Austri - 09.06.1988, Qupperneq 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 9. júní 1988.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi
Skrifstofa Austra Lyngási 1,700 Egilsstaðir, pósthólf 73 3 97-11984
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson
Útgáfu- og auglýsingastjóri: Geirlaug Sveinsdóttir
Blaðamenn: Sigrún Björgvinsdóttir og Skúli Oddsson
Auglýsinga- og áskriftasími: 97-11984
Áskrift kr. 212,- á mánuði. Lausasöluverð kr. 55.00
prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-11449
Austri kemur út á fimmtudögum.
Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorgnum.
Ekki útúr-
snúninga
- heldur
aðgerðir
Undanfarin ár hafa bændur landsins orðið að mæta
miklum erfiðleikum í sinni grein vegna markaðserfið-
leika sem hafa leitt til takmörkunar landbúnaðarfram-
leiðslu.
Við þessu var brugðist með kvótakerfi, og harðri fram-
leiðslustýringu, en jafnframt gerður um það samningur
að tryggja fullt verð fyrir ákveðið framleiðslumagn. Retta
magn á að vera rúmlega innanlandssala í mjólk og dilka-
kjöti.
Bændur hafa brugðist við þessum sársaukafullu breyt-
ingum af mikilli ábyrgð, og fjölmargir urðu við því kalli
að breyta um búgrein og ráðast í nýja framleiðslu, eink-
um loðdýrarækt sem þótti álitleg, en er háð verði á er-
lendum uppboðsmörkuðum.
Við þessa erfiðleika bætist illvíg fjárpest sem er riðan
og sömuleiðis hafa menn sýnt þá ábyrgðartilfinningu að
leita nú lags um útrýmingu hennar.
Nú standa mál þannig að mjög illa horfir í refarækt og
er leitað leiða til úrbóta. Það er skylda stjórnvalda að leita
allra leiða til þess að þessi unga búgrein geti haldið áfram,
þannig að þeir sem hafa náð tökum á þessari atvinnugrein
þurfi ekki að leggja upp laupana. Það er sýnt að aukna
áherslu þarf að leggja á minkaræktina um sinn, en eigi að
síður þarf að viðhalda refaræktinni, þeirri verkþekkingu
og þeim stofni sem kominn er upp.
Það er mjög í tísku að telja eftir peninga til landbúnað-
armála og satt að segja hefur verið hafður uppi óskaplega
villandi málflutningur í þessu efni. Menn hafa vísvitandi
blandað saman landbúnaðarmálum og neytendamálum
til þess að fá óhagstæða útkomu fyrir landbúnaðinn.
Þannig hafa menn í umræðunni blákalt talið niðurgreiðsl-
ur á vöruverði hrein framlög til landbúnaðar, þótt auðvit-
að séu þær neytendamál einnig og heyri stjórnskipulega
undir viðskiptaráðuneytið, eðli málsins samkvæmt.
í nýbirtri skýrslu um búvörusamninga koma fram þær
athyglisverðu upplýsingar að öll framlög eða greiðslur
ríkissjóðs sem snerta landbúnað eða landbúnaðarvörur á
einhvern hátt eru um það bil 5 milljarðar króna. Á móti
greiðir atvinnugreinin í ríkissjóð um 4 milljarða króna.
Það má því færa full rök að því að landbúnaður er enginn
ómagi á ríkissjóði.
Þvert á móti er landbúnaðurinn mikilvæg undirstaða í
þjóðfélaginu, og skapar þúsundum manna atvinnu í iðn-
aði og þjónustu. Hann er undirstaða þéttbýlis ogbyggðar
víðs vegar. Engum af stjórnendum nokkurra siðmennt-
aðra þjóða dettur það í hug í alvöru að rústa sinn land-
búnað. Má þar benda á hve mikla áherslu þjóðir Evrópu-
bandalagsins leggja á það að varðveita sinn landbúnað,
þrátt fyrir mikla offramleiðslu og hafa svipað form fjöl-
skyldubúskapar eins og er hér á landi.
