Austri


Austri - 25.02.1983, Blaðsíða 4

Austri - 25.02.1983, Blaðsíða 4
Hvað varðar mig um þjóðarhag? í blaðinu Austurland 3. þ.m. er grein er ber fyrirsögnina: „For- sendur róttækra úrbóta í vega- málum." Greinin fjallar um vega- mál á Austurlandi og er skrifuð af varaþingmanni, Sveini Jóns- syni. Þykir Sveini sem öðrum Austfirðingum þar umbóta þörf. Við lestur greinarinnar tókst mér ekki að finna forsendur hinna róttæku umbóta, sem bent er til í fyrirsögninni. En þrjú atriði eru fram talin þar sem umbótaþörfin sé brýnust. Þar er fyrst að nefna umbætur á nokkrum ónefndum köflum á hringveginum. Sjálfsagt gott og nauðsynlegt. Næst er vegur um Hellilheiði, milli Héraðs og Vopnafjarðar, sem fær væri allt árið. Gagnleg vegagerð það, en mjög dýr yrði hún miðað við umferðina. Varla kæmi annað þar til greina en jarðgöng. Loks er svc fram talin nauð- syn á að hafist verði handa um gerð og undirbúning jarð- gangagerðar milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð til Héraðs. Hugmynd að gangna- gerð þessari á Logi, bæjarstjóri í Neskaupstað, en stéttarbróðir hans á Seyðisfirði hefir þó bætt um hugmynd Loga og stutt hana dyggilega og jafnvel þing S.S.A. á Egilsstöðum í haust mun og hafa lýst ánægju sinni yfir henni. Ég vorkenni Sveini, ef hann ætlar sér að afla sér atkvæða við næstu kosningar, með stuðningi við jarðgangagerð þessa. Ég fæ ekki betur séð, en hún yrði hemill á nauðsynlegar umbætur í vegamálum fjórðungsins, ef farið væri að verja til hennar fé nú. Sem beturfertel ég ekki líkur á að til þess komi, því að ráðamenn vegamála munu telja flest annað nauðsynlegt í vega- málum þjóðarinnar. Þegar ég heyri eða sé menn lýsa stuðningi sínum við þessa fáránlegu vegabót detta mér í hug landfleyg orð sem fyrir mörg- um árum voru höfð eftir þekktum Siglfirðingi, en þau eru þessi: „Hvað varðar mig um þjóðar- hag?“ Hvað varðar ykkur stuðn- ingsmenn þessarar hugmyndar um þjóðarhag, finnst mér á- stæða til að spyrja. Neskaupstað 7. febr. 1983 Eyþór Þórðarson. Til sölu Lada sport ekinn 50.000 km. í góðu lagi. Uppl. í síma 5366 og 5166 Hjartanlegar kveðjur til allra vina minna og kunningja sem glöddu mig með heimsóknum og gjöfum á níræðis- afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Stefán Ólason. Einbýlishús til sölu Til sölu er einbýlishús á Höfn, Hornafirði. Til greina koma skipti á einbýlishúsi eða íbúð á Egilsstöðum. Upplýsingar í síma 8349 Höfn og 1237 Egilsstöð- um. í stuttu máli Mannfjöldi á Austurlandi Nýlega bárust blaðinu tölur um mannfjölda á Austurlandi sem S.S.A. hefur tekið saman. Þar kemur fram að nú gætir stöðnunar í fólksfjölgun á Austurlandi. Þann 1. des. 1982 voru íbúar Austurlandskjördæmis 13.050 og hafði fjölgað um 110 eða 0.85%. í Norður-Múlasýslu fækkaði um 0.5%, í Suður-Múlasýslu fjölgaði um 1.3%, í Austur-Skaftafellssýslu um 2^2%. Á Seyðisfirði fjölgaði um 1.3%, á Neskaupstað fækkaði um 1.2% og á Eskifirði fjölgaði um 1.8%. Það kemur einnig fram í skýrslunni að tilflutningur verður innan þess og fer fólki fækkandi í sveitahreppunum en fjölgar í þéttbýlinu. Vegaáætlun Tillaga til þingsályktunar um vegagerð 1983 - 1986 hefur verið lögð fyrir Alþingi ásamt tillögu um langtímaáætlun í vegagerð. Samkvæmt tillögunni skal á árinu 1983 verja 2,2% af vergri þjóðarframleiðslu til vegagerðar, árið 1984 2,3% og 1985 - 1994 2,4%. Langtímaáætlun skal endurskoða á 4 ára fresti. Áætlun um fjáröflun 1983 er þannig: 1. Bensíngjala .................................. 453 millj. 2. Þungaskattur ................................. 180 millj. 3. Veggjald ..................................... 125 millj. 