Austri - 10.06.1993, Blaðsíða 10
Landsbók er með 6,25% ársvöxtum, sem
jafnframt eru raunvextir.
Hún er samt ekki bundin nema í 15 mánuði.
Ávöxtun Landsbókar erþví með því besta
sem gerist í bankakerfinu.
Landsbanki íslands
útibúin á Austurlandi
Egilsstöðum, 10. júní 1993.
23. tölublað.
MALLANDí? IÐNAÐAR s
DJÚPAVOGI sími 88131 GOLF
* Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja
* Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar
* Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093
Neskaupstaður:
Höfn:
Síldarvinnslan kaupir
nýtt frystiskip sem er
í smíðum á Spáni
Skipið er systurskip
Otto Wathne NS 90
Síldarvinnslan hf. hefur skrifað
undir samning um kaup á nýju
rækjuskipi (frystiskip) sem er nú í
smíðum á Spáni. Stefnt er að því
að skipið verði tilbúið til afhend-
ingar um mánaðarmótin júlí-
ágúst. Skipið er systurskip Otto
Wathne NS 90 á Seyðisfirði.
Rækjuvinnslulína verður sett í
skipið þegar það kemur hingað til
lands. En skipið er að öðru leyti
búið fullkomnasta búnaði sem völ
er á. Skipið er 52 metrar á lengd
og 12 metrar á breidd. Vélin er
finnsk, Wartsilla Vasa, og er 3000
hestöfl. Samkvæmt nýjum mæl-
ingarreglum Siglingamálastofn-
unar er skipið um 1200
brúttótonn(GRT). Reiknað er með
að Síldarvinnslan þurfi að borga
um 400 milljónir fyrir skipið. í á-
höfn verða 30 manns og þar af 10
til afleysinga.
MM
Egilsstaðir:
Nýjungar hjá Kjötiðnaðar-
stöð KHB
Kjötiðnaðarstöð KHB hefur haf-
ið sölu á áleggi pökkuðu í loftþéttar
umbúðir, undir nafninu Snæfell.
Nú þegar eru á boðstólum fjórar
tegundir: Lambasteik, hangikjöt,
skinka og rúllupylsa og fleiri vænt-
anlegar á næstunni. Að sögn Þor-
steins Péturssonar, sláturhússtjóra
eru ýmsar aðrar nýjungar á döfinni
í framleiðslunni m.a. verður í sum-
ar boðið upp á soðið hangikjöt
bæði í rúllum og niðursneytt. Verið
að hefja mikla herferð í sölu
lambakjöts á Austurlandi sem að
kjötiðnaðarstöðin er þátttakandi í
og verður efnt til sérstakra lamba-
kjötsdaga í verslunum í sumar þar
sem aðaláherslan verður lögð á að
kynna þurrkryddað kjöt til glóðar-
steikingar. AÞ
Þorsteinn Pétursson, sláturhússtjóri og kjötiðnaðarmaður kynnti nýja áleggið í verslun
KHB á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag. Austramynd AÞ
Borgey hf. veitt greiðslu-
stöðvun í þrjár vikur
Borgey hf. var veitt greiðslustöðv-
un 27. maí sl. í þrjár vikur og gildir
hún til 15. júní nk. Kristinn Hall-
grímsson héraðsdómslögmaður hef-
ur verið skipaður til að hafa eftirlit
með rekstrinum þennan tíma.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum undanfarið hefur Borgey hf.
átt í verulegum rekstrarerfiðleikum
síðustu misseri. Halldór Ámason,
framkvæmdastjóri Borgeyjar hf.
tjáði blm. Austra að heildarskuldir
Borgeyjar um síðustu áramót hefðu
verið um 1239 milljónir króna. Fyr-
irtækið á mikið af eignum uppí
skuldir svo sem fasteignir í landi, 2
báta, 1 togara og dótturfyrirtækið
Hrísey hf. sem gerir út 1 bát, auk
kvóta sem skipunum fylgir.
Á meðan greiðslustöðvun gildir
þarf fyrirtækið að sýna hallalausan
rekstur og styrkja stöðu sína. Að-
spurður sagðist Halldór vera von-
góður um framhaldið; “ Við hefðum
varla farið þessa leið ef við teldum
ekki að hún leiddi til farsællar lausn-
ar fyrir fyrirtækið.”
