Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði - 15.07.1933, Síða 2

Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði - 15.07.1933, Síða 2
2 KOSNINGABLAÐ ósannar óhróðurssögur um menn eða málefni villa ykkur sýn, og varist um fram allt þá mennina, sem þykjast vera vinir ykkar, en nota hvert tækifæri til að sví- virða og eyðileggja ykkar eigin- legu samtök, vantandi alla mögu- leika til að vinna ykkur gagn, vitandi, að takist þeim að sundra samtökum, sem þegar eru til, þá liggur leið verkalýðsins gegnum eymd máttlausrar starfsemi, sem hyggst að nota hnefaréttinn, en hlýtur að verða brotin á bak aft- ur, svo lengi sem ekki svo að segja öll nágrannalöndin hafa tekið þá trú er þeir boða. Og þið minnist þess, að við næstu þingkosningar fjölgar fuil- trúum Alþýðuflokksins að mun og því ríður nú á að sýna styrk flokksins og stæla kraftana fyrir næstu sigra. Og — því fram til starfa fyrir umbótamálum þeim, er bíða úr- lausnar, til hagsbóta allri alþýðu á íslandi. öll á kjörstað og kjósið menn alþýðunnar, frambjóðendur AI- þýðuflokksins. 12. júlí 1933. Felix Guðmundsson. -----o----- Samfyliiig epdarínnar. »Umbæturnar eru til bö>v- unar, þær tefja fyrir því að verkalýðurinn fylki sér und- ir merki kommúnista. Sult- urin er beztur«. J. Figved, fsaf. Kommúnistar leggja allt sitt kapp og vinnu í það að rækja og svívirða hin eiginlegu samtök verkalýðsins á íslandi og foringja þeirra. Er ekkert til þess sparað, hvorki lýgi né blekkingar. Á sama tíma sem þeir hrópa til verkalýðsins um svik Alþýðu- flokksmanna og telja sig þá einu sönnu samfylkingu og »baráttu- fúsa«, þá hamast þeir út af þeim umbótum, sem Alþýðuflokkurinn hefir fengið framgengt, þeir eru sem sé, eins og Figved segir, á móti öllum umbótum. Þeir vilja ekkert af þeim. Þeir vilja bara eymd og niðurlægingu verkalýös- ins, því í gegnum það trúa þeir því að verkalýðurinn fáist út í þá heimskulegu baráttu, sem þeir iðka, það er: ólæti, óp og bar- smíðar. En þeir bara gleyma því, að slík starfsemi leggur Ieið sína gegnum eymd og ófrið, sem harð- ast kemur niður á verkalýðnum, leggur gæfu hans og framtíð í rústir. Með því að slík starfsemi, eða öllu heldur starfsvitleysa, verður til þess eins að framkalla Fasisma, verður til þess, að þeir sem aðstöðu hafa til að vopna sig með krafti peninga og valda, taka til þeirra ráða að láta vopnin miskunnarlaust ríða að verka- lýðnum, þar til hann er að fullu beygður og ósjálfbjarga og engu ráðandi. Þarf ekki annað en benda á Þýskaland til sönnunar. Þar hafa kommúnistarnir iðkað þá iðju að sundra verkalýðssam- tökunum og rægja foringjana þar til sá eiginlegi verkalýðsflokkur var orðinn svo valdalaus og veik- ur, að Fasistarnir sáu sér leik á borði að gera byltingu, með til- styrk kapítalistanna. Og nú ríkir þessi harðsnúni og miskunnar- lausi óaldarflokkur þar, og kúgar verkalýðinn og fangelsar og drep- ur foringjana. Þau laun hafa kommúnistarnir þar uppskorið, og auk þess að eyðileggja verkalýðssamtökin hafa þeir uppskorið þá gleði, að fá nokkra af beztu foringjum hins eiginlega verkalýðsflokks fangelsaða, og blöð þeirra bönn- uð, svo að eftir situr verkalýöur- inn forsvarslaus. Eru þetta ekki dásamleg vinnubrögð? Hér á voru landi hafa þessir menn, komm- únistarnir, gert ítrekaðar tilraun- ir til þess að sprengja verkalýðs- félögin og Alþýðusambandið, og hefir enda tekizt að veikja og gera lítt starfhæf 3—4 félög á landinu. Þeir halda uppi stans- lausum lygum og rógi um for- ustumenn Alþýðuflokksins, en verða þó að leita á náðir Sam- bandsins í hvert skipti sem þeir álpast út í deilu, og eru þá venju- lega búnir að fyrirgera allri sig- Kjósið frambjóðendur Alþýðufíokksins: Jóh. F. Guðmundsson Felix Ouðmundsson. urvon áður en til kasta annara kemur, samanber Vestmanna- eyjadeiluna. Stundum ana þeir út í deilur í fullri óþökk hlutaðeig- andi félaga, samanber hér á Siglufirði verksmiðjudeiluna, sem þeir grátfegnir gáfu upp, bara ef þeir fengu að stimpla(H) sáian- ingana samþykktu þeir allt, þótt þeir áður væru búnir að kalla samningana »svívirðilega kúgun og árásir«. Svona eru vinnubrögðin og því ætti enginn fullþroska og hugs- andi verkamaður eða verkakona að líta við þeim, hvað þá heldur að ljá þeim fylgi sitt. Og svo »bíta þeir hausinn af skömminni, með því að stilla hinum og öðrum dátum upp nú við kosningarnar í ýmsum kjördæmum, vitandí fullkomlega að þeir hvergi fá mann kosinn, hafandi bara það eitt fyrir augum að rýra fylgi Al- þýðuflokksins, og draga þar með úr því valdi og áhrifum svo og skilyrðum til kröftugri starfsemi til umbóta á kjörum alþýðunnar, og er það eftir annari starfsemi þeirra, því gætu þeir einhverntíma komið manni inn 1 þingið, þá væri það aðeins til að láta reka þar sömu iðju sem í verkalýðsfélög- um. hróp og köll, hótanir, sem aldrei væru framkvæmdar, og því hlegið að. það mesta sem þeir kynnu að ná, væri að hleypa upp nokkrum fundum, svo að þeim yrði hent út. Þeir hafa sjálfir marg-lýst því yfir, að á þing ætli þeir ekki til umbótastarfsemi, heldur til að brjóta þingið niður sem hverja aðra svívirðilega stofnun, að kjör alþýðu bötnuðu við það eitt, geta víst fáir séð, enda eru þeir ekki menn til þess, þeir heykjast á því sem minna er. En eitt er víst; hvert einasa akvæði sem þeir fá, er svik við hih eiginlegu verkalýðssamtök. Svik við alla alþýðu á íslandi. Þráinn.

x

Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablað Alþýðuflokksins á Siglufirði
https://timarit.is/publication/1468

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.