Íslenzka vikan á Norðurlandi - 26.04.1934, Blaðsíða 2

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 26.04.1934, Blaðsíða 2
2 ÍSLENZKA VIKAN Á NORÐURLANDI 5. tbl. | Mjólkurframleiðendur. Kostið kapps um að bæta og auka mjólkurframleiðslu yðar: Með hreinlátri meðferð mjólkurinnar. Með nákvæmri fóðrun, hirðing og meðferð kúnna. Með hyggilegu vali áeinstaklingum til uppeldis og kynbóta. Mjólkurneytendur. Aukið neyzlu yðar á mjólk og mjólkurvörum, með því aukið þér sjáifum yður hteysti, starlsorku og hagsæld. Minnist þess að eini kaupstaðurinn hér á landi, þar sem gerilsneydd nýmjólk er seld á 25 aura pr. líter flutt heim til neytendanna er Akureyri. I Dívanavinnustofa Akureyrar selur stoppuð húsgögn. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Sanngjarnt verð. Sent :*• gegn póstkröfu út um land. •*{ Norðurgötu 16, steypir og hefir fyrirliggj- andi R-stein, skilveggjastein, reykpípu- stein, gangstéttarhellur, skólprör o. fl. — SANNGJARNT VERÐ. =—= TILHÖGUNARSKRÁ, framh. FIMMTUDAGINN 26. apríl kl. 8,30 e. h. Karlakór Akureyrar syngur í Samkomuhúsinu. Dr. Kristinn Guðmundsson flytur fyrirlestur um verzl- unarmál í Samkomuhúsinu. Aðgangur ókeypis. Mataruppskriftir. Eftir Jóninnu Sigurðardóttur. Sildarsalat. 1000 gr. síld, 250 gr. olíusósa (mayonnais), 125 gr. rjómi, 250 gr. gurkur, 50 gr. laukur, 1 teskeið sinnep, 125 gr. rauðaldin. Síldin er afvötnuð í 2—3 sólar- hiinga, verkuð úr henni bein og roð, og skorin í 2—3 cm. löng stykki. Rjóminn er þeyttur og hrserður saman við olíusósuna á- samt gúrkunum, sem eru skornar í sneiðar, lauknum, sem er rifinn á rifjárni, sinnepinu og rauðald- insafanum. Þegar búið er að jafna þessu vel saman má bæta pipar og ediki við eftir smekk. Þessu er svo helt yfir síldina og látið bíða 4-—6 klst. áður en það er borðað. Olíusósan: 75 gr. eggja- rauður, 8—-10 matsk. salatolía. s Eggjarauðurnar eru hrærðar þangað til þær eru orðnar að þéttri froðu, þá er olíunni hrært saman við smátt og smátt þar til allt er orðið vel þeytt. Sósuna þarf að hræra fyrst, áður en kryddið er látið í hana. I staðinn fyrir nýjar gúrkur er gott að hafa gúrkusalat, en þá þarf ekki að láta edik í sósuna. Salatið er borðað með málamat. Reykt sild með eggjum. Beinin og roðið er tekið vand- lega úr síldinni og hún söxuð með hníf á bretti, fremur fínt. Eggin eru harðsoðin og látin í kalt vatn, flysjuð og söxuð sér. Þetta er svo látið á lítinn disk með skeið, í smá toppa og þarf alltaf að vera sinn toppurinn af hvoru, eggjum og síld. Skreytt með steinselju hér og hvar. í staðinn fyrir harð- soðin egg er gott að hafa hrærð egg. Súr síld. 10Ú0 gr. síld, 250 gr. edik, 2 laukar, 10 lár- berjalauf, 20 piparkorn, 1 matsk. sykur. Síldin er slægð og látin liggja í salti í 2 sólarhringa, svo er hún hreistruð og þvegin og skorin í 2—3 cm. löng stykki. Laukurinn er flysjaður og skorinn í sneiðar. Sildinni er raðað í krukku eða fat og öllu kryddinu raðað á milli lag- I

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.