4. Ríkisframlag.................................. 20.4 millj. 5. Lausfjáröflun .............................. 193.6 millj. 6. Sérstök lausfjáröflun til óvega ............... 51 millj. Útgjöld skiptast þannig í stórum dráttum. 1 Stjórn og undirbúningur framkvæmda ........... 52.2 millj. 2. Viðhald þjóðvega ......................... 382.6 millj. 3. Til nýrra þjóðvega ........................... 384 millj. 4. Til brúargerða ................................ 35 millj. 5. Til fjallvega ............................... 12.2 millj. 6. Til sýsluvega................................. 27.8 millj. 7. Til vega í kaupstöðum og kaupt................ 68.0 milij. 8. Til vélakaupa og áhaldak. og tilrauna ....... 10.2 millj. Alþingi mun nú fjalla um vegaáætlun þann tíma sem eftir er til þingloka og um skiptingu fjármagns á einstök verkefni og skiptingu milli landshluta. kynnir sérstök tilboð 1. - 18. mars Sérstakur afsláttur á teppum, reið- hjólum og öllum handverkfærum í járnvörudeild. Sérstök tilboð á öllum rafmagns- tækjum í búsáhaldadeild. Komið eða hringið og kynnið ykkur afslátt og greiðsluskilmála. Verið velkomin. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Pípulagnir Tek að mér nýlagnir og viðgerðir. Sævar Benediktsson pípulagningarmeistarí Egilsstöðum Sími 1612 Egilsstöðum, 25. febrúar 1983. 8. tölublað Nv heilsugæslustöð á Fáskrúðsfírði Hið nýja hús heilsugæslustöðvarinnar. Sunnudaginn 20. febrúar var formlega opnuð ný heilsugæslu- stöð á Fáskrúðsfirði. Hér er um að ræða H1 stöð, sem þýðireinn heilsugæslulæknir ásamt fjórum starfsmönnum öðrum. Framkvæmdir við stöðina hóf- ust árið 1979. Arkitekt er Jens Einar Þorsteinsson. Verktaki við fyrsta áfanga var Þröstur Júlíus- son. Við innréttingar og frágang unnu verktakarnir Lars og Sæ- var. Stöðin er 360 ferm. að stærð og er þar meðtalin lítil íbúð til afnota fyrir sérfræðinga og aðra þá sem að stöðinni koma og vinna í stuttan tíma. Athöfnin hófst með því að Sig- urður Guðmundsson sveitar- stjóri ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. Þá tók til máls Aðal- heiður Magnúsdóttir og afhenti hún gjöf frá krabbameinsfélag- inu. En á síðastliðnu sumri söfn- uðu félagar krabbameinsfélags- ins innan Fáskrúðsfjarðar- læknishéraðs fé til tækjakaupa sem í dag eru kr. 70.000. Einar Guðmundsson heilsu- gæslulæknir rakti sögu heilsu- gæslumála á Fáskrúðsfirði og lýsti húsakynnum stöðvarinnar. Þá gat hann þess að fleiri líknar- félög á Fáskrúðsfirði hefðu gefið fé til tækjakaupa fyrir stöðina og væru þau ýmist komin eða í pöntun. Að lokum tók til máls séra Þorleifur Kristmundsson sóknar- prestur á Kolfreyjustað og hafði hann stutta helgistund þar sem Einar Guðmundsson heiisu- gæslulæknir Fáskrúðsfirði á- samt starfsfólki og gestum. hann blessaði starf heilsugæslu- stöðvarinnar. Sigurður sveitar- stjóri bauð síðan gestum til kaffidrykkju í grunnskóla staðar- ins og lét þess þar getið að það væri von sín að sem fyrst yrði hægt að fá annann lækni að stöðinni til að þetta gæti orðið H2 heilsugæslustöð. Um kaffiveitingarnar í grunn- skólanum sáu aðilar sem eru að safna fé til byggingar íbúða fyrir aldraða. Með tilkomu þessarar nýju stöðvar er stigið stórt skref í framfaraátt í heilsugæslumál- um Fáskrúðsfjarðarlæknishér- aðs. En þó dugir ekki húsið eitt, vegna þess að þó mikið sé komið af tækjum vantar enn nokkuð á að viðunandi geti talist. Á Fáskruðsfirði eru staðsettir tveir sjúkrabílar sem eru reknir af þrem áhugamannafélögum á staðnum það er að segja tveim deildum úr Slysavarnarfélagi ís- lands og Rauðakrossdeild Fá- skrúðsfjarðar. Fjölmennt var við vígsluna.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.