Austri


Austri - 10.06.1993, Side 6

Austri - 10.06.1993, Side 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 10. júní 1993. Frá sjómanna- deginum Sett var upp sýning í “Pakkhúsinu” á Höfn þar sem gaf að líta myndir aföllum bátum og skipum sem gerð hafa verið útfrá Höfn. Sýningin vakti mikla athygli gesta. Mynd. SA Sett var upp sýning á hinum ýmsu furðudýrum sem koma í veiðar- fœrum Hornafjarðarbáta og komu margir til að skoða hana. Mynd: SA. Bœði Fjarðabúar og Héraðsbúar nýttu sér skemmtisiglingu með Snœfugli SU 20 og létu kuldann ekki hafa áhrifá sig. Mynd: MM. Yngstu sjómennirnir fengu íslenska fánann við komuna um borð. Mynd: MM. 11. júní Verðir laganna með pöbbastemmingu 12. júní Hljómsveit Örvars Kristjánssonar 18. júní Stjórnin (16 ára) 19. júní Stjórnin (20 ára) 24. - 27. júní Djazzhátíð 2. og 3. júlí Landsmót harmonikkuunnenda 10. júlí Pláhnetan (Stefán Hilmarsson) 17. júlí Geirmundur Valtýsson 30. júlí - 2. ágúst Verslunarmannahelgi (Dagskrá auglýst síðar) 21. ágúst Ný Dönsk Dagskrá þessi er ekki tæmandi um viðburði sumarsins og gæti tekið einhverjum breytingum _________________ MíÉíjj: íiVílS:;:? 24. júlí Skriðjöklar . 'S iíipiiiip’" .. 13. ágúst GCD HOTEL VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM © 97-11500 Skipuleggið sumarið með gleði í huga þar sem\ hlutirnir gerast!! r Fuglaþáttur I ^ sr. Sigurðar Ægissonar^ DÍLASKARFUR (Phalacrocorax carbo) Dílaskarfurinn er af ættbálki pelíkakanfugla, en þeim ættbálki tilheyra ýmsir stórvaxnir fuglar víða um heim, er lifa á fiski. Eitt sérkenni þeirra er að sundfóturinn er mjög fullkominn, þ.e.a.s. sund- fitin liggur á milli allra fjögurra tánna, sem gerir það að verkum, að fuglamir eru yfirleitt mjög góðir að synda og kafa. Hjá öðr- um sundfuglum er fit aðeins á milli þriggja framtáa. Nú á tímum er pelíkanaættbálkin- um skipt niður í 6 ættir; skutla eða slönguhálsfugla (2 teg.), súlur (9 teg.), freigátufugla (5 teg.), tópík- ana (3 teg.), pelíkana (8 teg.) og loks skarfa (30 teg.). I hinni síðast nefndu ætt, skarfa- ættinni, eru meðalstórir sjófuglar, flestir mjög dökkir á lit. Þeir eru hálslangir og nefið bæði mjótt og langt; í endanum á efra goggi er svolítill krókur. Fætumir era mjög aftarlega á kviðnum, svo að fugl- arnir standa nokkuð uppréttir. Hér, í norðanverðu Atlantshafi, er einungis að finna tvær af 30 skarfategundum heimsins, eins og áður sagði, þ.e.a.s. dílaskarf og toppskarf. Hinn fyrmefndi, díla- skarfurinn, er oftast talinn vera aðaltegund skarfa. Hann er um 1 m á lengd, um 3,5 kg á þyngd, og með vænghaf upp á 1,5 m. Hann er mósvartur á lit, en þó slær um hann fölum, græn- leitum blæ. Karlfuglinn er yfirleitt nokkuð stærri en kvenfuglinn. A varptíma er fuglinn með hvítan blett á læri, sem hann dregur nafn sitt af, en er annars auðþekktur á hvítri kverk og ljósum vöngum. Augu em blágræn. Goggur næst- um svartur. Fætur dökkleitir. Tilhugalíf dílaskarfsins hefst með því, að karlfuglinn helgar sér varpsetur og auglýsir sig þar með því að blaka vængjum, svo að glampar á hvíta síðublettina, og vonast þannig til að geta laðað kvenfuglinn til sín. Gangi það eft- ir er farið að undirbúa varp. Ein- kvæni er meðal dílaskarfa og verja hjónin setrið af einurð og hörku. Hreiðrið er stór dyngja, næstum því 1 m í þvermál, yfirleitt hrúguð saman úr þangdræsum