Austri - 20.06.1985, Page 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 20. júní 1985.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi
Skrifstofa Austra Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73 © 97-1984
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson
Framkvæmdastjóri: Þórhalla Snæþórsdóttir
Blaðamenn: Sveinn Herjólfsson, Magnús Þorsteinsson,
Magnús Einarsson og Benedikt Vilhjálmsson
Auglýsinga- og áskriftarsími: 97-1984
Áskrift kr. 50.- á mánuði. Lausasöluverð kr. 15,-
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum © 97-1449
Er sjálf-
stæðis-
baráttunni
lokið?
í vikunni voru liðin fjörutíu og eitt ár frá stofnun lýðveldisins. Þá rætt-
ust hugsjónir þeirra manna sem sáu og skildu að mikið afl bjó í þjóðinni.
Afl sem aðeins yrði leyst úr læðingi á grundvelli frelsis og trúar á eigin
mátt. Jón Sigurðsson minnti ávallt á, að stjórnarfarslegt frelsi dygði
skammt, þjóðin yrði að skilja og sýna að hún gæti séð sér farborða í efna-
legu og atvinnulegu tilliti. Þeir sem börðust á tímum harðæris og er-
lendrar áþjánar höfðu þá trú, að þjóðinni væri þetta ekki aðeins kleift,
heldur væri það eina leiðin til betra lífs fyrir komandi kynslóðir. Lífs sem
þeir sjálfir vildu njóta en urðu að láta sér nægja að sjá í draumum sínum
og hugsjónum.
Við er nú lifum höfum séð draumana rætast. Okkur ber sú skylda að
varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og skila landinu betra til komandi kyn-
slóða með sama hugarfari og forfeður okkar gerðu. Við höfum efnalegu
skilyrðin til þess, þeir höfðu aðeins trúna og eldmóðinn.
Það steðja margar hættur að smáþjóð. Hver og ein getur skert frelsi
hennar og að lokum kann frelsið sem barist var fyrii um aldir að hverfa
á augabragði. Við fslendingar erum hér engin undantekning og þurfum
því sífellt að halda vöku okkar.
Sjálfstæði er meðal annars falið í efnalegu, atvinnulegu og alþjóðlegu
frelsi, ásamt fullu forræði yfir nýtingu auðlinda og auðlegð lands og
þjóðar. Það er meiri ástæða nú en oft áður til að meta þær hættur, sem
að okkur steðja og yfirvega af raunsæi hvort í þeim felist eitthvað er
skerðir eða getur veikt sjálfstæði okkar.
Við erum efnalega sjálfstæð þjóð, en með miklar erlendar skuldir.
Mikil verðmæti standa vissulega á móti skuldunum, en það er ekki pægi-
legt. Margur einstaklingurinn hefur misst eigur sínar jafnvel þótt hann
hafi átt verðmætar eignir á móti skuldunum. Ef hann hefur sýnt gáleysi
og sá er lánaði misst á honum trú var það nægilegt til að illa fór. Eins er
með þjóðir. Því þurfum við að vanda sérhverja fjárfestingu og draga úr
skuldasöfnun erlendis. Með því að safna frekari eyðsluskuldum munum
við auka ráðstöfunartekjurnar um stund en í reynd hefta framfarasókn
okkar og komandi kynslóða. Lífsgæðakapphlaup er byggir á skulda-
söfnun er því hættulegt sjálfstæðinu.
Menning Islendinga gerði sjálfstæðisbaráttuna mögulega. Á erfiðustu
tímum lagði þjóðin rækt við tungu og bókmenntir. Menningararfinn
höfum við varðveitt enda þótt erlendra áhrifa gæti víða. Nú er menning-
arleg einangrun nánast óþekkt. Nútímatækni færir þjóðirnar nær hvor
annarri. Aðeins það dáðasta og sterkasta getur lifað í því ölduróti. Þótt
menningin sé ávallt í hættu, höfum við sýnt það og sannað að aðrar þjóðir
hafa í mörgu meira til okkar að sækja en við til þeirra.
Atvinnulegt sjálfstæði var höfuðmarkmið frumherjanna. Yfirráð er-
lendra manna í atvinnulífinu leiddi af sér kúgun og umkomuleysi. Með
vaxandi alþjóðlegum viðskiptum og bættum viðskiptaháttum hafa við-
horf vissulega breyst en það verður að sýna varkárni í að treysta á atvinnu-
rekstur erlendra aðila. Allar líkur benda til að alþjóðlegt samstarf í at-
vinnurekstri fari vaxandi á næstu áratugum. Virk yfirráð íslendinga eru
forsenda slíks samstarfs, þ.e. að okkar áhrif og ítök séu ráðandi þannig
að ekki sé unnið gegn hagsmunum landsins.
