Austri


Austri - 26.06.1986, Qupperneq 7

Austri - 26.06.1986, Qupperneq 7
Egilsstöðum, 26. júní 1986. AUSTRI 7 Fáein þakkarorð Frá og með mánaðamótum júní-júlí læt ég af störfum blaða- manns við Austra. Þetta verður því siðasta blaðið, sem ég vinn að, þótt einhverjar eftirhreytur verði í því næsta. í starfi mínu við blaðið hef ég leitað til fjölda fólks vítt og breitt um fjórðunginn. Undantekningar- laust hefur kvabbi mínu verið vel tekið. Þá hef ég stundum hringt í sama fólkið hvað eftir annað — jafnvel vikulega — og beðið það að hjálpa mér við fréttaöflun. Ég vil þakka öllu þessu fólki fyrir þess mikilvæga framlag. Með öllu er útilokað að halda úti blaði á borð við Austra nema með launuðu starfsfólki. Samt er það svo að enn um sinn verður starfs- fólkið að leita aðstoðar í hinum ýmsu byggðarlögum. Sú aðstoð er forsenda þess að blaðið geti sinnt því meginhlutverki sínu að miðla fréttum milli staða á Austurlandi. Blaðaútgáfa í fjórðungnum hlýtur að teljast öflug miðað við allar að- stæður. Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og vil hvetja Austfirð- inga til að standa vörð um hana. Þarna er um verk heimamanna að ræða og okkur ætti að vera það metn- aðarmál að styrkja það og efla, ekki síst nú á tímum mikilla um- ræðna um jafnrétti milli landshluta. Starfsfólki í prentsmiðju og sam- starfsfólki á blaðinu þakka ég gott samstarf og óska því og blaðinu allra heilla. SH Lítill þakklætisvottur Ég undirritaður vil hér með koma á framfæri þökkum til allra þeirra er unnu af elju og dugnaði fyrir H-listann í sveitarstjórnar- kosningunum 14. þ.m. Ekki síður færi ég öllu því fólki, er hafði kjark að kjósa listann, þakkir stórar og vænti, að það bíði ekki tjón af. Lifið heil. Guðjón Sveinsson, Mánabergi, Breiðdalsvík. B&stu þakkir tií þeirra. sem gíöddu mig á einn eða annan fiátt á 70 ára afmœíi mínu 19. júní s. í. Ingóífwr Ármannsson, Krossgerði. Föstudagur 27. júní 19.15 Adöfinni. 19.25 Krakkarnir I hverfinu. 4. Þáttur. Martin heyrir tónlist. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Listapopp 16. júnf 1986. Svipmyndir frá fyrri popptónleikum Lista- hátiðar f Laugardalshöll. 22.15 Sá gamli. — 12. Þáttur. 22.10 Seinnl fréttlr. 22.15 Ósýnilega konan. Bandarísk kvikmynd frá 1944. s/h. 23.40 Dagskrárlok. Laugardagur 28. júnf 16.00 Iþróttlr. 17.25 Búrabyggð. —22. Þáttur. 17.50 HM f knattspyrnu. Bein útsending frá Mexíkó. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kvöldstund með llstamanni. Jónas R. Jónss. ræðir við Björgvin Halidórss. tónlistarmann, sem flytur nokkur laga sinna. 21.10 Fyrlrmyndarfaðir. — Sjötti þáttur. 21.35 Ljón á veginum. Bandarlsk blómynd frá 1972. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 29. júnf 17.15 Sunnudagshugvekja. 17.25 Andrés, Mlkkl og félagar. Nfundi þáttur. 17.50 HM I knattspyrnu. Bein útsending frá Mexíkó. 19.50 Fréttaágrlp á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 S|ónvarp næstu viku. 20.50 Aftur til Edens. — Þriðji þáttur. 21.40 Annalfsa Rothenberger og ungu sðngvaramlr. Tónleikar I Ludwigshafen þann 16. febrúarsl. 23.20 Dagskrárlok. SMÁAUGLÝSIHGAR Hjólhýsagisting á tjaldstæði Akureyrar. i hjólhýsunum er allur búnaður nema svefnpokar. Upplýsingar í síma 96-26990. SJÁUMST I TÆKA TÍÐ N0TUM UÚS Geymið auglýsinguna Málarar, kaupmenn, verktakarl Málningarvörur frá málningarverksmiðju Slippfélagsins — Mikið úrval — Einnig fyrirliggjandi margar gerðir af hellum í 5 litum. Rör og margt fleira frá Ós hf. |ffi4 AUSTMAT hf. © 4300 Utgeroarmenn f iskverkendur V/ Höfum ávallt fyrirliggjandi rekstrarvörur fýrir fiskvinnslustöðvar og veiðarfæri íyrW fiskiskipaflotann. / Erum umboðsmenn fyrir sjálfvirkar bindivélar, fiskþvotta- vélar.slægingarvélar og flokkunarvélar. Erum innflytjendur á síldar- og fiskisalti, skreiðar- og salt- fisksstriga, efni í skreiðarhjalla 'm. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BP8I||| Sjávarafuróadeild cnmhi^ Umbúðir & Veióarfæri •UlIIMMIIU c/uiD*Kincui'icin.Dcvv i/mii/ OF ICELAND SAMBANDSHUSIÐ-REYKJAVIK SÍMAR 28200-81050-84667-TELEX 2023 EGILSSTAÐAKIRKJA Sunnudagurinn 29. júní Messa kl. 11:00 Sigríður Guðmarsdóttir, guðfræðinemi, predikar. Sr. Magnús Björnsson, þjónar fyrir altari. Bláskógar Egilsstöðum Húseignin að Bláskógum 10, Egilsstöðum, er til sölu. Húsið er 120m2 að grunnfleti á tveim hæðum. Lóðin er stór og frá- gengin. Nánari upplýsingar í síma 1442.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.