Þjóðhátíðarblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðhátíðarblaðið - 01.08.1933, Qupperneq 1

Þjóðhátíðarblaðið - 01.08.1933, Qupperneq 1
þjóðhátíðarblaðið. Vestinannaeyjuin, í ág'úst 193S 1U LESENDA. Þetta nýja blað, sem hér kemur fyrir al- menningssjónir, er gefið út í tilefni af Þjóð- hátíð Vestmannaeyja 1933. — Blaðið er því aðeins „dægurfluga", eins og raunar mörg blöð, sem hér hafa verið gefin út og kemur aðeins út þetta eina skifti. Þjóðhátíðin er slíkur merk- isviðburður hér í Eyjum, að það þykir hlíða að um hana sé rætt og ritað. — Þjóðhátíðarblað- ið ræðir því aðallega um Þjóðhátíðina ogýmis- legt það, er að henni lýtur. — Vonum vér, að fólki getist vel að þessari nýbreytni og kaupi Þjóðhátíðarblaðið og lesi. — Blaðið býður svo öllum lesendum sínum : GleÖilega hátíð. Útgef. Þjdðhátíðin 1933. Svo sem kunnugt er, hafa iþróttafél. „Þór“ og knattspyrnufól „Týr“ gengist fyrir Þjóðhá- tíðinni núna nokkur síðustu árin. Gangast fél- ögin fyrir hátíðinni sitt árið hvort. — Að þessu sinni er það „Týr“ sem sér um hana. — Þar sem þessi félög gangast fyrir hátíðinni, er ekki nema eðlilegt, að íþróttirnar setji mikinn svip á hana. Enda hefir það verið svo, að Þjóð- hátíðin hefir verið innanbæjar-íþróttamót, jafn- framt öðrum skemmtunum, sem þar hafa farið fram. I sambandi við hátíðina hefur farið fram knattspyrnukappleikur II. flokks, handbolta- keppni kvenna, sundkeppni um í. S. í.-bikar- inn, kappróður, svo og keppni í almennum ein- mennings-iþróttum. Að öðru leyti eru á dag- skrá hátíðarinnar ýmsar aðrar skemmtanir, svo sem: ræðuhöld, söngur, danz, bjargsig, brenna, flugeldar 0. m. fl. — Þjóðhátíðin 1931 var merkis viðburður í íþróttasögu Vestmannaeyja. I sambandi við hana var haldið Meistaramót í. S. í., fyrsta sinni utan Reykjavikur. Eins og menn muna gat K. V. sér þar hinnar mestu frægðar og frama. — Það, sem þá varð til þess að draga úr ánægjunni var þó það, að öll hlaupin urðu að fara fram í Reykjavík síðar, þar sem hér vantaði löglega skeiðbraut. Urðu því íþrótta- menn vorir að sækja sigra sína til Reykjavikur. A Meistaramótinu 1931 fengu iþróttamenn vorir fyrst tækifæri til að sýna, hvað í þeim bjó. Enda varð það til þess, að menn luku upp augunum fyrir þvi, hversu íllt það var og örö- ugt fyrir íþróttamenn bæjarins, að þurfa að fara til Reykjavíkur í hvert sinn er þeir vildu reyna sig við menn eða met. Jafnframt sáu menn, hversu skammarlegt það var og illt til afspurn- ar, að bær, sem átti slíkum kröftum á að skipa sem „hinum 7 fræknu" frá 1931, skyldi ekki eiga löglega hlaupabraut handa hlaupagörpum sínum. — Allt þetta varð svo til þess, að byrj- að var á byggingu hlaupabrautarinnar í Herj- ólfsdal 1931, fyrir áeggjan nokkurra áhuga- samra manna. Var að vísu oft dauft yfir fram- kvæmdum, en nú er þó svo komið að brautin er tilbúin og verður vígð á Þjóðhátíðinni 1933. Meistaramót í. S. í. fer fram í sambandi við þessa þjóðhátið, og er bún því enn merk- ari viðburður en þjóðhátíðin 1931, þar sem mótið verður allt haldið hér í Vestm.eyjum. Öll hlaupin fara nú fram á brautinni. Hlaupabrautin í Herjólfsdal er ávöxtur af óeigingjörnu starfi nokkurra góðra manna. Mætti hún verða þeim verðugur minnisvarði, er stundir líða fram. Nú er hlaupabrautin komin upp, næsta sporið verður sundlaugarbyggingin. Mun knatt- spyrnufél. „Týr“ gangast fyrir sölu á sund- laugarmerkjum núna á Þjóðhátíðinni og verð- ur ágóðinn lagður til sundlaugarbyggingarinnar- LANOóÍjOKAc’AU- <A;i 1.33010

x

Þjóðhátíðarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.