Austri


Austri - 25.02.1983, Blaðsíða 1

Austri - 25.02.1983, Blaðsíða 1
Vopnafiörðiir Veöráttan hefur veriö mjög góð til landsins á Vopnafiröi í vetur, en þó hefur verið storma- samt. Mjög snjólétt hefur verið og hefur nær aldrei þurft að moka. Rúningur stendur nú yfir hjá þændum en annars gengur lífið sinn vana gang i sveitinni. Afli hefur verið tregur undan- farið og lélegar gæftir vegna þess hve stormasamt hefur ver- ið. Afli togarans Brettings var 3073 tonn árið 1982, en afli Fiskaness sem er 51 tonna bátur var 730 tonn. Auk þess voru gerðir út héðan allmargir minni bátar. Bygging dvalarheimilis aldraðra Unnið er við byggingu ibúða fyrir aldraða og legudeild. Miðað er að því að taka íbúðirnar í notkun um mitt sumar og eru í byggingu 6 einstaklingsíbúðir og tvær hjónaíbúðir. Þegar þessu er lokið verða samtals 14 íbúðir fyrir aldraða og öryrkja á Vopnafirði. Óvissa er um hven- ær legudeildin kemst í gagnið því ekki er séð hversu mikið fjármagn fæst í byggingarnar frá Framkvæmdasjóði aldraðra en sjóðnum ber samkvæmt lög- um að leggja fram 85% af byggingarkostnaði. Legudeildin er nú tilbúin undir tréverk og málningu. Aðrar framkvæmdir Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við skrifstofuhús- næði fyrir hreppinn og Kaupfé- lag Vopnfirðinga vinnur að standsetningu trésmíðaverk- stæðis í nýbyggingu sinni á Búðaröxl. KM/JK Bráðskemmtilegt leikrit Frá æfingu á Saumastofunni. Kjartans Ragnarssonar, Sauma Leikfélag Reyðarfjarðar æfir stofuna og er leikstjóri Guðjón nú um þessar mundir leikrit Ingi Sigurðsson. Það verður Egilsstaftir Bygging safna- húss hefst í vor Nú er í undirbúningi bygging safnahúss sem rísa skal á Egils- stöðum á lóð við Laufskóga, gegnt Valaskjálf. Það er minja- safn Austurlands sem stendur að þessari byggingu og nú hafa Héraðsbókasafnið á Egilsstöð- um og Héraðsskjalasafnið geng- ið til samstarfs við minjasafnið um byggingu hússins og hyggj- ast flytja þangað starfsemi sína. Unnið hefur verið að teikning- um hússins að undanförnu og er þar um að ræða þrjú hús með risi, hvert tæplega 800 ferm. Húsin eru tengd saman með tengibyggingu. Hvert hús er á þremur hæðum. Hægt er að skipta þessari byggingu í áfanga og hefur byggingarnefnd nú ákveðið að bjóða út í vor undirstöður að tveimur húsum, þ.e. sökkla og jarðvinnu. Stefnt verður að því að klára fyrsta húsið og tengi- byggingu þess og kjallara þess næsta í fyrsta áfanga. Byggingarnefnd skipa fimm menn og er formaður hennar Halldór Sigurðsson. Auk hans sitja fyrir hönd minjasafns þeir Sveinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Fyrir hönd Héraðs- bókasafns Guðmundur Magnús- son og Jón Kristjánsson fyrir hönd Héraðsskjalasafns. Vara- maður ( nefndinni er Bogi Nils- son. J.K. S Ovenjulegt bíl- færi á Öræfum Tíðarfar hefur verið gott und- anfarið og hlýindi ekki einungis í byggð heldur hefur verið hlýtt til fjalla. Um síðustu helgi fóru þeir Völundur Jóhannesson, Hrafn reglulegt tilhlökkunarefni að sjá þessa uppfærslu. Eins og þeir vita sem eitthvað hafa séð af verkum Kjartans, þá eru þau ósvikið skemmtiefni þar sem fer saman gaman og alvara á hinn skemmtilegasta hátt. Svo séu höfð fáein orð um áhugaleikhús úti á landsbyggðinni þá vitum við sem eitthvað höfum kynnst þeim málum að það er mikil vinna sem liggur að baki einu leikverki. Fólkið sem tekur þátt í þessu leggur'hart að sér, þvi allt er það vinnandi önnur störf á daginn, en mætir að sjálfsögðu á hverju kvöldi vikum saman á meðan æfingar standa. Það er vonandi að Austfirðingar taki vel á móti þessu framlagi til leiklistar og mennigarmála þegar sýningar hefjast í byggðarlögunum hér í Sveinbjarnarson og Dagur Krist- mundsson á rússajeppa Hrafns í Kverkfjöll og óku sem leið liggur í Möðrudal og þaðan í Hvannalindir og Kverkfjöll, síð- an óku þeir i Grágæsadal og gistu þar í