Austri - 10.06.1993, Blaðsíða 1
38. árgangur.
Egilsstöðum, 10. júní 1993.
23. tölublað.
Stöðvarfjörður:
Skipulagsstofa
Austurlands
lögð niður
Á aðalfundi Skipulagsstofu Aust-
urlands sem haldinn var á Stöðvar-
firði 4. júní sl. var samþykkt að
leysa upp rekstur stofunnar. Tap-
rekstur varð á stofunni á síðasta ári
og nam tapið með fjármagnsliðum
um 800 þúsundum. Uppsafnað tap
var komið á þriðju milljón. Sam-
þykkt var að stjómin vinni að því
að tryggja greiðslur í gegnum sjóði
Sambands sveitarfélaga í
Austurlandskjördæmi(SSA) til að
gera upp allar skuldir og skuldbind-
ingar Skipulagsstofunnar. SSA hef-
ur séð um rekstur stofunnar til
þessa. Einn starfsmaður hefur ver-
ið á Skipulagsstofunni en stofan
hefur verið staðsett á Egilsstöðum.
MM
Frá sjómannadeginum á Höfn. Kappróðrakeppnin var hörð eins og venjulega. Á myndinni er áhöfnin á
Skinney SF 30 til vinstri á myndinni og áhöfnin á Erlingi SF 65 til hægri. Austramynd. Sverrir Aðalsteins-
103 lömb undan
34 ám
Norræna ein í farþegasiglingum milli
Danmerkur og Færeyja
Djúpivogur:
Slysavarnarhúsið vígt
“Það er frjósamt Öræfaféð, þrí-
lembumar eru flestar úr Öræfum”;
sagði Jón Sigurðsson, þegar blaða-
maður sótti hann heim í lok sauð-
Grána frá Litla-Hofi með lömbin sín 4.
Henni virtist fremur lítið um myndatökur
gefið. Austramynd: AÞ
Ferðaþjónustubændur í Austur -
Skaftafellssýslu verða með opið
hús nk. laugardag og sunnudag 12.-
13. júní. í tengslum við opið hús
verður tilboðsverð á gistingu og af-
þreyingu og er þetta því kjörið
tækifæri til að kynna sér þá þjón-
ustu sem bændur bjóða. Fyrsti bær-
inn í sýslunni, sem hóf rekstur
ferðaþjónustu undir merkjum
Ferðaþjónustu bænda, var Hof í
Öræfum árið 1984. Nú tæpum 10
árum síðar, hefur umfang ferða-
þjónustunnar vaxið og í dag eru
ferðaþjónustubæir í Austur -
Skaftafellssýslu 11 og geta hýst
a.m.k. 270 manns.
burðar. Mikil frjósemi einkennir fé
Jóns sem býr félagsbúi ásamt son-
um sínum að Lundi í Vallahreppi. I
vor voru 34 ær þrílemdar, ein fjór-
lemd og hátt í tvö hundruð tvflemd-
ar. Jón sagði sauðburðinn hafa
gengið vel þrátt fyrir erfiða tíð og
nú þyrfti bara að fara að hlýna svo
gróður færi að koma til. Féð sem
kom í Lund eftir fjárskipti er af
Ströndum og úr Öræfum og eru
bændur mjög ánægðir með það í
heild. Þá ekki síst fé frá Litla -
Hofi í Öræfum en þaðan eru flestar
þrílemburnar og fjórlemban. Sem
dæmi um frjósemi fjárins frá Litla -
Hofi nefndi Jón að í hjörðinni væri
þrevetla sem fætt hefði af sér 8
lömb og fjögra vetra ær sem eign-
ast hefði 11 lömb.
AÞ
Fjölbreytt afþreying er í boði s.s.
bátsferðir, hesta- og reiðhjólaleiga,
silungs- og gæsaveiði, merktar
gönguleiðir og það nýjasta eru
ferðir á dráttarvél með heyvagn út í
Ingólfshöfða. Ennfremur gefst
gestum kostur á að kynnast bú-
skapnum og mannlífinu í sveitum
landsins. Ferðaþjónusta bænda gef-
ur árlega út upplýsingabækling og
er í honum að finna greinargóða
lýsingu á þjónustu 127 bæja allt í
kringum landið. Ennfremur hefur
Ferðaþjónusta bænda nýlega gefið
út Veiðiflakkarann sem er upplýs-
ingabók um 64 veiðistaði um allt
land.
Norræna kom til Seyðisfjarðar í
fyrsta sinn á þessu sumri að morgni
fimmtudags þann 3. júní síðastlið-
inn. Með ferjunni komu rúmlega
350 manns og 115 farartæki. Bók-
anir með skipinu eru þokkalegar í
sumar, íslendingum fer þó enn
fækkandi en farþegum frá mið-og
suður Evrópu fjölgandi að sama
skapi. Þær breytingar hafa orðið á
áætlun ferjunnar að í stað þess að
koma við í Hanstholm hefur skipið
nú viðkomuhöfn í Esbjerg á suð-
vesturströnd Jótlands en þaðan er
stutt að þýsku landamærunum og
aðeins 4 kls. akstur til Kaupmanna-
hafnar. Viðkoma í Esbjerg lengir
siglinguna og hefur því viðkomu á
Sheltlandseyjum verið hætt. Danir
eru hættir farþegasiglingum til
Færeyja og hefur Norræna yfirtek-
ið umboð DFDS sem siglt hefur til
Færeyja í 125 ár og verið með þar í
förum ýmis þekkt skip s.s. Drottn-
inguna og Winston Churchill. I til-
efni þess að Norræna tók við um-
boðinu var efnt til móttöku í skip-
inu í Esbjerg þar sem kom fjöldi
fólks. Norræna mun koma til Seyð-
isfjarðar vikulega í sumar og verður
síðasta ferðin í byrjun september.
AÞ
Norrœna fánum prýdd í höfninni í Esbjerg.
Sameiginlegt hús Slysavarnar-
deildarinnar Báru og Verkalýðs-og
sjómannafélags Djúpavogs var vígt
á sjómannadaginn og gefið nafnið
Sambúð. Húsið er 240 m2 stál-
grindarhús og hýsir það skrifstofu
Verkalýðs- og sjómannafélagsins,
stjómstöð Slysavamardeildarinnar,
geymslusal fyrir vélar og tæki og
30 m2 fundarsal. Nýja húsið ger-
breytir allri aðstöðu beggja félag-
anna, m.a. hafa þau nú góða að-
stöðu til námskeiðahalds og funda.
Húsið kostaði um 8 milljónir
króna. Verkalýðs -og sjómannafé-
lagið hefur lagt fé til byggingarinn-
ar en Slysavarnadeildin hefur lagt
á móti sjálfboðavinnu. Ibúar
Djúpavogshrepps fjölmenntu á
vígsluhátíðina og félögunum bámst
margar góðar gjafir í tilefni dags-
ins. AÞ
Hann er alveg magnaöur
þessi hrútur.
Jafnþrýstibúnaður.
Öryggi - Þægindi Ávallt þrír í áhöfn
Austur - Skaftafellsýsla:
Opið hús hjá bændum í
ferðaþjónustu