Þróun - 27.11.1938, Blaðsíða 2

Þróun - 27.11.1938, Blaðsíða 2
2 Þ R 0 U N kaupfélagsins. Smíðastofa skól- ans hefil' hinsvegar verið í tveim- ur kjallaraherbergjum í húsi Jón- asar Tómassonar. Hefir húsnæði þetta á marga lund verið ófull- nægjandi, og illa fullnægt þörfum skólans. Það, sem af er þessu skólaári, hefir þó skólinn verið enn ver settur, að því er húsnæði snertir. Hefir kennsla fvrstu og annarar deildar farið fram í gamla veit- ingasalnum á hótel Uppsölum, en þriðja deild hefir haft kennslu- stofu í barnaskólanum. Bygg'n§ þessa nýja húss er merkisatburður í sögu skólans. Nú kemst hann fyrst undir eigið þak, og hér eftir verður því ekki með sönnu'borið við, að húsnæð- ið standi skolanum fyrir þrifum. Nemendur og kennarar fagna af alhug hinni hættu starfsað- stöðu og þakka skólanefnd og bæjarstjórn fyrir hið vandaða hús, sem verður heimili skólans frá deginum í dag. Hafnarfjörður er eini bærinn, sem þegar heíir hyggt yfir gagn- fræðaskóla sinn. ísafjörður hefir orðið næstur. Það er ósk vor allra, að gagn- fræðaskóli ísafjarðar heri gæfu til þess að leggja drjúgan og heilla- ríkan skerf til alþýðumenntunar þessa bæjar í framtíðinni, en það er það hlutverk, sem honum er líka ætlað. þessi. Upplestur. Spurningum, sem nemendur skrifa, en sérstök nefnd velur úr, svarað. Umræð- ur um frjáls mál. — Á þessu ári hafa verið haldnir 3 fundir. Stjórn Hvatar skipa þeir Tómas Árni Jónasson formaður, Magnús Ivon- ráðsson varaform., Guðmundur Arngrímssongjaldkeri, Bolli Gunn- arsson ritari og Haukur Þór Bene- diktsson vararitari. í skólanum starfar líka taflfélag. Þá er ný- stofnað í skólanum bindindisfé- lag, sem hefir gengið í samhand bindindisfélága í skólum. Trúnaðarmenn skólans. Magnús Ivonráðsson var kosinn umsjónarmaður skólans og Tóm- as Á. Jónasson umsjónarmaður Birkihlíðar. í blaðnefnd eru Bolli Gunnarsson, Högni Þórðarson og Jón 0. Edwald. í nefndinni, sem velur sjjurningar, eru þeir Björn Olafsson, Jóhann Þorleifsson og Tónias Á. Jónasson. Á stofnfundi bindindisfélags skólans voru þessir kosnir í stjórn: Magnús Ivonráðs- son, Tómas Á. Jónasson og Högni Þórðarson. Varamaður er Guðmundur Arngrímsson. Á sama fundi var Tómas Á. Jón- asson kosinn fulltrúi félagsins til að mæta á sjöunda þing sambands bindindisfélaga í skólum, sem haldið verður í Reykjavík dagana 29. og 30. þessa mánaðar. For- maður taflfélagsins er Garðar Bálsson. þar viðstaddir margir gamíir nemendur skólans, og skemmtu allir sér hið bezta. Tala nemenda í skólanum er þessi: I dagdeildum skólans eru 79 nemendur. í vinnudeild hans eru 20 nemendur og á sjómanna- námskeiðinu eru skráðir 18 nem- endur. Alls eru því að námi í skólanum í vetur 117 nemendur. Vill svo einkennilega til, að það er nákvæmlega sama tala og út- skrifast hafa úr skólanum til þessa. Esperanto. Sú nýlunda hefir nú verið upp tekin við gagnfræðaskólann að kenna Esperanto í annari deild. Hefst sú kennsla nú eftir mán- aðamótin. Mun gagnfræðaskóli ísafjarðar vera fyrsti skólinn hér á landi, sem tekur alheimsmálið á stundaskrá sína. Margt vantar. Þótt mjög skifti nú um til bóta með húsnæði skólans, þá er þó margs áfátt um hinn ytri aðbún- að. Þannig vantar tilfinnanlega skólaklukku. Sæti og borð eru lítt viðunandi og enginn vegur liggur að skólanum. Þá er svæði það, sem ætlað er sem leikvöllur með skólanum, að sumu leyti alveg ólagað til og ógirt er það með öllu. Verður val'alaust orðið. úr þessu bætt fyrir næsta haust, því öll þessi atriði eru næsta nauðsynleg. Alþýðufyrirlestrar. í ráði er, að innan skamms hefjist flokkur alþýðufyrirlestra á vegum gagnfræðaskólans. Verður aðgangur seldur mjög ódýrt að fyrirlestrunum, en ágóða þeim, sem af þessu kynni að fást, varið til að kaupa málverk eftir ísfirzka listamenn. Er það áform nem- enda og kennara að taka saman höndum um það, að fegra og skreyta sem bezt skólahúsið að innan, og verður öll utanaðkom- andi aðstoð við það þakksamlega þegin. Skólasetning. Þann 1. október kl. 4 e. h. var gagnfræðaskóli ísafjarðar settur í Alþýðuhúsinu. Hannibal Valdi- marsson skólastjóri, setli skólann, og voru þar sungin nokkur lög. Vegna húsnæðisleysis gat kennsla ekki byrjað, fyr en föstudaginn 7. október. Félög í skólanum. í skólanum starfar málfundafé- lag, sem heitir »Hvöt«. Það held- ur fundi tvisvar sinnum í mán- uði. Aðalatriði fundanna eru Skólaskemmtanir. Undanfarin ár hafa alltaf verið l haldnar skemmtanir í skólanum I tvisvar í mánuði, en nú hefir aðeins verið haldin ein. Á skóla- skemmtunum eru alltaf smá- skemmtiatriði fyrst á dagskránni og síðan dans. í haust var sú regla upp tekin, að dyrum skyldi loka, þegar auglýstur tími skóla- skemmtana er kominn, og venur það nemendur á stundvísi, sem er nauðsynleg allstaðar í lífinu. Síðasta skólaskemmtun var hald- in í kennslustofu skólans, og voru

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.