Þróun - 27.11.1938, Blaðsíða 3

Þróun - 27.11.1938, Blaðsíða 3
Þ R Ó U N 3 Kennarar og námsgreinar. Við skólann kenna 11 kennarar, og eru kennslugreinar 17 að tölu. Þessir eru kennarar og náms- greinar þær er þeir kenna hver um sig': Hannibal Valdimarsson skólastjóri kennir íslenzku í II. deild, dönsku, og eðlisfræði í II. og III. deild og þjóðfélagsfræði í II. deild. Haraldur Leósson kenn- ir íslenzku í I. og III. deild, dýra- fræði í I. deild, stærðfræði í II. deild, ensku í I. deild, grasafræði í II. deild og sögu í I. deild. Þor- leifur Bjarnason kennir sögu í II. og III. deild og ennfremur þjóð- félagsfræði í III. deild. Helgi Hannesson kennir stærðfræði í I. og III. deild og Esperanto í II. deild. Gústaf Lárusson kennir ensku í II. og III. deild og heilsu- fræði í III. deild. Gunnar Klængs- son kennir teikningu og handa- vinnu (drengja). Frú Hertha Le- ósson kennir þýzku í III. deild. Guðmundur G. Hagalín kennir bókmenntasögu í II. og III. deild. Harald Aspelund kennir bókfærslu í II. og III. deild. Tryggvi Þor- steinsson kennir leikíimi. Frú Anna Björnsdóttir kennir handa- vinnu (stúlkna). Heimsókn. Þann 8. nóvember kom hingað Eiríkur Pálsson stúdent á vegum sambands bindindisfélaga í skól- um. Flutti hann fyrirlestur um bindindi í skólum, sýndi skugga- myndir og skýrði frá þeim. Hann hélt áleiðis norður og austur um land í heimsókn til skólanna. Nemendur skólans. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa 117 nemendur útskrifast úr þriðju deild gagnfræðaskólans síðan 1931, að skólinn tók til starfa. Með vissu er vitað, að af þess- um hópi hafa 7 lokið stúdents- prófi, en 16 eru nú við nám í menntaskólunum á Akureyri ogí Reykjavík. Kennaraprófi hafa lokið 6, bú- fræðingar eru 2, en verzlunar- menn 16. Fjórir nemendur hafa gerst starfsmenn í bönkum, tvær hjúkrunarkonur, og 2 símritarar. Við nám erlendis eru þessir nemendur skólans: Birgir Finnsson, sem stundar hagfræðinám við háskólann í Stockhólmi, Ólafur Björnsson, sem einnig er við Stochólmsháskóla og stundar jarðvegsgerlafræði. Þar er líka Högni Helgason, sem stundar hagfræðinám. Við háskólann í Lundi stundar Áskell Löve nám í erfðafræði. Gunnar Þ. Olafsson stundar nám í byggingafræði við háskólann í Þrándheimi. < Gunnlaugur Pálsson er að ljúka námi í iðnskóla í Danmörku. Ingibjörg Jónsdóttir hefir tvö und- anfarin ár stundað nám í skóla handa kennslukonum fyrir hús- mæðraskóla í Noi'egi. Elísabet Guðmundsdóttir (Björnssonai’) hefir lokið prófi á húsmæðra- skóla og vei'zlunarskóla í Dan- mörku, og nú einnig lokið prófi í súkkulaði- og konfekt-gei'ð. Hulda Guðmundsdóttir er hár-, greiðslukona í Danmöi’ku og Guð- rún Guðmundsdóttir saumakona í Ivaupmannahöfn. Þar er líka Guðný Níelsdóttir saumakona. Skemmtiferð til Súðavíkur. Þann 11. nóvember sl. vígðu nemendur og nokki’ir kennarar gagnfi’æðaskólans, hina nýju báta hf. Njai'ðai’, Ásdísi og Sædísi. Var farið með bátunum inn í Súðavík. Þar var stigið á land, og þorpið skoðað. Síðan var haldið heirn aftur. Engin sjóveiki, og allii' höfðu gaman af ferðinni. Vígsluskemmtun skólans verður nxeð þeirn hætti, að öll- um verður veittur frjáls aðgang- xxr að henni, meðan húsrúm leyfir. Til skemmtunar vexður þetta: Skemmtunin sett M. Konráðsson. Söngur nemenda. Ræða: Jens Hólmgeirsson, form. skólanefndai'. Markmið gagnfræðaskólanna. I lögixnum uxn gagnfræða- skóla í kaupstöðum landsins. segir meðal annars svo: »Markmið gagnfi’æðaskólanna er að veita ungmennum, er lokið hafa fullnaðarprófi barna- fi'æðslunnar kost á að afla sér fi'ekari hagnýtrar fræðslu, bók- legrar og verklegrar, gera þá nýtari þegna þjóðfélagsins og liæfa til að stunda nám í ýms- um sérskólum .. . Ársdeildir mega ekki vera færi'i en tvær. Auk þess má gagnfræðaskóli með leyfi kennslumálastjórnai', hafa framhaldsnám hinn þriðja vetur . .. Eftir nám í fyrsta bekk skal ljúka ársprófi; eftir nám í öði'urn bekk gagnfi’æða- prófi. Eftir nám í þriðja hekk prófi því, sem ákveðið er í í'eglugerð. — Skólastjói'i í'æður skyndiprófum. Kennslan skal miða að því, að glæða námfýsi nemenda og koma þeim til að starfa á eig- in hönd, og skal um námsefni jafnan höfð hliðsjón af því, hvað ætla má að komi nem- endurn að gagni í lífinu«. Kveðja til skólans. Upplestur: Þorbjöi’g Magnúsd. Gamanvísur: Toblxa og Sigga. Upplestur: Jóhann Þorleifsson. Baðstofulíf (sýning). Að því búnu verður dansleikux’ í skólanum, og vei’ður öllum, eldi'i sem yngi’i nemendum, ásarnt þeim gestum, er þess kynnu að óska, seldur aðgangur að honunx. Skólahátíðin hefst stundvíslega kl. 9. í kvöld. Fullveldisdagsins verður minnst í skólanum þann síðasta þessa mánaðar. Verður það fyrsti kennsludagur í nýja húsinu.

x

Þróun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróun
https://timarit.is/publication/1475

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.