Vísbending - 19.12.2016, Síða 2
Verömyndun landbúnaðarafurða
hér og annars staðar
£ Þórólfur Matthíasson
Ié Guðjón Sigurbjartsson ' viðskiptafræðingur
skattgreiðenda, um 14 milljörð-
wMm JLium króna til framleiðenda fremst
í virðiskeðju landbúnaðarins, þ.e.a.s.
bænda. Auk þessa hefur löggjafmn sett
tolla og innflutningshömlur á innflutning
matvæla með þeim afleiðingum að neyt-
endur greiða árlega um 24 milljarða króna
í formi hærri matvælakostnaðar en annars
væri eins og nánar verður gerð grein fyr-
ir hér. Tollar og innflutningshömlur geta
haft áhrif á verðmyndun á öllum stigum
virðiskeðjunnar. Markmið þessarar grein-
ar er að varpa ljósi á hvar þessir 38 millj-
arðar króna sem landsmenn verja árlega,
beint og óbeint, til stuðnings og verndar
landbúnaðarins lenda í virðiskeðjunni.
Samkvæmt ofangreindu er heildar-
stuðningur vegna landbúnaðarins um 38
milljarðar króna á ári hverju. I saman-
burði við Evrópusambandslöndin 28 er
stuðningurinn hér á landi að meðaltali
um fimm sinnum hærri á býli samkvæmt
OECD mælt í krónum, en tvöfalt meiri
sem hlutfall af VLF. Mestu munar um
tollverndina sem telur lítið í Evrópu því
að þar er opinn markaður milli landa.
Samanburður við hin Norðurlöndin sýn-
ir að stuðningur hér er til dæmis rúmlega
tvisvar sinnum meiri en í Finnalandi og
Danmörku en Noregur styrkir meira en
við, aðallega með beinum styrkjum, en
lítið með tollvernd.
Alþingi úthlutar bændum árlega um
14 milljarða króna stuðningi á fjárlögum
sem gerir um 4 milljónir króna á bú á ári.
Það er svipað og heildarstyrkurinn á hin-
um Norðurlöndunum að meðaltali, fyrir
utan Noreg.
Efnahags- og framfarastofnunin,
OECD reiknar árlega verðmæti beins og
óbeins stuðnings við bændur. Lagt er mat
á fjárhagslegt verðmæti óbeins stuðnings
t.d. í formi innflutningtakmarkana. Þegar
búið er leggja saman saman fjárhagslegt
verðmæti allra mögulegra stuðningsað-
gerða er fundið svokallað “ígildi stuðnings
við framleiðendur”, á ensku er talað um
Producer Subsidy Equivalent, skammstaf-
að PSE. Umfang þessa stuðnings sveiflast
með gengi gjaldmiðla (sterkt gengi krón-
unnar minnkar verðmæti stuðningsins)
og sveiflum í framleiðslumagni afurða (sé
skortur á innlendri framleiðslu og inn-
anlandsverð hátt eykst ígildi stuðnings).
Igildi stuðnings hefur á undanförnum
árum reiknast á bilinu 8-10 milljarðar
króna. f stuttu máli miðast aðferðafræði
OECD við að reikna út allan þann kostn-
að sem fallið hefur á landbúnaðarafurð,
segjum einn lítri af mjólk þegar varan er
komin að búhliði (e. Farm gate) á leið
til næsta áfangastaðar í virðiskeðjunni.
Síðan er metið hvað sambærileg innflutt
vara myndi kosta á sama stað í virðiskeðj-
unni. Mismunur verðs innlendu vörunn-
ar og þeirrar erlendu er “ígildi stuðnings
við framleiðendur”. Með þessum hætti
einangrar OECD ígildi stuðnings við
frumframleiðendur. OECD reiknar ekki
út ígildi stuðnings við úrvinnslugrein-
ar eða smásöluaðila, enda sér samkeppni
milli vinnslufyrirtækja í Evrópu og lágir
tollmúrar (á íslenskan mælikvarða) til þess
að ígildi stuðnings safnast nánast allur á
hendur frumframleiðenda. A Islandi er
umgjörð fyrirtækja í vinnsluiðnaði önn-
ur en í flestum öðrum löndum OECD.
Þar eru samkeppnislög í gildi gagnvart
úrvinnsluiðnaði, en á Islandi hefur úr-
vinnsluiðnaður ýmist lagalega heimild til
að fara á svig við samkeppnisreglur sem
önnur fyrirtæki þurfa að lúta, eða fyrir-
tækin njóta fákeppnisstöðu vegna þess
að hinn agnarsmái íslenski markaður ber
ekki nema mjög fá vinnslufyrirtæki.
Þó úrvinnsluiðnaðurinn njóti sams-
konar verndar gagnvart erlendri og inn-
lendri samkeppni og frumvinnslan hefur
ekki verið lagt mat á fjárhagslegt ígildi
stuðningsins við úrvinnslugreinarnar. f
þessari grein viljum við beita aðferðafræði
OECD á næstu þrepin í virðiskeðjunni og
reyna þannig að leggja mat á heildar verð-
muninn og samsvarandi heildarstuðning
við landbúnaðinn.
Til að átta sig á heildarstuðningi
tengdan landbúnaðinum þarf að skoða
verðmun matvæla til neytenda sem kemur
til vegna tollverndarinnar og hvaða aðilar
í virðiskeðjunni njóta hans aðrir en bænd-
ur. Við skoðuðum þetta eins og hér verð-
ur lýst.
Mismunandi matarverð
skýrir tollvernd
Tollvernd bæði hækkar verð til neyt-
enda og dregur úr vöruframboði. Hærra
vöruverð hérlendrar framleiðslu umfram
innfluttrar á sama vinnslustigi er óbeinn
stuðningur neytenda við innlenda aðila á
Tafla 1. Stuðningur vegna landbúnaðarins samtals
Aðilar í virðiskeðjunni Mjólk Kindakjöt Alifixglar Egg Svínakjöt Nautakjöt Hross Nytjaplöntur Annað Samtals
Fjöldi framleiðenda (býli) 650 2.000 27 14 23 820 855 139 3.200
Til bænda á fjárlögum, m.kr. 6.760 5.010 0 0 0 0 0 602 1.159 13.531
Til bænda frá neytendum, m.kr 2.913 0 2.928 614 1.072 326 0 771 1.749 10.373
Slátrun og vinnsla frá neyten- dum, m.kr 2.695 3.541 2.837 0 884 3.864 0 13.820
Samtals stuðningur, m.kr 12.368 8.551 5.764 614 1.956 4.190 0 1.373 2.908 37.724
Stuðningur að meðaltali á býli, m.kr 19 4,3 213,5 43,8 85 5,1 0 9,9 0,9 11,8
Heimildir: Hagstofa íslands, eigin útreikningar.
2 VÍSBENDING • 41.TBL. 2016