Austri


Austri - 26.08.1993, Qupperneq 2

Austri - 26.08.1993, Qupperneq 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 26. ágúst 1993. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Svanfríður Kristjánsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eysteinn Jónsson í síðustu viku kvöddum við hinstu kveðju Eystein Jónsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra. Með honum er genginn stjómmálamaður sem hefur umfram aðra sett svip sinn á framfarasókn íslendinga á þessari öld. Eysteinn Jónsson komst til áhrifa í stjómmálum í miðri kreppunni. Hann hafði óbilandi trú á því að hægt væri að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem þá steðjuðu að lands- mönnum og hann hreif marga með sér til átaka fyrir land og þjóð. í rúm 40 ár var hann alþingismaður fyrir Suður-Múla- sýslu og síðan Austurlandskjördæmi. í tæp 20 ár var hann ráð- herra í ríkisstjómum og hann var frá fyrstu tíð sem stjóm- málamaður í forustusveit Framsóknarflokksins. Eysteinn var Austfirðingur að ætt og uppmna og hann átti mikinn hljómgmnn í kjördæminu. Hann gekk til starfa í stjómmálum með sama hætti og hann var vanur að ganga í dagleg störf austur á Djúpavogi. Hann gjörþekkti þarfir fólks- ins, hug þess og þann kraft sem bjó í öllum almenningi í land- inu. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra var lengi samferðamaður Eysteins. Hann segir m.a. um hann í minningargrein: “í hálfa öld var hann í hópi áhrifamestu stjómmálamanna landsins. Slíkt er fágætt meðal lýðræðisþjóða þar sem fram fer reglubundið val til hinna þýðingarmestu trúnaðarstarfa. Hvað- an kom honum þrek til að inna af hendi þessa þjónustu? Við því fást trauðla einhlít svör og kemur mér þó í hug, auk eðlis- kosta, mótun bemskuára, tengslin við landið og fólkið í land- inu og lífsfömnauturinn, Sólveig Eyjólfsdóttir.” Austfirðingar sýndu Eysteini ungum mikinn trúnað og nutu ávallt starfsorku hans og krafta. Þeir eru margir sem minnast hans með þakklæti og hlýhug fyrir framsýni og fómfúst starf í þágu fjórðungsins og þjóðarinnar. Eitt af síðustu verkum Ey- steins Jónssonar um það leyti sem hann lét af störfum á Al- þingi var að taka þátt í opnun hringvegarins 1974. Hann hafði barist fyrir því máli af mikilli festu og það skapaðist mikil eining í landinu um þá framkvæmd. Þann dag var hann bæði stoltur og glaður fyrir hönd Austfirðinga og íslensk náttúra skartaði sínu fegursta við það tækifæri. Eysteinn Jónsson var alla tíð hæverskur maður og lítillátur. Hann miklaðist ekki af verkum sínum en var ávallt reiðubúinn til að taka þátt með öðmm og leggja á ráðin. Bestu eiginleikar hans vora að laða aðra til samstarfs, ná fram málamiðlunum og berjast af alefli fyrir því sem ákveðið var. Austfirðingar kveðja fallinn foringja með virðingu og þakk- læti fyrir gifturíkt starf. Þótt Eysteinn sé fallinn frá munu áhrif hans lengi lifa og Austfirðingar halda áfram að vinna saman í þeim anda sem menn gerðu þegar hans naut við. Austri naut starfsorku hans lengi og átti með honum langt samstarf. Skoðanir hans komu fram á síðum blaðsins og fyrir þá samvinnu þökkum við að leiðarlokum. Við framsóknar- menn á Austurlandi þökkum honum öll sporin sem hann steig fyrir okkar hönd. Við munum lengi minnast hans og andi hans mun halda áfram að svífa yfir vötnunum í stjómmálum á Austurlandi og landinu öllu. H.