Vísbending


Vísbending - 12.12.2016, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.12.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 12. desember 2016 40 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Spenna í efnahagslífinu Oftast hefur atvinnuleysi ver- ið minna á íslandi en í flestum nágrannalöndum. Jafnvel á ámn- um eftir efnahagshrun þcgar atvinnuleysið fór upp í 8% var það þó lítið á alþjóðlegan mælikvarða þrátt fýrir að atvinnuleysið væri með því mesta sem verið hefur á íslandi. A myndinni sést að allt frá miðju ári 2011 hefur atvinnuleysið lækkað stig af stigi og er nú komið undir 3%. Slíkar tölur væru víðast hvar farnar að hafa veruleg áhrif á hagkerfið, sérstaklega þegar þess er gætt að atvinnu- þátttakan er mjög mikil (blái ferillinn). Hér á landi er einfaldlega mikil eftirspurn eftir vinnufúsum höndum. I ferðaþjónustu og öðrum þjónustustörfúm er mikið flutt inn af erlendu vinnuafli. Þanþolið Seðlabankinn fjallar í nýjasta hefti Peninga- mála um áhrif þessarar miklu eftirspurnar eftir vinnuafli og telur hana farna að reyna á þanþol þjóðarbúsins: „Atvinnuþátttaka vex hratt og er orðin jafn mikil og þegar hún var mest fyrir fjármálakreppuna. Farið er að bera á skorti á vinnuafli og nú er gert ráð fyr- ir meiri innflutningi þess en í ágúst spánni. Þrátt fyrir meiri hagvöxt er framleiðslu- spennan því talin verða heldur minni á spá- tímanum en áður var gert ráð fyrir.“ Miklar launahækkanir reyna mjög á rekstur fyrirtækja. Enn sem komið er hafa þær ekki leitt til verðbólgu, en styrking geng- is krónunnar hefúr þar mest áhrif. Styrkingin veldur því að ýmis kosmaður við aðföng fyrirtækja minnkar, en á sama tíma veikist samkeppnisstaða þeirra gagnvart erlendum keppinautum. Starfandi fólki á vinnumarkaði hefur fjölgað um 4,5% frá fyrra ári. Samt minnk- aði atvinnuleysi á sama tíma. Meðalvinnu- stundum fækkaði um 1,2%, líklega vegna hagræðingaraðgerða fyrirtækja til þess að sporna við miklum launahækkunum. Spenna á vinnumarkaði Eins og sjá má á mynd er atvinnuþátttaka nú orðin svipuð því sem hún var mest í árs- byrjun 2007. Þegar leiðrétt hefúr verið fyrir ...."Atvínnuþátttaka - vinstri árstíðarsveiflu mældist atvinnuleysi 3,1% á þriðja ársfjórðungi en var rúmlega 4% sama tíma í fyrra. Langtímaatvinnuleysi hefur einnig minnkað mikið og er nánast horfið. Samkvæmt spá Seðlabankans verður atvinnuleysi að meðaltali 3,1% í ár, og horf- ur á svipuðu atvinnuleysi á næsta ári. Það er svo talið færast upp í það stig sem sem Seðla- bankinn telur samræmast lítilli og stöðugri verðbólgu. Engu að síður koma fram áhyggjur bankans: „Eftir því sem atvinnuleysi hefur minnkað hefur orðið erfiðara fyrir fyrirtæki að ráða starfsfólk og gætir vaxandi skorts á vinnuafli í nánast öllum atvinnugeirum. Vísbendingar eru því um vaxandi spennu í þjóðarbúinu og líkt og í fyrri spám bankans er talið að framleiðsluslaki hafi horfið í fyrra og að framleiðsluspenna verði liðlega 2% af framleiðslugetu í ár.“ Hættulegt ástand Margvíslegar hættur blasa við efnahagslífinu hér á landi á næstunni. Gengi krónunnar stefnir afkomu margra fyrirtækja í stór- hættu. Svo kann að fara að krónan styrkist svo mikið að það hafi áhrif til þess að draga úr straumi ferðamanna til landsins eða fjölg- unin verði að minnsta kosti mun minni en verið hefur. Áföll erlendis gætu líka haft áhrif. Veiking pundsins í kjölfar ákvörðunar Breta að segja sig úr Evrópusambandinu er “■““•Atvinnuleysi - hægri dæmi um slíkt áfall, en aðilar í ferðaþjón- ustu segjast strax verða varir við minni eftir- spurn frá Bredandi. Omögulegt er að segja til um önnur pólitísk áhrif, til dæmis vegna nýafstaðinna kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá á Italíu. Almennt er talið að hagvöxtur erlend- is verði minni á næstunni en áður var talið vegna vaxandi einangrunarhyggju og við- skiptahindrana. Þetta mun einnig hafa áhrif hér á landi. Þrátt fyrir allt þetta býst Seðla- bankinn við því að gengi krónunnar haldi áfram að styrkjast. Þetta mun valda því að fyrirtæki munu leitast við að færa störf hátekjufólks úr landi, til dæmis hjá tækni- menntuðu fólki. Þessa gætir þegar hjá tækni- fyrirtækjum hér á landi. Á meðan flykkist lítt menntað vinnuafl inn í landið. Þessi þróun er þvert á það sem æskilegt getur talist til þess að halda uppi góðum lífskjörum hér á landi og hagvexti til langs tíma litið. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að ríkið sýni aðhald og skili afgangi. Á árunum fyrir hrun ýtti ríkið undir spennu þegar þörf hefði verið á aðhaldi. f nýafstöðnum kosn- ingum lögðu flestir stjórnmálaflokkar mikla áherslu á nauðsyn þess að auka útgjöld til heilbrigðiskerfis og skólamála. Á síðustu dögum þingsins var líka samþykkt sam- gönguáædun og fleiri hðir sem valda því að framh. á bls. 4 IMargvíslegar hættur blasa við efnahagslífinu á næst- unni ef htið er til ýmissa þátta Hefði verið heiðarlegra að krefjast þess að Lands- bankinn setti Icesave í dótturfélag? 3Flokkar popúlisma vilja fremur einsleitt samfé- lag og geta verið bæði til vinstri og hægri 4Launahækkanir eiga eftir að leggja miklar viðbótar- álögur á ríkissjóð VÍSBENDING • 40. TBI. 2016 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.