MM
Skákvika á Héraði:
Vildu helst tefla allan
sólarhringinn
Þátttakendur á skákvikunni ásamt Þresti ÞórhaUssyni, Birni H. Magnússyni og Gunn-
ari Finnssyni.
Tuttugu piltar á aldrinum 9-14
ára tóku þátt í skákviku sem haldin
var á Eyjólfstöðum á Völlum dag-
ana 31. maí - 4. júní. Leiðbeinandi
var Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur
meistari. Skákvikan var haldin að
tilhlutan Bjöms H. Magnússonar
með stuðningi Skáksambands Aust-
urlands. Þátttakendur komu af Hér-
aði, Neskaupstað, Eskifirði, Akur-
eyri og Húsavík. Skákvikunni lauk
með svokölluðu prinsamóti. Þar fór
með sigur af hólmi Bjöm Finnboga-
son frá Akureyri en sérstök prinsa-
verðlaun komu í hlut Benedikts Sig-
urjónssonar frá Húsavík sem aðeins
er 9 ára gamall og sýndi mjög góða
taflmennsku. Þröstur Þórhallsson
sagði að skákvikan væri mjög lofs-
vert framtak, skákvikan væri þátttak-
endum mikil hvatning og hefðu
strákarnir helst viljað tefla allan sól-
arhringinn, enda væru í hópnum
margir efnilegir skákmenn sem ættu
framtíðina fyrir sér. Auk skáknáms-
ins stunduðu þátttakendur útiveru og
íþróttir og voru piltamir hinir ánægð-
ustu með dvölina. Björn H. Magnús-
son sagði að skákvikan hefði gengið
vel. Þátttaka hefði farið fram úr
björtustu vonum og hefði sýnt að
grundvöllur væri fyrir að standa að
slíkum sumarbúðum í framtíðinni.
AÞ
KURL
1
i
|
Um daginn var haldinn fundur
hér fyrir austan þar sem kynnt var
hvernig einkavæðing á hinum ýmsu
ríkisfyrirtækjum gengur. Eitthvað
voru sumir fundarmenn hálf efins
um hvort einkavæðingin væri eins
sniðug og fulltrúar ríkisstjórnarinn-
ar vildu hafa. Annar framsögu-
mannana sem var á fundinum,
Bjöm Friðfinnsson, vildi sannfæra
þá er efuðust um ágæti einkavæð-
ingarinnar, að til væru aðilar sem
hefðu trú á hlutabréfakaupum í fyr-
irtækjum sem seld hafa verið og tók
sern dæmi að Lífeyrissjóður tann-
lækna væri búinn að fjárfesta heil-
mikið í hlutabréfum í Jarðborunum.
Eitthvað fannst mönnum spaugilegt
við þetta því víða mátti sjá glott
þegar Björn upplýsti menn um þessi
kaup. Á að fara að bora jarðgöng?
Það er alveg á hreinu að holumar
eru dýpri en í skemmdum tönnum.
MMMMMÖIMMÉ1MMÖMMMMMMÉÍM
Tilboð!
Frí filma meðhverri
framköllun.
Þú sparar allt að 35%
Nýtt umboð á
Norðfirði
SÚNBÚÐIN.
Umboðsmenn
um allt
Austurland.
Litanafnspjöld!
Meiri gæði -
betra verð.
v/ Dynskógum 4,
Egilsstööum, sími
11699
0
I
I
1
1
1
I
1
I
I
1
1
1
1
I
1
I
1
I
1
I
I
1
1
I
I
Í
1
1
I
1
1
1
I
I
1
GLERAUGU
ÚR & KLUKKUR
SKART & GJAFAVARA
SÍMI 97-J2020 / 1J606 F^X 97-12021
LAGARAS 8 - POSTHOLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR
Birta Einarsdóttir úrsmiður - Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur
Athugið: Lokað verður föstudaginn 18. og
laugardaginn 19. júní n.k.
DOMUUR - HERRAUR
HÁLSÚR - VASAÚR
SLAGKLUKKUR - GAUKSKLUKKUR
ELDHÚSKLUKKUR - VEKJARAKLUKKUR