Á. Fáskrúðsfjörður: Unnið að endurbótum á Ráðhúsi Búðahrepps Hugmyndir um að koma upp safni um franska tímabilið í sumar hefur verið unnið að end- urbótum á Ráðhúsi Búðahrepps (gamli læknisbústaðurinn). I fjár- hagsáætlun hreppsins voru áætlaðar til verksins um 3.7 milljónir. Var járnklæðning rifin utan af húsinu, það timburklætt, gert við glugga, skreytingar við glugga, þakskegg og hom hússins lagfærð. Búið er að endurnýja miðhæð hússins þar sem skrifstofur hreppsins eru til húsa. Hugmyndir hafa verið uppi um að koma fyrir í risi hússins, safni um franska tímabilið á Fá- skrúðsfirði. MM Til vinstri á myndinni er núverandi Ráöhús (gamli lœknisbústaðurinn, byggt árið 1905) og til hœgri er Franski spítalinn sem nú er staðsettur í Hafnarnesi, yst ífirðinum sunn- an megin. Úr myndasafni Sögufélags Fáskrúðsfjarðar. Sumarferð K.S.F.A. Hin árlega sumarferð K.S.F.A. verður að þessu sinni farin í Öræfin dagana 4. og 5. september 1993. Lagt verður af stað í rútum frá söluskála K.H.B. Egilsstöðum kl. 9 á laugardagsmorgun og ekið fjarðarleið. Farið verður í siglingu á Jökulsárlóni, síðan ekið í Skaftafell þar sem farið verður í gönguferðir með þjóðgarðsverði. Síðan verður grillað og leikið sér að hætti framsóknarmanna frameftir kvöldi. Á sunnudag verður farið út í Ingólfshöfða á dráttarvél með heyvagni og að því búnu haldið heim. Leiðsögumenn verða í rútum. Gist verður í Hofi og Freysnesi eða í tjöldum eftir vild. Verðskrá: Rútugjald: Kr. 2000.-pr./mann. Gisting: HOF Kr. 2000,- pr./ mann í 2ja manna herb. m.morgunm. Kr. 1500.- pr./ mann í 2ja manna herb. án morgunm. Kr. 1000.- Svefnpokapláss. Kr. 500.- Morgunmatur. Freysnes Kr. 2500,- pr./ mann í 2ja manna herb. m. morgunm. og baði. Kr. 2000.- pr / mann í 2ja manna herb. án morgunm. m. baði. Kr. 1500.- pr./ mann í 2ja manna herb. án morgunm. og baðs. Kr. 500.- Morgunmatur. Sigling á Jökulsárlóni: Kr. 900.- fyrir fullorðna. Kr. 500.- fyrir börn 7-12 ára. Frítt fyrir börn 0 - 6 ára Ferð í Ingólfshöfða: Kr. 400.- pr./ mann Þátttakendur skrái sig í síma 81760 Ólafur 11984 Afgreiðsla Austra Fyrir mánaðamót STJÓRNIN Austfirskum ofurhugum bauðst að spreyta sig í svokölluðu teygjustökki við höfnina á Reyðarfirði fyrir nokkru. Ung stúlka frá Reyðarfirði, Ásdís Bóasdóttir fór þar fremst í flokki og lét sig ekki vaða einu sinni heldur tvisvar. Fleiri fylgdu í kjölfarið og lýstu þessari upplifun með lýsingarorðum eins og frábært, stórkostlegt, æðislegt. Austramynd AÞ Hagyrðing- ar kveða í Hallorms- staðaskógi Hagyrðingar og unnendur kveðskapar héldu mót sitt á Hallormsstað um helgina. Um 110 manns sóttu mótið og komu gestir víðsvegar að af landinu. Heiðursgestur mótsins var Helgi Seljan og flutti hann erindi með ljóðaívafi á fjöl- mennri kvöldvöku að kvöldi laugardags. Margir fleiri komu þar fram og fluttu laust og bundið mál, má þar nefna syst- umar Jóhönnu, Amdísi og Kristbjörgu Steingrímsdætur frá Nesi, Hrönn Jónsdóttur. Sveinbjöm Beinteinsson og Andrés Valberg sem mætt voru í valnastökkum sínum. Um veislustjóm sá Hákon Að- alsteinsson sem skipulagði mótið ásamt Hallgrími Helga- syni á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði. Eins og geta má nærri urðu margar stökur til á þessu móti og dýrt kveðið. Þá voru á mótinu kvæðamenn úr kvæðamannafélaginu Iðunni sem fluttu stemmur og kvæða- lög. Aðstandendur mótsins voru mjög ánægðir með mótið sem heppnaðist í alla staði vel. Þó vom þeir heldur óhressir með þátttöku hagyrðinga af Héraði. AÞ Fréttatilkynning: Frá Félagi skógar bænda á Fljótsdals- héraði Aðalfundur Félags skógarbænda á Fljótsdalshéraði haldinn á Iðavöll- um 22. júní sl. mótmælir harðlega hugmyndum um flutning vatnsfall- anna Jökulsár á Fjöllum og Jök- ulsár á Dal, austur í Fljótsdal vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda þar sem það mun valda ófyrirséðri umhverfisröskun og loftlagsbreyt- ingu á Fljótsdalshéraði.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.