Þjóðhátíðarblaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 4

Þjóðhátíðarblaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 4
Þjoðhátíðarblaðið Allsherjarmót L S. 1.1932. IIII!IIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIII1I1III1!I!II1I1IIIII1!II!III11I1III1I11IIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIII Héc birtist niynd af íþrótta- göipum þeim, er K. V. sendi á Alls'nerjarmót I. S. I. 1932. Úrslit öll frá því móti eru nákvæmlega birt í Þjálfa 3. tbl. 1932. Frá v. til h. Karl Sigurhans- son, Óskar Valdason, Karl Jóns- son; Hafsteinn Snorrason, Ásm. Steinsson, Karl Vilmundarson, Grísli Finnsson, Aðalsteinn Gunn- laugsson, Sigurjón Valdason, Júl. S. Snorrason og Jón Olafsson. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll in, ef ekkert annað fylgir, ef íþróttamaðurinn legg- ur ekki iíka stund á að efla drengskap og dyggð, manndöm og menningu, félagslyndi og prúðmann- lega framkomu, eigi aðeins hér á leikvellinum í dag — heldur og á leikvelli iífsins. Hiun sanni iþröttamaður leggur því stund á líkamsíþróttir, i.il þess að auka og efla þessar dyggðir, til þess að auka anda sinn, og styrkja viljann til góðra og göfugra verka. Og þess vegna vill hirrn sanni íþróttamaður heldur falla með sæmdj í kapprauninni, en að sigra á nokkurn hátt ódrengilega. Hann veit að sá sem síðastur er í kapphlaup- inu, hefir eins gott af kapprauninni, og sá sem íyrstur er. Hann skipar því ávallt íþróttalögunum í öndvegið, er iöghlýðinn, og fylgir jafnan réttum kappraunalögum, við hvern sem í hlut á. Og hinn sanni íþróttamaður, reynir að sveigja vilja sinn undir lögmál skynseminnar, við hvern sem er að skifta, og hvernig sem á stendur. þetta eru hin óskiáðu lög íþiöttamannsins. Það annað, sem íþróttamenn verða ávallt að muna, er að standa saman um áhugamál sín, og láta ekki dægurmálin dreifa oss né sundra. Gleym- um því aldrei, að sameinaðir sigrum vér, en sundraðir föllum vér. Höfum það og jafnan í huga, að „með lög- um skal land byggja, en með ólögum eyða.“ Ver- um því ávalt löghlýðnir og samtaka um áhuga- mál vor, þá mun allur landslýður komast fljótt að raun um það, að það er íþróttastefnan sem vér íslendingar megum sizt veta án, ef vér eigum að efla þrek og þrótt allra landsins barna. Að þaf er íþróttastefnan, sem gerir oss bjartsýnni og batn- andi, en batnandi manni er bezt að lifa. Og að það eru líkamsíþróttirnar, séu þær réttilega um hönd hafðar, sem móta og efla bezt skapgerð manna og lundarfar. Að það eru íþróttirnar, sem eru á ailan hátt, mannbætandi, og því þarf enginn framar að fara á mis við nytsemi þeirra, hollustu og hamingju. Með öðrum orðum. Líkamsíþróttir eiga að vera skyldunámsgrein í öilum skólum lands- ins. Þá fyrst er þessum menningarmálum borgið. Siðan eiga íþrótta- og ungmennafélögin að taka við af skólunum, og halda áfram að þroska hina ungu menn og meyjar, betur en áður. Og undir

x

Þjóðhátíðarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.