Þess verður að krefjast að það verði vafningalaust gengið
í það verk að hyggja að framkvæmd búvörusamningsins
og reyna með skynsamlegum hætti að aðstoða loðdýra-
ræktina í þeim erfiðleikum sem hún á í nú. Það er ekki við
hæfi að stjórnmálamenn sem vilja láta taka á sér mark,
bregðist við skynsamlegum tillögum landbúnaðarráð-
herra um þessi mál með villandi ummælum og hálfkær-
ingi. Taki þeir þessa sneið til sín sem eiga. JK
ÍÞRÓTTIR
og félagsstarf
Umsjón: Skúli Oddsson
Vormót UÍA
í sundi
Laugardaginn 28. maí var haldið
á Reyðarfirði vormót U.Í.A. í
sundi. Þátttakendur voru um
fimmtíu og komu frá Val, Austra,
Þrótti og Huginn. Úrslit urðu sem
hér segir:
Bringusund 10 ára og yngri:
1. Ellen Rós Baldvinsdóttir, Val 54.4
2. Sigríður Guðjónsdóttir, Þrótti 59.17
3. Agla Hauksdóttir, Austra 1.00.26
Hnokkar:
1. Heimir Óskarsson, Huginn 50.66
2. Davíð Ólafsson, Huginn 56.90
3. Helgi Sveinsson, Huginn 59.50
Bringusund 11-12 ára stúlkur:
1. Unnur Á. Atladóttir, Þrótti 44.90
2. Stella M. Aðalsteinsdóttir, Val 46.90
3. Guðlaug Ragnarsdóttir, Þrótti 47.14
Bringusund 11-12 ára drengir:
1. Ásmundur Steindórsson, Þrótti 51.24
2. Smári Skúlason, Austra 54.06
3. Ásmundur Svavarsson, Val 55.78
Bringusund 13-14 ára stúlkur:
1. Anna Jónsdóttir, Þrótti 42.41
2. Sigrún Haraldsóttir, Þrótti 43.09
3. Sesselja Jónsdóttir, Þrótti 43.26
Bringusund 13-14 ára drengir:
1. Emil Gunnarsson, Þrótti 40.06
2. Gunnar Gunnarsson, Huginn 41.00
3. Daníel Borgþórsson, Val 42.35
Knattspyrna
Keppni í 4. deild hófst um síð-
ustu helgi. Þá var leikin heil
umferð. Úrslit urðu þessi:
Leiknir - Höttur 0-0
KSH - Valur 3 - 2.
Leikurinn fór fram á Stöðvar-
firði og var staðan í hálfleik 3-0
fyrir KSH.
Mörk KSH gerðu: Ríkharður
Garðarsson, Valgeir Steinarsson
og Jóhann Steindórsson. Mörk
Vals gerði Valur Ingimundarson
þjálfari þeirra, sem er betur þekkt-
ur sem körfuknattleiksmaður með
Njarðvíkingum.
Neisti - Austri 1-0.
Leikurinn fór fram á Djúpavogi
og skoraði Emil Skúlason markið í
upphafi fyrri hálfleiks.
Leikmenn þurftu að bíða eftir
dómara í 2. klst. þar sem boðun
dómara hafði eitthvað misfarist hjá
KSÍ.
Bringusund 15-17 ára stúlkur:
1. Sandra Jóhannsdóttir, Þrótti 44.37
2. Svana Bjarnadóttir, Austra 46.91
Bringusund 15-17 ára piltar:
1. Guðjón Gunnarsson, Þrótti 37.10
2. Helgi Georgsson, Austra 43.04
3. Kristinn Snorrason, Austra 44.06
Baksund 11-12 ára stúlkur:
1. Stella M. Aðalsteinsdóttir, Val 44.44
2. Guðrún Jóhannsdóttir, Val 46.88
3. Iris Sigurbjörnsdóttir, Val 47.09
Baksund 11-12 ára drengir:
1. Ásmundur Steindórsson, Þrótti 52.67
Baksund 13-14 ára stúlkur:
1. Anna Jónsdóttir, Þrótti 40.80
2. Sigrún Ferdinandsdóttir, Val 42.73
3. Sveinborg Hauksdóttir, Val 43.90
Baksund 13-14 ára drengir:
1. Jóhann Sveinson, Þrótti 41.60
2. Daníel Borgþórsson, Val 42.51
3. Gunnar Gunnarsson, Huginn 43.14
Baksund 15-17 ára stúlkur:
1. Guðrún Ragnarsdóttir, Þrótti 41.37
Baksund 15-17 ára piltar:
1. Guðjón Gunnarsson, Þrótti 39.66
2. Helgi Georgsson, Austra 54.92
Skriðsund 10 ára og yngri:
Hnátur:
1. Ellen Rós Baldvinsdóttir, Val 54.49
2. SigríðurM. Guðjónsdóttir, Þrótti 1.00.69
Hnokkar:
1. Heimir Óskarsson, Huginn 45.99
2. Einar Ólafsson, Huginn 1.13.28
Skriðsund 11-12 ára stúlkur:
1. Stella M. Aðalsteinsdóttir, Val 33.93
2. Guðrún Jóhannsdóttir, Val 37.29
3. íris Sigurbjörnsdóttir, Val 38.38
Bikarleikir
Valur-Höttur 2-1.
Leikurinn fór fram á Reyðarfirði
og skoraði Valur Ingimundarson
bæði mörk Vals.
Árni Jónsson skoraði mark
Hattar.
Sindri - Austri.
Leikurinn átti að fara fram á
Höfn en Austri mætti ekki til leiks
og var Sindra dæmdur sigurinn.
Þróttur - KSH 2-1.
Leikurinn fór fram á Neskaup-
stað, staðan í hálfleik var 1 - 0.
3. deild
Þróttur - Reynir Ársk.str. 3 - 0.
Staðan í hálfleik 1 - 0. Mörk
Þróttar skoraði Guðbjartur Magna-
son.
Huginn - Hvöt 0-0.
