Austri


Austri - 25.02.1983, Blaðsíða 3

Austri - 25.02.1983, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 25.-febrúar 1983. AUSTRI 3 þeir sem vit hafa á velja WORLD CARPET Kaupfélag Héraðsbúa Byggingavörudeild Egilsstaðabúar HVAÐ: Atvinnumálanefnd Egilsstaða boðar til fundar. HVAR: Valaskjálf. HVENÆR: Mánudaginn 7. mars nk. kl. 21.00. HVERS VEGNA: Við viljum efla atvinnulífið og fjölga atvinnutækifærum. HVER: Stutt framsöguerindi. Leitað verður eftir hugmyndum fundar- manna. Hvað er hugarflug? nuglýsir I Vefnaðarvörudeild Kapp klæðnaður Yattfóðruð efni Velour efni Rifflað flauel Snjósleðabomsur fyrirliggjandi I Járnvörudeild Vörur fyrir hestamennsku í úrvali Handverkfæri alls konar Skúffuskápar frá Reykjalundi Málning og lökk Yamaha varahlutir Rafgeymar Gólfdúkar, renningar o.fl. stórtskref til lækkunar á hitunarkostnaöi FYRIR ÞÁ HÚSEIGENDUR SEM NOTA OLÍU TIL UPPHITUNAR Hf. Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði hefur um árabil framleitt rafhitara fyrir vatn til húsaupphitunar. Tæki þessi eru framleidd í tveim aðal gerðum, með og án neysluvatns spírals. Reynslan af þessum tækjum hefur sýnt að rekstur þeirra kostar aðeins brot af því sem væri ef olía væri notuð til kyndingar. Munurinn er 40% og eykst stöðugt. Sjálfvirkni tækjanna tryggir lágmarks orkunotkun hverju sinni og viðhaldskostnaður er hverfandi litill. Tækin eru laus við allan hávaða og loft mengun. Stýnbúnaður tækjanna samanstendur af tveim rekstrarhitastillum sem halda hitastigi kerfisins stöðugu og yfirhitavara sem rýfur allan straum að tækinu ef hitastig fer yfir leyfilegt mark. Hafðu samband við sölu- og tæknideild og fáðu upplýsingar um stærð þess hitara sem hentar ] Við gerum verðtilboð án skuldbindinga. Góðir greiðsluskilmálar. Stuttur afgreiðslutími. Stígöu skrefið til fulls, og þú sparar 40%. Mununnn á kostnaði við raíhitun og ollukyndingu er 40% sé ekki miðað við breytilegar ruðurgreiðelur á ollu Undahlutum. Rafha Hafnarfirði, símar 50022, 50023, 50322 Egilsstaðir Einbýlishús ca. 115-130 ferm. óskast í skiptum fyrir 90 ferm. hús. Upplýsingar gefur Einar Árnason Selási 30, vinnu- sími 1490. Framhald af bls. 2 Sitt úr hverri áttinni Að leikslokum Ef að vængir þinir taka að þyngjast, þreyttir af að fljúga í burtu-átt, hverf þú heim! og þú munt aftur yngjast orku, er lyftir hverri fjöður hátt. Jafnvel þó við skilnað kannske skeður skyndi-depurð grípi róminn þinn, sem á hausti, er heiðló dalinn kveður, hugsun um að það sé efsta sinn. Hlægir þig, að hér var steinum þungum hnykkt úr leið, ef aðstoð þína brast. Vissa Ijós, að leika á yngri tungum Ijóðin, sem þú aldrei kveðið gazt. Þrár og óskir þroskast, vaxa, fyllast, þína hönd sem aldrei fær þú léð. Engin leið á von-spám nú að villast. Víkja frá, en hafa reynt og séð. Þegar vorar, vinnst þeim fleygu og ungu vaxin þrá, í nætursólar glóð móinn þann að sjá, þar mæður sungu sinna hreiðra glöðust vögguljóð, og hjá lind og laut og klettasprungu liðka aftur þessi förnu hljóð. Láta horfinn hljóm i nýja tungu heimanfylgjur kveða vestur-þjóð. Yður hjá, sem hugsuðum oss saman, hjartað skilur gesturinn, sem fer, varmt og heilt—að hverri stund var gaman. Hönd hans óveil — sé hún kulda-ber — rétt er þeim, sem lánast á að erfa æsku vorrar stærri þrár og dug. Sælt úr Ijósi og landi hinzt að hverfa loks með söknuð — þó með glöðum hug. Handbók bænda í henni er aö vanda margvíslegur fróðleikur nauðsynlegur öllum þeim sem vinna viö landbún- að. Handbók bænda 1983 er komin út og kostar kr. 175,- eintakið. Nokkrir eldri árgangar eru til á hagstæðu verði. Sendum gegn póstkröfu. Bændur geta vitjað bókarinnar hjá formönnum búnaðarfélaga. Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni Sími 19200. Frá Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað MÓTTAKA Mánudaga kl. 13 - 15 Eggert Brekkan Þriðjudaga kl. 13 - 15 Christine Guttormsson Miðvikudaga kl. 13 - 15 Magnús Ásmundsson Fimmtud. kl. 9.30 -11.30 Magnús Ásmundsson Föstudaga kl. 13 - 15 Eggert Brekkan. Ath. símaviðtalstímar lækna eru móttökudaga kl. 13 - 13.30. Þriðjudaga kl. 10 - 10.30 fh. hjá Magnúsi Ásmundssyni. Tímapantanir alla virka daga kl. 10.30. - 12 fh. Síminn er 7400.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.