Austri


Austri - 07.10.1993, Blaðsíða 3

Austri - 07.10.1993, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 7. október 1993. AUSTRI 3 Egilsstaðir: Sjúkrahúsið eignast sívaka fyrir fæðingar og mæðraeftirlit Sjúkrahúsinu var í byrjun október færð að gjöf hjartarafritari (sívaki) til notkunar á fæðingardeild sjúkra- hússins. Það var kvenfélagið Bláklukkan á Egilsstöðum og kvenfélögin í Valla- og Skriðdalshreppi, sem söfn- uðu helming til kaupanna á tækinu, en hinn helmingurinn kom úr styrktarsjóði sjúkrahússins, en tækið kostaði rúma milljón. Með tilkomu hjartarafritarans eykst öryggi þeirra fæðinga sem verða á fæðingardeild sjúkrahússins. Tækið vinnur þannig að nemi, sem er tengdur við tækið, er festur við kvið konunnar og þannig hægt að fylgjast með hjartslætti barnsins og samdrætti legsins. Með tilkomu tækisins verður hægt að fylgjast betur með konum sem eru í áhættuhópum. Aður fyrr þurfti nær undantekningalaust að senda konur með sykursýki suður til eftirlits á meðgöngu en núna verður hægt að fylgjast lengur með þeim hér fyrir austan áður en þær eru sendar annað til að ljúka meðgöngunni. Þess má geta að nær öll tæki á fæð- ingardeild sjúkrahússins hafa verið gefin af kvenfélögum á Héraði og Borgarfirði eystra. MM Eskifjörður: Inger Linda sett í embætti sýslumanns Inger Linda Jónsdóttir lögfræð- ingur hefur verið skipuð sýslumað- ur á Eskifirði til áramóta. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum lét sýslumaðurinn á Eskifirði skyndi- lega af störfum í síðastliðnum mán- uði. Sýslumaðurinn í Neskaupstað, Bjami Stefánsson gengdi starfinu til bráðabirgða. Inger hefur starfað við embættið til margra ára sem sýslufulltrúi. Starf embættisins var ekki auglýst vegna þess að verið er að vinna að tillögum um fækkun og sameiningu sýslumannsembætta á landinu. MM Höfn: Síldarsöltun hjá Skinney hf. Hjá Skinney hf. er búið að taka á móti 235 tonnum af sfld, en byrjað var að salta síld hjá Skinney hf. sl. föstudag. A mánudag var búið að salta í um 1000 tunnur og hafði veiðst vel fram á mánudag en þá gerði brælu. Um blandaða sfld hef- ur verið að ræða, stærri saltsíldin fer til Finnlands en smærri sfldin sem var flökuð fer á Svíþjóðar- markað. Tveir bátar koma til með að leggja upp hjá Skinney, Stein- unn SF sem veitt hefur þá síld sem komin er á land og á næstunni kemur Skinney SF úr slipp frá Seyðisfirði þar sem unnið hefur verið að lengingu á skut skipsins. Ætlunin er að frysta sfld hjá fyrir- tækinu í þessari viku. MM Frá Höfn. Austramynd: SA Höfn: Ný aðferð við löndun á síld Hreindýr í Herðubreiðarlindum í Víkurblaðinu Húsavík 26. ágúst sl. var frétt um að hreindýr hafi sést í Herðubreiðarlindum. Segir í fréttinni að fólk sem var þar statt hafi rekið upp stór augu þegar það sá tvö hreindýr þar og voru dýrin hin rólegustu og létu ekkert trufla sig. í fréttinni segir Hjörtur Tryggvason, sem var þarna, að hreindýr séu ákaflega sjaldséð sjón á þessum slóðum. Eigum allt í ávaxtasalatið og þar meö talið: epli, appelsfnur, banana, perur, kfví og plómur. Einnig: Rauðan pipar. Nýjar íslenskar: Rófur á 95 kr, og kartöflur á 120 kr. Opiðfrá kl, 10-18 mánud. -föstud, Opið laugardaga kl. 10-14 Akurgull Lagarbraut 4, Fellabœ, sfmi 11895 Ræsið sem myndin hér að ofan sýnir var sett saman hjá Vökvavél- um á Egilsstöðum og síðan flutt í tveim hlutum upp á Fjarðarheiði. Þar hefur því verið komið fyrir í Gagnheiðará. Eins og sjá má á myndinni er ræsið engin smásmíði, en það er tæplega 23,5 metrar á lengd og 3 metrar í þvermál. Auglýsingasími Austra er 11984 Borgey hf. tók við 200 tonnum af síld er Húnaröstin landaði þar sl. sunnudag. Var notuð nýleg aðferð við að landa sfldinni en Borgey hefur fest kaup á fisksugu sem áður var á Þórshöfn til verksins. Sams- konar sugur hafa verið notaðar í laxeldisstöðvum víða um land til að dæla lifandi laxi milli kerja, enn- fremur um borð í skipum. Með þessari tækni ætti löndun og öll vinna í kringum hana að lagast því síldinni er dælt beint inn í hús. Síldin er flokkuð um leið í svokall- aðri flæðivog. Starfsmenn Borgeyjar dældu upp úr Húna- röstinni um 50 tonnum á klukku- tíma þegar þeir voru að prufa dæl- una. Sýnir þetta dæmi að löndun- arbið skipa ætti að styttast til muna með þessari dælu. Sfldin sem Borgey hf. fékk var flökuð og fryst. Var búist við meiri síld til Borgeyj- ar í vikunni. MM Háþrýstitæki Háþrýstitækin eru ein vinsælustu og vönduðustu tækin á markaðinum í Evrópu. Háþrýstitækin eru kröftug tæki sem ná hámarks árangri með lágmarks vatnsnotkun. Vinnuþrýst- ingur tækja er frá 140 BAR upp í 250 BAR. 200-250 BAR fylgir hjólavagn, 10 m slanga, vönd- uð byssa og sápuskammtari. Eigum einnig á lager sandblásturstæki og hreinsi- efni til nota í háþrýstitæki fyrir matvælaiðnað, landbúnað, fiskiskip, bíla- og vélaverkstæði. Eig- um á lager 140 BAR og 200 BAR tæki. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. / r JAKO vélar og efnavörur Auðbrekku 24, Kópavogi. S. 91-641819.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.