Austri


Austri - 26.06.1986, Page 1

Austri - 26.06.1986, Page 1
31. árgangur. Egilsstöðum, 26 júní 1986. 24. tölublað. Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi: Ráðstefna um landbúnaðarmál á Hallormsstað um næstu helgi Kjördæmissamband Fram- sóknarmanna á Austurlandi efnir til ráðstefnu um landbúnað og byggðamál á Hallormsstað um næstu helgi og hefst ráðstefnan kl. 10.00 í barnaskólanum. Rædd verða byggðamál almennt, auk landbúnaðarmála og þau nýju viðhorf sem skapast hafa í þess- ari atvinnugrein. Þá verða sölu- mál landbúnaðarafurða rædd sérstaklega. Þeir Magnús Frið- geirsson, framkvæmdastjóri bú- vörudeildar Sambandsins og Guðmundur Stefánsson, hag- fræðingur Stéttarsambands bænda, munu ræða þessi mál. Auk þeirra munu heimamenn hafa framsögu um einstakar bú- greinar og viðhorf í þeim, auk byggðamálanna. Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa á því að hafa skoðanaskipti um þessa mikil- vægu og samtengdu málaflokka. Tilgangurinn með þessari ráð- stefnu er að glöggva sig á þess- um málaflokkum og hafa skoð- anaskipti um þá, ekki síst vegna þess að bæði landbúnaðarmál og byggðamál, eru mjög í sviðsljós- inu nú um þessar mundir. Lands- fundi Samtaka um jafnrétti milli landshluta er nýlokið og einnig Stéttarsambandsfundi bænda en niðurstöður þessara funda munu áreiðanlega koma til umræðu á Hallormsstað. Auk framsögumanna munu þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austur- landi verða á ráðstefnunni og taka þátt í störfum hennar. Bændur og allir þeir sem áhuga hafa á byggða- og landbúnaðar- málum eru hvattir til að koma í Hallormsstað og taka þátt í störf- um ráðstefnunnar sem lýkur á laugardagskvöldið. j.k. U.Í.A. Sumarhátíð 11. -13. júlí Skólahljómsveit Neskaupstaðar ásamt stjórnanda sínum, Jóni Lundberg. Lengst til vinstri er Sigurjón Bjarnason sem var kynnir á sumarhátíðinni 1985. Sumarhátíð U.I.A. verður haldin á Eiðum dagana 11.-13. júlí. Að sögn Magnúsar Stefáns- sonar, starfsmanns U.Í.A. verður hátíðin að mestu með hefðbundnu sniði — helsta breytingin er stór- aukin þátttaka knattspyrnumanna. Lið frá Vogi í Færeyjum leikur við Einherja og unglingalandsliðið (16-17 ára) leikur við úrval knatt- Ökuleikni ’86 Mánudaginn 23. júní gekkst Bindindisfélag ökumanna og DV fyrir ökuleiknikeppni á Egils- stöðum. Yfir 20 tóku þátt í keppn- inni, sem er skipt í karla- og kvennariðil. Ökuleikni er fólgin í því að leysa ákveðnar þrautir á braut á sem stystum tíma og gera sem fæstar villur í brautinni. Sigurvegari í hvorum riðli öðlast rétt til þátttöku í fslandsmeistara- keppni, sem jafnframt er úrslita- keppni. í karlariðli bar Ómar Bjarnason sigur úr býtum, með 125 refsistig en í kvennariðli varð Guðbjörg Sigmundsdóttir hlut- skörpust með 219 refsistig. Rík- harður Jónasson, maki Guðbjarg- ar, varð að láta sér nægja annað sætið í sínum riðli. BV. spyrnumanna á sama aldri úr U.Í.A. Meistaramót U.Í.A. í frjálsum íþróttum fer fram á sumarhátíð að venju og sundkeppni verður í Eiða- laug. í fyrra var keppt í borðtennis í fyrsta sinn og verður einnig keppt í þeirri grein nú. Þá gefst mönnum tækifæri til að þreyta kappgöngu. Magnús sagði ennfremur að fram færi keppni í einhverjum greinum starfsíþrótta sem er ný- mæli. Væri það m.a. gert til þess að vekja áhuga á keppni í þessum greinum á landsmótum U.M.F.f. Þá mun siglingaklúbburinn Sörvi hafa sýningu og keppni á Eiðavatni. Ýmsir kunnir skemmtikraftar munu troða upp, svo sem Ragnar Bjarnason, Bessi Bjarnason, Bjössi bolla og ef til vill einhverjir fleiri m.a. er unnið að því að fá tónlistar- mann á samkomuna. Á laugardags- kvöldið verður tjalddansleikur. Ýmislegt fleira verður um að vera þótt ekki verði tíundað að sinni. SH Vinningshafar Ökuleikni '86 Egilsstöðum. Frá vinstrí: Ómar Bjarnason 1. sæti karía- riðli, Guðbjörg Sigmundsdóttir 1. sæti kvennariðli, Ríkharður Jónasson 2. sæti, Þór- halla Sigbjörnsdóttir 3. sæti og Björn Björnsson í 3. sæti, en hann á fyrír bæði silfur og gull í ökuleikni. Jóhanna Birna Sigbjörnsdóttir var í 2. sæti í kvennaflokki, en var farin af vettvangi. Samvinnuhreyfingin er máttur hinna mörgu. Vertu með! Kaupfélag Héraðsbúa Votabergið strandar áHéraðssandi Votabergið á strandstað. (Mynd: Jón Ingi Sigurbjörnsson). Það varð ýmislegt til þess að setja strik í reikninginn með þjóð- hátíðarhöld á Egilsstöðum 17. júní fleira en veðrið. Björgunar- sveitin Gró hafði ætlað að sjá um dagskrá utan dyra, en kl. 7 um morguninn var hún kölluð út þar sem Votabergið SU 14 hafði þá strandað á Héraðssandi. Björgunarsveitin brást skjóttvið og voru gerðar ráðstafanir til að undirbúa björgun og m.a. haft samband á Seyðisfjörð til að fá þaðan björgunarbát. Fyrstu menn frá björgunarsveitinni voru komnir að strandstað um kl. 10 og var báturinn þá 10-15 m frá landi. Áhöfn bátsins taldi sig ekki vera í neinni hættu um borð og vildi ekki fara í land. Þegar björgunarbáturinn frá Seyðisfirði kom á staðinn var hafist handa um að koma taug á milli Votabergsins og Snæfugls sem kominn var að strandstað. Það tókst ekki að ná skipinu út á síð- degisflóðinu, en eftir slitnar taugar og ýmislegt bras tókst að ná skipinu á flot morguninn eftir og kl. 10.03 var Votabergið komið á flot og sigldi burtu fyrir eigin vélarafli. Ekki var útséð um hvort skipið hefði skemmst, en þarna er sandfjara svo ekki mun hafa korhið gat á skrokkinn, en talið að stýrisbúnaður hafi eitthvað skemmst og komist sandur í kælikerfi vélarinnar.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.