hún gemr hæglega skekkt verulega samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir em og þurfa að greiða eðlileg gjöld af sinni starfsemi. Þetta er klassískt dæmi um vanda- mál fangans eða prisoners dilemma á ensku úr leikjafræðinni. Ef eitt ríki laðar til sín fyrirtæki með styrkjum og skattaafsláttum sjá önnur ekki annan kost en að gera það líka þótt best væri fyrir alla ef ekkert land gerði það. Innan Evrópusambandsins og á evrópska efnahagssvæðinu em skattar almennt ekki samræmdir, t.d. ekki tekjuskattar fyrirtækja. Því geta ríki reynt að laða til sín fyrirtæki með því að hafa tiltekin skatthlutföll lág. Hins vegar setja evrópskar samkeppnisreglur því skorður hve langt má ganga í að ívilna einstökum fyr- irtækjum. Það geta raunar einnig reglur WTO gert. Frá sjónarhóli hagfræðinnar er nokk- uð skýrt að betra er að hafa almennt góðar leikreglur og sambærilega skattheimm fyrir afla en að mismuna fyrirtækjum með klæð- skerasniðnum lausnum. Það er einnig augljós niðurstaða hagfræðilqjrar greiningar að kapp- hlaupið að botninum er afar skaðlegt. Því er gott fyrir alla að samkeppnisreglur og alþjóða- samningar takmarki ríkisstyrki og ívilnanir. Þá verða lönd að keppa um hylli fyrirtækja með þáttum eins og almennt góðu viðskiptaum- hverfi fyrir afla en ekki með lausnum sem mis- muna fyrirtækjum. Stuðningur við nýsköpun Það er svo annað mál að það er ekkert óeðlilegt við að lönd styðji að ákveðnu marki við nýsköpun með almennum hættí. Nýsköpun og vöruþróun er í eðli sínu ávallt áhættusöm. Ef vel gengur hagnast ekki bara frumkvöðlar á því heldur samfélagið allt. Því er eðlilegt að hið opinbera styðji við þennan geira og reyni að sjá til þess að umhverfið sé honum sem hagfelldast. Jafnframt er eðlilegt að almannafé sé nýtt til að greiða fyrir eða styðja við rannsóknir og þróun. Það er hins vegar ekki alltaf augljóst hvar línan liggur sem sker úr um hvort stuðningur hins opinbera við nýsköpun er innan eðlilegra marka frekar en að vera óeðlilegur ríkisstyrkur. Almennt ætti þó slíkur stuðningur alltaf að byggja á almennum og gegnsæjum reglum og vera tímabundinn. Það er t.d. algjörlega óeðlilegt að samið sé um hagstætt skattalegt umhverfi einstakra fyrirtækja um alla eilífð eins og dæmi eru um. Ekki halda útsölu Hvað þarf þá til að laða spennandi fyrirtæki til Islands? Það er skammgóður vermir að halda útsölu - byggja á sölu orku á undirverði eða gefa rtflega skattaafslætti og styrki. Jafnvel þótt tilraunir í þessa veru getí hugsanlega hlot- ið náð fyrir augum samkeppnisyfirvalda og samrýmst alþjóðlegum samningum Islands þá er þetta afleit leið til verðmætaaukningar innanlands. Ahrifin yrðu í raun þveröfúg, slíkir samningar geta dregið úr innlendri verð- mætasköpun með því að ryðja burt starfsemi sem betra væri að veðja á. Best er að íslensk stjórnvöld, hvort heldur er ríki eða sveitarfélög, styðji á eðlilegan hátt við nýsköpun með almennum aðgerðum en teygi sig ekki umfram það. Vilji önnur lönd niðurgreiða fyrirtækjarekstur með rífleg- um styrkjum og skattaaftláttum þá eiga Is- lendingar ekki að eltast við það. Jafnframt þarf íslenskt efnahagsumhverfi að vera sem samkeppnishæfast í víðum skiln- ingi. Uppskriftin að því er vel þekkt og m.a. er hægt að horfa tíl niðurstaðna fjölmargra aðila sem lagt hafa mat á