Þjóðhátíðarblaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 5

Þjóðhátíðarblaðið - 01.08.1933, Blaðsíða 5
ÞJÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐIÐ íorystu íþróttasambands íslands á aS skipuleggja svo íþróttamálin, að enginn þurfi að fara á mis við hreinlæti og hollustu íþróttanna. íþróttafélögiu eiga, nu orðið að geta gert öll- um kleyft að iðka íþróttir, sem þess óska. í. S. í. hefir nú á síðari árum stofnað íþrótta- ráð í öllum landsfjórðungum, og einnig í þ^im sýslum þar sem íþróttaáhuginn hefir verið mestur eins og t. d. hér í Vestmannaeyjum. Þessi íþrótta- ráð hafa gert mikið gagn iþróttahreifingunni, og glætt mjög samstarf félaganna. Sannir íþróttamenn mæta stundvíslega til leika og kapprauna. Þeir reyna af alefli að vinna á móti óstundvísinni, sem er að verða þjóðarlöst- ur vor íslendinga. Hinn sanni íþróttamaður mætir því eigi aðeins stundvíslega hér á leikvellinum til leika og kapprauna, heldur og alistaðar annarstað- ar í hinu daglega starfi sínu. Öll störf íþrótta- mannsins eiga að bera honum vitni í þessum efnum. Hann á að vera öðrum til fyrirmyndar, líka á þessu sviði. Hinn sanni iþröttamaður gleym- ir ekki að gera kröfu til sjálfs síns, sem annara. Vér skulum muna, að hinn óstundvísi maður, stelur tíma — dýrmætum tíma — hins stund- vísa og atorkusama manns, frá öðrum nauðsynja störfum. Þetta ættum vér oftar að hugleiða, og hjálpa til að hrinda þessum þjöðarlesti af höndum vorum. Látum því kjöroið vort vera: Burt með óstundvísina. Eitt af því sem dregið hefir mest úr vexti og viðgangi líkamsíþrótta hér á landi, er ýmiskonar óregla og agaleysi. Ungir menn og mannvænlegir hafa orðið Bakkusi að bráð. Og þegar þeir hafa Tarið að uppskera það, sem til var sáð með íþrótta- iðkunum, þá hafa þeir orðið að leggja árar í bát, og það á bezta aldri. Meðal þessára manna hafa verið afburðamenn, menn, sem hafa fengið í vöggugjöf mikla náttúrukrafta, og verið svo að segja skap- aðir til þess, að verða okkar fámenna þjóðfélagi til verulegs gagns t.d. á erlendum kappraunamót- um. En að sjálfsögðu eiga iþróttamenn vorir að skapa fagurt fordæmi, með framkomu sinni, al- veg eins og íþróttakennarar eiga að verða nem- endum sínum til fyrirmyndar í öllum greinum. Ríður því á, að þeir séu reglumenn í hvívetna; að þeir séu háttprúðir drengskaparmenn, sem æsku- lýðurinn getur litið upp til, og lært af þær dyggð- ir, sem hvern mann mega prýða. Eg hef svo oft áður minnst á gildi reglusem- innar fyrir alla, og ska! því ekki þreyta ykkur á að enduvtaka neitt af því hér. Eg vil aðeins minna á það, með þessum fáu otðurn, að allir sannir íþróttamenn, eru reglumenn í öllum greinum. Enda er það vissasta leiðin til þess að verða afreksmað- ur í íþróttum. Ungu íþróttamenn! hafið það því jafnan í huga að óregla í hvaða mynd sem er, er stórhættuÍ6g og skaðleg. Það eru íþróttaiðkanirnar, sem færa oss hina sönnu gleði, en vínnautn veitir t.d skammvinna gleði, og getur auk þess haft mjög alvarlegar af- ieiðingar, að menn tapi sjálfsvirðingu sinni og fram- tiðarmöguieikum. Forðist þess vegna alla öreglu í hvaða mynd sem er, og sjáið að yður mun vaxa ásmegin, og þér verða hraustir og hamingjusamir, og það jafnvel þótt óvinir yðar reyni öllu að spilla. Yér skulum vinna sameiginlega að svo göfugu marki, og reyna á allan hátt að efla hreinlæti, hreysti og hamingju allra landsmanna. —• I kappraununum, á ieikvellinum, er ekki spurt um ríkidæmi, ættgöfgi, trú né stjórnmálaskoðun keppandans. Nei, því fer fjarri. Það er aðeins spurt um afrek og ágæti keppandans. Hvað hann geti t. d. stokkið hátt, hlaupið hratt, synt vel eða glímt glæsiiega. Sannaðu okkur manngildi þitt, með því að stökkva hærra, hlaupa harðar, synda lengra eða glíma betur en keppinauturinn. Um þetta er spurt, fyrst og fremst, á leikveilinum, en ekki um stjórnmálaskoðun keppandans, eða um önnur slík einkamál íþróttamannsins. — Þess vegna er það hin mesta heimska, sem fram hefir kom- ið á nokkrum stöðum erlendis, og borist síðan hingað til landsins, að íþróttamenn ættu að skipa sér í flokka eftir stjórnmálaskoðunum, og engu öðru. En þetta er vitanlega hin mesta meinloka, 6ins og eg hef áður drepið á, því stjórnmálaskoð- un iþróttamannsins — keppendans — fær engu um þokað um sjálft íþróttaafrekið. Því allir kepp- endur verða að lúta kappraunalögunum, þegar á leikvöllin kemur; og vitanlega verða þeir ekkert betri íþróttamenn, þótt þeir hópist í flokka eftir stjórnmálaskoðunum. Munið, að flokkadráttur og félagarígur er til bölvunar íþróttamálunum og íþrótta- atefnunni yfirleitt. Ath. Niðurl. þessarar greinar kemur í „Þjálfa", bráðlega. Útgef.

x

Þjóðhátíðarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.