Einarsskála. Daginn eftir óku þeir austur yfir Kringils- árrana og yfir Jökulsá á Dal á ís inn við jökul, út Vesturöræfi, austur um Þrælaháls að Grenis- öldu og þaðan niður í Fljótsdal. Ekið var á harðfenni mest af leiðinni, enda hafði hiti í Grá- gæsadal komist hæst í sex stig samkvæmt hitamæli þar og frost í 26 stig. 10 stiga frost var þegar þeir félagar voru á ferðinni. Það er mjög óvenjulegt að þessi leið sé farin á bíl á þessum tíma og aldrei hefur verið farið frá Grágæsadal og austur um áður. Það eina kvikt sem þeir félag- ar sáu voru nokkur hreindýr í Jökuldalsheiði. Ár voru allar á góðum ís nema Sauðá. Ef þú líður skort þá leigjum við þér „Lada sport“ Bifreiðaleigan hf. Reyðarfirði Síldarbúskapur í fullu fjöri enn Undirritaður leit við einn dag- inn hjá Hilmari og Jóa í Trésíld. Mig langaði til að forvitnast hvernig síldarbúskapurinn gengi. Til skýringar á þessari nafngift þá heitir fyrirtækið það ekki. Það er í raun um tvö aðskild fyrirtæki að ræða Tré- verk og Verktakar hf. En ástæð- an fyrir því að þetta nafn mynd- ast er auðvitað sú að smiðirnir skelltu sér í síldarsöltun. Jón og Hilmar voru inni á kaffistofu ásamt starfsfólki því kaffitfminn var ekki alveg útrunn- inn og Gunnlaugur matsmaður sagði að enginn stæði upp fyrr en hann og var hann hálf glettn- islegur. Þeir félagar Jói og Hilm- ar sögðu að það gengi vel að koma tunnunum til kaupenda og yrði það í kringum mánaðarmót- in mars-apríl sem allt yrði farið. Og þá hefst að nýju byggingar- vinna, en hún hefur að mestu legið niðri síðan um mánaðar- mótin september - október eða þegar söltun hófst. Að vísu hafa tveir menn verið að vinna við trésmíðar og hafa gert allan tímann. Það eru 10 manns sem vinna hér nú. Friðjón Vigfússon leit við, en hann er með í útgerðinni og fræddi mig um það að 8100 tunnur hefðu verið saltaðar á þessari vertíð en árið áður 3500 svo það er um mikla aukningu að ræða á milli ára, sem auðvit- að hefur í för með sér meiri vinnu. Þegar ég yfirgaf síldarstöðina hjá þeim félögum voru allir upp- teknir að rýnaofan í tunnur og voru tveir matsmenn þarna til halds og trausts. En maður getur hugleitt það hvernig atvinnuá- standið væri hér ef síldin hefði ekki komið til og allt sem henni fyigir- þs Reyðarfj örður Krakkarnir í götunni Frá brúðusýningunni. Á vegum menntamálaráðu- neytisins er verið að sýna brúðu- leikritið „Krakkarnir í götunni" og var það sýnt hér á öskudaginn. Þetta leikrit er bæði fræðandi og skemmtilegt, fjallar um fjölfötluð börn og er þar tekin fyrir blinda, heyrnarleysi, vangefni og heila- lömun. Lýst er samskiptum heil- brigðra og fatlaðra barna, þar sem komið er inn á það efni að tala um hlutina eins og þeir eru og losna um leið við þá fordóma sem skapast oft af þekkingar- leysi. Það eina sem mér finnst vanta í sambandi við þessar sýningar að foreldrarnir skyldu ekki mæta með börnunum. Þetta verk átti erindi til ungra jafnt sem fullorðinna. Þetta var í alla staði virðingarvert framtak þegar litið er á þá hlið málsins að þarna er á ferðinni efni sem vekur fólk til umhugsunar um það að við getum lifað í betri sátt hvort við annað ef við værum skilningsríkari. En sem sagt mér hefði fundist að þessi sýning hefði mátt ná til fleiri aldurshópa. Hafi þær þökk fyrir frábæra íúlkun, Helga Stephensen og Hallveig Thorlacius. Skemmtilegur öskudagur Sú skemmtilega hefð hefur komist á með öskudaginn að haldið er nokkurs konar grímu- ball fyrir börn á skólaaldri. Það er kvenfélagið sem staðiðhefur fyrir þessu. Börnin mættu í alls konar skemmtilegum búningum sem mömmurnar höfðu saum- að. Var þarna hægt að sjá nokkrar Línur, prinsa, prinsess- ur og trúða svo eitthvað sé nefnt. Veitingar voru auðvitað á boð- stólum, ís og annað góðgæti. Þetta varð hinn skemmtilegasti öskudagur.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.