Það er erfitt fyrir smáþjóð að halda alþjóðlegu sjálfstæði. Stórveldin
vilja ráðskast með mál annarra og hervæðast sífellt í nafni friðar og frelsis.
Með þátttöku í Sameinuðu þjóðunum og í samstarfi við Norðurlanda-
þjóðirnar hefur tekist að auka alþjóðleg áhrif okkar. Við eins og margar
aðrar smáþjóðir höfum gengið í varnarbandalag vegna ástands alþjóða-
mála. Ef stórveldin bæta sambúð sína og draga úr vígbúnaði yrðu slík
bandalög óþörf og áhrif smáþjóðanna myndu aukast. Einir stöndum við
varnarlausir gegn herjum erlendra þjóða og því hljótum við fyrst um sinn
að treysta á samstarf við vestrænar þjóðir í vamarmálum. Ávallt verðum
við að stefna að því að verá engum háðir í þeim efnum.
Eftir langa baráttu höfum við náð yfirráðum yfir auðlindum hafsins.
Sá sigur var ný meginstoð í sjálfstæði okkar. En vandi fylgir vegsemd
hverri. Ekki er nóg að ráða yfir auðlindunum, það verður að gæta þeirra.
Skógunum var eytt og þótt eldiviðurinn hafi bjargað mörgum voru enn
fleiri sem liðu hörmungar vegna þeirrar skammsýni. Með gáleysi má auð-
veldlega eyða fiskimiðunum á altari lífsgæðakapphlaupsins. Meðferð
auðlindanna og nýting þeirra er því mikilvægasti þátturinn í sjálfstæðis-
málum þjóðarinnar.
Sjálfstæðisbaráttunni er því ekki lokið. Baráttan mun ávallt halda
áfram. Framsýni, virðing fyrir því sem við eigum og umhyggja fyrir kom-
andi kynslóðum mun verða ráðandi um það hvernig fer. Við eigum mikla
skuld að gjalda. Sú skuld verður aðein&goldin með því að sérhver íslend-
ingur vinni sífellt að því að styrkja stoðir sjálfstæðisins. Einstaklingarnir
geta gert það með misjöfnu móti og hver á sínu sviði en samvinna fjöldans
ræður þó mestu um niðurstöðuna. HalldórÁsgrímsson.
Frá UMFÍ
Frá golfvellinum á Eskifirði.
Á þessu ári — ári æskunnar—
leggur UMFÍ höfuðáherslu á
sumarbúðastarf fyrir æskufólk
og eru þegar all mörg ung-
mennafélög og sambönd búin að
skipuleggja og auglýsa búðir á
sumri komanda.
I sumar, 26. júní, mun UMFÍ
senda stóran hóp íþróttafólks á
landsmót dönsku ungmennafé-
laganna — DDGU — í Odense,
en á þessu móti eru skráðir alls
um 25000 þátttakendur.
Göngudagur UMFÍ verður 22.
júní 1985.
Þá leggur UMFÍ ríka áherslu
á trjárækt og ræktunarstarf víðs-
vegar um landið og miðar við að
gróðursetja eina trjáplöntu á
hvern félagsmann sem eru um
26200.
Verkefnið „Eflum íslenskt" er
sífellt í brennidepli.
Félagsmálanámskeið UMFÍ
eru í fullum gangi og eru að
megin markmiði til miðuð við að
þjálfa fólk í félagsstörfum og
kynna fólki uppbyggingu félags-
hreyfinga og hefur reynst
mörgum manninum gott vega-
nesti á félagssviðinu.
Eins og allir vita starfar UMFf
með miklum og fjölþættum hætti
í öllum sveitum landsins. Þetta
starf kostar töluvert fé þó ómæld
vinna sé unnin í sjálfboðavinnu.
Allt þetta starf og meira til kallar
á aukið fjármagn og þess vegna
er efnt til landshappdrættis.
Sala miðanna stendur aðeins
yfir í 2 mánuði eða í júní og júlí
mánuði, þvi dregið verður 1.
ágúst 1985.
Miðinn kostar kr. 150,- og fæst
hjá öllum ungmennafélögum og
á skrifstofu UMFl að Mjölnisholti
14, 3. hæð. Vinningar eru alls 50
talsins og sá eigulegasti 100.000
kr. virði og eins og áður er getið
verður dregið 1. ágúst 1985.
Fréttatilkynning.
