Austri - 26.08.1993, Page 3
Egilsstöðum, 26. ágúst 1993.
AUSTRI
3
Reyðarfjörður:
Nýtt fyrirtæki, GILLA
skrifstofuhjálp og listiðnaður
Nýtt fyrirtæki, GILLA skrifstofuhjálp
og listiðnaður hefur verið stofnað á
Reyðarfirði og verður það til að byrja
með til húsa að Mánagötu 18. Eigandi
■'Gillu” og eini starfsmaður til að byrja
með er Gíslunn Jóhannsdóttir. Fyrirtæk-
ið tekur t.d. að sér tímabundna aðstoð
og afleysingar á skrifstofum vegna
veikinda, leyfa eða óvæntra anna, ýmis
verkefni svo sem uppsetningu og útskrift
á bréfum og öðru ritmáli, bréfaskriftir á
sænsku og ensku, gagnasöfnun og
skráningu, gerð reikninga og innheimtu
og listiðnað s.s. postulínsmálun og
skrautskrift. Gíslunn hefur fjölþætta
reynslu við skrifstofustörf. Hún starfaði
í Svíþjóð í 8 ár, fyrst við lagerbókhald
og pantanir hjá Saab Scania og síðan
sem ritari hjá námsflokkum Háskólans í
Lundi. Á Reyðafirði vann hún sem
læknaritari við Heilsugæslustöðina til
haustsins 1992.1 viðtali við blaðið sagði
Gíslunn að hún væri búin að vera at-
vinnulaus í tæpt ár og sér væri orðið
Gíslunn Jóhannsdóttír verður með aðstððu að Mánagötu 18fyrst um sinn.
ljóst, að ef hún ætti að fá atvinnu við
hæft yrði hún að vinna í því sjálf. Hug-
mynd að fyrirtæki sem þessu hefði hún
fengið fljótlega og öðlast kjark til að
hrynda henni í framkvæmd eftir að hafa
sótt námskeið hjá Athafnakonum í vor
en þar bar hún hugmyndina undir leið-
beinendur sem leist vel á hana. Gíslun-
sagðist þessa dagana vera að senda fyrir-
tækjum og stofnunum kynningarbréf um
starfsemina.
AÞ
Egilsstaðir:
Ljósrit í lit hjá
Hraðmynd
Hjá Hraðmynd á Egilsstöðum hef-
ur verið tekin í notkun litmyndaljós-
ritunarvél af gerðinni Canon. Með til-
komu vélarinnar getur hraðmynd
boðið upp á þjónustu eins og t.d. ljós-
rit í lit. Ennfremur er hægt að fá
slides myndir settar á pappír og lit-
myndir á glærur. Hægt er að taka
myndir bæði í lit og svarthvítu og
stækka í stærðina A 4 og möguleikar
eru á margblaðastækkun sem fer
þannig fram að hver hluti myndar er
stækkaður í A 4 og myndin síðan sett
saman. AÞ
Öræfasveit:
Góð aðsókn í þjóðgarðinn í
Skaftafelli í sumar
/
Islendingum býðst leiðsögn um garðinn,
ennfremur dagskrá fyrir börn
Góð aðsókn hefur verið í þjóð-
garðinn í Skaftafelli það sem af er
þessu sumri. Frá miðjum júní
fram yfir miðjan ágúst hafa um
25 þúsund manns heimsótt þjóð-
garðinn og er það um 5-6 þúsund
fleiri en á sama tíma í fyrra.
Ræður veðrið þar mestu um, en
það hefur verið einmuna gott.
Flestir erlendra gesta sem koma í
garðinn eru frá þýskumælandi
löndum. Að meðaltali dvelja gest-
ir í tvær nætur.
Um árabil hefur þjóðgarðsgest-
um verið boðið í gönguferðir undir
leiðsögn landvarða. I sumar hefur
verið farið í skipulagðar göngu-
ferðir á hverjum degi, þar sem fjall-
að er um sögu byggðar og náttúru-
far, auk þess sem boðið er upp á
plöntuskoðunarferðir þess á milli.
Ennfremur hafa landverðir verið
með dagskrá fyrir böm, þar sem
farið er í stuttar gönguferðir, rætt
um náttúmna, lesnar sögur og farið
í leiki. Um 500 manns hafa nýtt
sér gönguferðimar og um 100 böm
hafa komið með í bamastundimar í
sumar. Hefur þessi þjónusta mælst
mjög vel fyrir hjá gestum. Sams-
konar dagskrá hefur verið í öðmm
þjóðgörðum og á ýmsum friðlýst-
um svæðum. Um 8 landverðir hafa
starfað í Skaftafelli í sumar þegar
mest hefur verið en þjónustusvæð-
inu í þjóðgarðinum verður lokað
15. september n.k. MM
Frá tjaldstœðinu í Skaftafelli.
Austramynd: MM
Guðrún Marta Asgrímsdóttir
ritunarvélina
við Ijós-
fagtún
Sarnafil - hugtak fyrir þétt þak
AUSTFIRÐINGUR!
Býrð þú undir bárujárnsþaki
með of litlum halla?
Áttu lika bílskúr með steyptri, sléttri plötu?
SARNAFIL er þakdúkur sem margir íslendingar
eiga yfir höfði sér og líkar ágætlega.
SARNAFIL er langtímalausn fyrir timburþök, steinþök og
þaksvalir.
— fagtún hf.
Brautarholti 8 - Reykjavík
Sími 91-621370 - Fax 91-621365
Öryggi -
Þægindi
Fargjöld við allra hæfi.
Jafnþrýstibúnaður
Avallt þrír í
áhöfn
Flugleiðir innanlandsflug
SÉRSMIÐAÐIR SKOR - IþROTTASKOR
INNISKÓR - BARNASKÓR - INNLEGG
VARMAHLÍFAR - BAKBELTI - SPELKUR
HÁLSKRAGAR - HLAUPASKÓR
Láttu þér líða vel!
Póstkröfuþjónusta.
SKÓSTOFAN ÖSSUR
HVERFISGÖTU 105, 105 REYKJAVÍK
SÍMI 91-62 63 53, FAX91-2 79 66
HENTU EKKIBILUÐUM HLUT - SPURÐU OKKUR FYRST
Viljum leysa vanda þinn
velkominn sértu vinurinn
RENNISMIÐI - FRÆSIVINNA - SLIPUN - VELAVIÐGERÐIR
k Endurbyggjum bensín- og díselvélar.
X Slípum sveifarása, borum blokkir.
X Réttum af höfuðlegusæti í blokkum.
X Lögum legusæti og kambása í heddum.
X Breytum og endurnýjum drifsköft.
X Plönum hedd, blokkir o.fl.
X Rennum ventla og ventilsæti.
X Lögum legu- og slitfleti með stál-, kopar-,
keramikefnum o.fl.
X Margs konar nýsmíði.
Pú finnur traust í okkar lausn.
VELAVERKSTÆÐIÐ EGILL HF.
SMIÐJUVEGI9A KÓPAVOGI - SÍMI. 91-44445
Allt fyrir skólann og
skrifstofuna.
BÓKABÚÐIN HLÖÐUM
Fellabœ, simi 11299
J
dsí