samkeppnishæfni þjóða. Menntun og raimsóknir eru lykilatriði Við þurfúm gott menntakerfi sem skilar eftirsóknarverðum starfsmönnum og býr til frumkvöðla og útsjónarsamt fólk. Við þurfúm öflugan stuðning við rannsóknir og þróun og gott umhverfi fyrir nýsköpun. Við þurfúm skýrt og skilvirkt regluverk og öflugt eftirlit, sérstaklega samkeppniseftirlit. Þjóðhagsumhverfið þarf að vera stöðugt, hagsveiflur ekki óhóflegar og gjaldmiðillinn stöðugur. Innviðir þurfa að vera góðir, bæði samgöngu- og fjarskiptakerfi, orkukerfi o.fl. Þá þarf gott heilbrigðiskerfi og skilvirkan og sveigjanlegan vinnumarkað. Laun eiga að vera há - við viljum ekki keppa við Iáglaunalönd um vinnuaflsfreka starfsemi - og til þess að standa undir því þarf ffamleiðni starfsmanna einnig að vera há. Neytendur þurfa að vera kröfúharðir, bæði hvað varðar verð og gæði. Hagkerfið þarf að vera opið, bæði fyrir viðskiptum með vörur og þjónustu og fyrir fjárfesta, sérstaklega langtímafjárfesta. Inn- anlandsmarkaðir þurfa líka að vera opnir og sem minnstar hindranir fyrir nýja keppinauta. Landið þarf líka að vera opið fyrir nýjungum og fyrirtæki fjót að tileinka sér þær. Opið hagkerfl þarfnast opins samfélags. fslendingar þurfa að vera vel að sér um menningu og tungu erlendra þjóða — í þessu samhengi er staða tungumálakennslu verulegt áhyggjuefni, enska er ekki nóg. Við þurfúm að geta leitað lausna og markaða um aflan heim. Opiö samfélag og velferö Þau svæði í heiminum þar sem verðmætasköpun er mest eru í flestum tilfellum afar opin og laða til sín fólk með hæffleika og hugmyndir víðs vtgar að. Stór- borgirnar London og New York eru góð dæmi um þetta. Þar er suðupottur fólks og hugmynda frá öllum heimshornum. Það gef- ur ekki bara kost á stórskemmtilegu mannltfi heldur einnig fjölbreytm og öflugu efnahags- lífi. Þótt Reykjavík eða höfúðborgarsvæð- ið geti aldrei keppt við slíkar stórborgir þá ættum við þó að geta keppt í sömu deild og borgir eins og Kaupmannahöfn eða Stokk- hólmur. Því miður náum við því ekki núna, þær standa okkur framar í því að laða til sfn frumkvöðla og vel menntað fólk víðs vq;ar að úr heiminum. Síðast en ekki síst þarf gott velferðarkerfi, jafnréttí og nokkuð jafna tekjuskiptingu. Slík- ir þættir skipta ekki bara máli fyrir þá sem er umhugað um félagslegt réttlætí, þeir eru lykil- atriði í að byggja upp heilbrigt efnahagslífþar sem aflir geta þroskað hæfileika sína og spreytt sig á þeim sviðum sem þeim hugnast. Stefnum á úrvalsdeild Þegar aflir þessir þættir eru skoðaðir þá kemur í ljós að meðaleinkunn íslands hjá aðflum eins og World Economic Forum er í daprari kantinum, a.m.k. í samanburði við nágranna- lönd okkar í norðvestur Evrópu. Við fáum að sönnu ágætar einkunnir fyrir suma þættí, t.d. heilbrigðisþjónustu, orku o.fl. Annars staðar erum við nánast á tossabekk, t.d. þegar kemur að þjóðhagslegum stöðugleika, þ.á m. stöð- ugleika gjaldmiðflsins. Við höfúm reitt okkur um of á náttúru- auðlindir, sem hafa að sönnu skilað miklu en geta ekki orðið drifkrafmr hagvaxtar að eflífú. Það er því ýmis verk að vinna, margt hægt að gera tíl að bæta samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs. Það verður ein helsta áskomn ís- lensks samfélags á 21. öldinni. Q 2 VÍSBENDING • 37. TBL. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.