og öðru slíku, og ötuð driti; að innan er svo fóðrað með grasi og fjöðrum. Síðan verpir kvenfuglinn um sum- armál 4-6 ljósbláum, kalkhúðuð- um eggjum. Utungun tekur um 4 vikur. Bæði hjónin liggja á og sinna ungunum, eftir að þeir koma úr eggjum, enda eru þeir heimtu- frekir á vatn og mat. Á fyrstu dög- um er matnum ælt ofan í þá, en síðan komast ungamir upp á lagið með að sækja fæðuna ofan í gin foreldranna. Ungamir dvelja við hreiðrið í mánuð eftir að þeir verða fleygir, og eru skólaðir þar áfram í átt til sjálfstæðis. Að því loknu hefja þeir, eins og allir aðrir dílaskarfar, sitt vetrarflakk. Kemur gjaman fyrir að þeir heimsæki á þessum tíma stór vötn, eins og t.d. Þing- vallavatn. Ungarnir eru brúnir á lit, þegar hér er komið sögu, en ná búningi fullorðinna á 2-4 árum. Hér við land er algengast að díla- skarfurinn verpi á lágum og flöt- um skerjum, einkum á Breiða- firði, en erlendis verpir hann ým- ist í klettum eða þá á flötum ár- bökkum, sandeyrum, í þröngum dölum og gjám, eða í trjám. Báðar skarfategundimar okkar verpa nær eingöngu fyrir Vestur- landi, og eru Breiðafjarðareyjam- ar aðalheimkynni þeirra. Topp- skarfurinn hefur verið bundinn þessu svæði afar lengi, en díla- skarfurinn verpti annars staðar líka fyrir og eftir síðustu aldamót. Ekki er haldgóð skýring til á or- sökum þessa samdráttar á út- breiðslu dílaskarfsins. Ymislegt hefur þó verið nefnt, eins og t.d. skotmennska í vörpum, er gæti verið ástæðan í einhverjum dæm- um, en ekki öllum. Fyrir Norður- landi þykir mönnum líklegra, að ís hafi eytt botndýralífi á grunn- svæði, en þar afla dílaskarfar að- allega fæðu sinnar. Dílaskarfurinn greinist í nokkrar deilitegundir, sem menn eru þó ekki alveg sammála um, og er út- breiddur næstum um allan heim. Mest er um hann við sjávarsíðuna, en þó einnig mikið við stór vötn og fljót, einkum þær deilitegundir, sem eru í heitari löndum. Islenskir fuglar, tilheyra P. c. carbo. Dflaskarfurinn verpir m.a. á V- Grænlandi, á Baffinslandi, Ný- fundnalandi og víðar hjá Lárens- flóa, en auk þess er hann meðfram allri Noregsströnd. Hann var áður í Svíþjóð og Færeyjum, en hefur nú verið útrýmt þar að mestu. Við Norðursjó er hann síðan og um Bretlandseyjar og mikið í austan- verðu Miðjarðarhafi, á Balk- anskaga og Litlu-Asíu. Þá er hann bæði með vesturströnd Afríku og svo meðfram og á stóm vötnunum í A- og S-Afríku. Hann er á öllu vatnasvæðinu í M-Asíu, um Ind- land, Búrma, Kína og Japan. Og loks er hann mjög útbreiddur í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Dílaskarfurinn lifir mest á botn- fiski, eins og t.d. marhnút, er hann sækir oft á mikið dýpi. Hann er djúpsyndur og getur verið allt að mínútu í kafi. Fæðuna gleypir hann ekki fyrr, en komið er upp á yfirborðið. Þá étur hann einnig kolkrabba, skeldýr og krabbadýr og í heitari löndum froska. Veiðitíminn er kvölds og morgna. Þess á milli situr hann oft á landi eða skerjum með blakandi, hálf- þanda vængi til að þurrka sig, hvfla og melta. Islenski dílaskarfsstofninn er tal- inn fremur lítill, eða um 3-4 þús- und varppör, og munu 80% hans vera á Breiðafirði. Elsti dílaskarfur, sem menn vita um, náði því að verða 21 árs og 5 mánaða að auki. Hann var merkt- ur í Bretlandi. _________________________________) Héraösprent sf.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.