Auðunn Bragi Sveinsson:
Fáein kveðjuorð
Góðir Breiðdælingar og aðrir
Austfirðingar! Nýlega er lokið
dvöl okkar hjóna á Austfjörðum,
sem varaði í fimm ár. Þennan
tíma stundaði ég kennslu á
tveimur stöðum. Síðustu tvo
vetur hef ég kennt í Staðarborg-
arskóla í Breiðdal. En nú erum
við komin til Reykjavíkur. Margs
er að minnast, þegar litið er til
baka, og það hverfur ekki að
sinni úr huganum. Ekki sé ég eftir
þessum árum, þau hafa verið
gefandi fremur en hitt. Kennsla
er nefnilega alhliða starf. Og ekki
vildi ég nú hafa fremur stundað
verslunarstörf á liðinni starfsævi,
eins og mér var ætlað forðum, en
kennslu og skólastjórn. Faðir
minn vildi nefnilega að ég gengi
í Samvinnuskólann og yrði versl-
unarmaður. Fjarri fer því þó, að
ég lasti verslunarstörf. Þau voru
bara ekki fyrir mig.
Þegar ég kom á Austurland
haustið 1980, hafði ég ekki fyrr
litið þann landshluta. Og það
verð ég að segja, að þar er ein-
stök náttúrufegurð. Margt er þar
að sjá í landslagi, sem ekki ber
fyrir augu annars staðar á land-
inu. Fjöllin þar eru sér á parti.
Dyrfjöllin eru fræg. í Breiðdal eru
einnig mörg sérkennileg fjöll. Og
sérkennilegt er þar, og raunar
víðar austanlands, hvernig berg-
lögum fjallanna hallar inn til
landsins. Fyrr á tíð átti ég erfitt
með að læra röð fjarða á Aust-
fjörðum en nú er ég, held ég, orð-
inn viss á henni. Ekkert jafnast á
við kynni af landinu. Þannig
lærum við best landafræði.
Þetta var um landið. En fólkið
er vitanlega sá þátturinn, sem
raunar allt snýst um. Á því veltur
allt. Mörgum höfum við kynnst á
þessum árum. Flest eru þau
kynni ánægjuleg. Og hafi ein-
hver ekki uppfyllt glæstustu
vonir, er best að gleyma þeim.
Þau eru ekki þess virði að dragn-
Auðunn Bragi Sveinsson.
ast með þau. Ég nefni engin nöfn
í þessu sambandi. Sakna ég svo
einskis, þegar horfið er frá Aust-
fjörðum til stórborgarinnar við
Faxaflóa? Jú, mikil ósköp. Ég
sakna ákaflega margs, barn-
anna ekki síst. Ég þakka þeim
kærlega fyrir samvinnuna þessi
ár. Ég man þau öll.
Að lokum þetta: Þökk fyrir öll
kynnin á liðnum árum, kæru
Austfirðingar. Vonandi eigum við
eftir að hitta sum ykkar síðar.
Lifið heil.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Pistillinn
Benedikt
Vilhjálmsson
Undanfarna daga hefur
aðalmál fjölmiðla verið bjórfrum-
varp svokallað. Tæpast hefur
verið útvarpað svo frétt að ekki
hafi verið minnst á það. Önnur al-
varlegri mál hafa horfið (
skuggann.
Útvarpslagafrumvarpið fylgir
þarna fast á eftir og nú er svo
komið að það er svo til runnið í
gegnum þingið þótt afkvæmið
virðist talsvert vanskapað.
Það sem vekur mesta furðu í
allri umræðunni um bjórinn er
hversu erfitt þetta mál ætlar að
reynast og að þingmenn skuli
orðnir það slappir að þeir treysta
sér ekki til að taka ákvörðun í
þessu smámáli. Þingmaður, sem
ekki getur gert upp hug sinn í
þessu máli, er ekki fær um að
gera upp hug sinn í stærri og
veigameiri málum. Slíkur þing-
maður á ekki að sitja á Alþingi ís-
lendinga, hann hefur ekki þá
reisn og þá dómgreind sem til
þarf og Alþingi setur ofan við að
slíkir menn skuli sitja þar. Með
þessum orðum er ekki verið að
taka afstöðu með eða móti bjór
heldur lýsa þau hneykslun á
vinnubrögðum sem viðgangast
á hinu háa Alþingi og vanþóknun
á þeim þingmönnum sem af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæðum
virðast ekki vera í stakk búnir til
að axla þá ábyrgð sem fylgir því
að taka ákvarðanir. Slíka menn
er ekki hægt að nota úti í atvinnu-
lífinu og þá varla á Alþingi þar
sem menn hljóta að verða að
hafa þor og getu til að taka
skynsamlegar ákvarðanir og
standa síðan eða falla eins og
menn með þeim ákvörðunum
sem þeirtaka. Hafa þessirmenn
gert sér grein fyrir því hvað þjóð-
aratkvæðagreiðsla um þetta
smámál kostar þjóðarbúið?
Benedikt Vilhjálmsson.