SO
Skr ösund 11-12 ára drengir:
1. Júlíus Brynjarsson, Huginn 44.48
2. Ásmundur Steindórsson, Þrótti 45.52
3. Svavar Guðmundsson, Austra 47.67
Skriðsund 13-14 ára stúlkur:
1. Sesselja Jónsdóttir, Þrótti 34.19
2. Sigrún Ferdinandsdóttir, Val 34.45
3. Anna Jónsdóttir, Þrótti 34.70
Skriðsund 13-14 ára drengir:
1. Halldór Sveinsson, Þrótti 33.33
2. Jóhann Sveinsson, Þrótti 33.39
3. Daníel Borgþórsson, Val 34.21
Skriðsund 15-17 ára stúlkur:
1. Sandra Jóhannsdóttir, Þrótti 34.66
2. Guðrún Ragnarsdóttir, Þrótti 35.52
3. Svana Bjarnadóttir, Austra 37.68
Skriðsund 15-17 ára piltar:
Guðj ón Gunnarsson, Þrótti 31.29
2. Kristinn Gunnarsson, Austra 35.00
3. Helgi Georgsson, Austra 36.66
Flugsund 13-14 ára stúlkur:
1. Sesselja Jónsdóttir, Þrótti 40.20
2. Anna Jónsdóttir, Þrótti 40.30
3. Sigrún Ferdinandsdóttir, Val 41.30
Flugsund 13-14 ára drengir:
1. Halldór Sveinsson, Þrótti 38.21
2. Daníel Borgþórsson, Val 43.13
3. Emil Gunnarsson, Þrótti 43.56
Flugsund 15-17 ára stúlkur:
1. Sandra Jóhannsdóttir, Þrótti 43.84
2. Guðrún Ragnarsdóttir, Þrótti 44.40
3. Dísa M. Ásgeirsdóttir, Val 45.30
Flugsund 15-17 ára piltar:
1. Guðjón Gunnarsson, Þrótti 39.93
2. Kristinn Snorrason, Austra 50.47
3. Helgi Georgsson, Austra 58.30
Flugsund 11-12 ára stúlkur:
1. Stella M. Aðalsteinsdóttir, Val 41.43
2. Guðrún Jóhannsdóttir, Val 43.63
3. íris Sigurbjörnsdóttir, Val 49.61
Sundráð Ungmennafélagins Vals.
Fellabridge
Fellabridge hefur breytt spildegi
sínum og hyggst hafa opið hús í
sumar á þriðjudögum í Fellaskóla.
Keppni hefst ávallt kl. 20:00.
Þriðjudaginn 31. maí var 10 para
tvímenningskeppni. Ofarmiðlungi
(110) urðu:
Heiðrún - Einar 140 stig.
Kristján - Björn 136 stig.
Gunnar - Jóhannes 126 stig.
Jónas - Guðmundur 121 stig.
ÞS
Polgarsystur sigruðu allar
Fyrsta umferð Opna Austurlandsmótsins í skák var tefld sl.
mánudag 6. júní. Keppendur eru alls 34 í tveimur flokkum.
I a flokki eru keppendur 10 og urðu úrslit í fyrstu umferð þessi:
Svart
Hvítt
BjörgvinJónssonlé
Sævar Bjarnason 0
HannesHl. Stef. 'k
ZsuzsaPolgar 1
Karl Þorsteins 1
JanesPlaskett'Á
JuditPolgarl
Mark Orr 'fi
Helgi Ólafsson 0
ÞrösturÞórhallss.O
Tónlistarkrossgátan nr: 107
Útsending 12. júní 1988.
1 2 3 4
15
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2,
Efstaleiti 1,108 Reykjavík. Merkt Tónlistarkrossgátan.
í b flokki eru keppendur 24 víðsvegar að þar af 10
Austfirðingar.
Þar urðu úrslit í fyrstu umferð þessi:
Borð Hvítur Svartur Úrslit
1. Zsofi Polgar - Sigurður Ragnarsson 1-0
2. Klara Polgar -ViðarJónsson 0-1
3. Uros Ivanovich - Kristján Eðvarðsson 1-0
4. EinarK. Einarsson -JakobThomsen 0-1
5. GunnarFinnsson - Jón Þór Jóhannsson 1-0
6. Þórarinn Sveinsson - Ragnar Fj. Sævarsson 0-1
7. Þór Örn Jónsson -SverrirHjaltason 1-0
8. Þorvarður Ólafsson -Sverrir Unnarsson 0-1
9. Magnús Valgeirsson -LazsloPolgar ‘Á-'Á
10. Gunnlaugur Gunnl.son i -Guðm. Ingvi Jóh.son 0-1
11. Bragi Bergsteinsson -HörðurSt. Þorbergss. 'A-'A
12. Brynjólfur Sigurj .son -Arnarlngólfsson 1-0
Eins og áður hefur komið fram stendur mótið til 15.
júní og er teflt öll kvöld kl. 19:00 í Hótel Valaskjálf
nema föstudaginn 10. júní þá eiga skákmennirnir frí.
Þátttakendur á þessu móti eru nokkuð færri en í fyrra,
en mótið nú er mun sterkara.
Nánar verður sagt frá mótinu í næstu blöðum.
SO