Austri - 07.10.1993, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 7. október 1993.
AUSTRI
5
BARNAGAMAN
Nafn: Davíð Guðjónsson.
Heimili: Fellabæ.
Aldur: 7 ára.
Hvað er skemmtilegast að gera?
Hjóla. Ég fékk nýtt hjól í sumar.
Hefur þú farið til útlanda? Nei.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Taka til í herberginu mínu.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Kannski lögga.
Hvaða bækur finnst þér skemmti-
legast að lesa? Ég er ekkert farinn
að lesa. Ég skoða myndirnar.
Attu margar bækur? Nei, ekki svo.
Hvað varst þú að gera í sumar?
Leika mér aðalega_. Jú, ég fór til
Akureyrar og Reykjavíkur.
Hvað er skemmtilegast í sjónvarp-
inu? Turtuls teiknimyndimar.
I hvaða bekk ertu í skólanum?
Öðmm bekk.
Hvað er skemmtilegast að læra?
Mér finnst bara allt.
En leiðinlegast? Ég veit ekki. Ekk-
ert.
Er gott að búa í Fellabæ? Já, það
finnst mér.
að finna er það er erfitt að komast
þangað. Getið þið hjálpað honum að
komast rétta leið?
SKRÝTLUR
Þrír skátar komu til foringja síns
og sögðu honum að þeir hefðu
gert góðverk þann dag. “Við
hjálpuðum lítilli, gamalli konu
yfir götuna”, sögðu þeir. “Það
var fallega gert”, sagði foringinn
brosandi. “En af hverju þurfti
þrjá til að hjálpa henni yfir göt-
una?” “Af því að hún vildi ekki
fara yfir”, svaraði einn skátanna.
Maður nokkur kom til augn-
læknis. “Eg er farinn að sjá svo
illa upp á síðkastið”, sagði hann.
“Þá skaltu bara borða eins mikið
af gulrótum og þú getur í þig lát-
ið”, sagði læknirinn. “Eru gul-
rætur góðar fyrir sjónina?” “Vit-
anlega. Hefur þú kannski
nokkurn tíma séð kanínu með
gleraugu”.
Sigga litla var við brúðkaup með
mömmu sinni. Þá kom gömul
frænka yfir til þeirra. Sigga litla
leit skelfingaraugum á hrukkað
andlit frænku og sagði um leið
og hún benti framan í hana:
Svona verð ég lfka þegar ég hef
verið of lengi í baði”.
- Er þetta boltinn þinn?
- Brotnaöi rúöan?
- Nei.
- Já, þetta er boltinn minn.
Krakkar sendið í
Bárnagaman myndir
og sögur sem þið haf-
ið gert. Einnig væri
gaman að fá vísur,
gátur og
brandara.
Sendið til Vikublaðs-
ins Austra, Lyngási 12,
700 Egilsstaðir.
Felumynd
Eigandi sleðans er horfinn.
Getiö þiö fundiö hann?
- Hvaö ertu gamall?
- Sjö ára.
- Þaö er ómögulegt, svona
óhreinn getur maöur ekki
oröiö á aðeins sjö árum.
Fréttatilkynning frá Bændaferðum
Bretland
8 dagar og 7 nætur.
Flogið verður til Glasgow laug-
ardaginn 30. október. Samdægurs
verður ekið suður um vatnasvæðið
til Harrogate, þar verður gist næstu
3 nætur á Hospitality Inn hótelinu.
Víkingasafnið í Jórvík verður skoð-
að en íslendingurinn Magnús
Magnússon segir frá því helsta sem
fyrir augum ber á ferð aftur í tím-
ann. Ýmislegt annað verður skoðað
í Jórvík. Þá verða tveir bændur
heimsóttir skammt frá Harrogate
annar er með gott fjárbú og holda-
gripi en hinn er með all stórt kúa-
bú, fullvirðisréttur hans eru 1.2
milljónir ltr. af mjólk á þessu ári.
Að lokinni dvöl í Harrogate
verður farið til Newcastle og gist
þar í tvær nætur. Þaðan verður ekið
til Edinborgar m.a. verður kastalinn
skoðaður og síðan ekið til Glasgow
og gist þar síðustu tvær nætumar. I
Glasgow verður m.a. farið í heim-
sókn í nýja trúarbragðasafnið, sem
er einstakt og einnig verður ýmis-
legt gert sér til gamans. Komið
verður heim til íslands 6. nóvem-
ber. Gert er ráð fyrir að þessi ferð
kosti kr. 42.000 á mann. Er þá allur
akstur innifalinn, gisting, góður
morgunverður á fyrsta flokks hótel-
um, skattur, gjöld og fararstjórn.
írland
8 dagar og 7 nætur
Þetta verður sérstök ferð því írar
hafa skipulagt mjög skemmtilega
dagskrá fyrir væntanlegan hóp í
borginni Waterford á suður írlandi.
Ferðatilhögun verður í stuttu máli
þannig: Flogið til Dublínar mánu-
daginn 22. nóvember. Þaðan verður
ekið til Waterford. Tekið verður á
móti hópnum af Verslunarráði
borgarinnar og boðið upp á hress-
ingu. Síðan verður hópnum boðið á
skemmtidagskrá á Juris hótelinu
þar sem verður gist næstu 3 næt-
urnar. Daginn eftir verða þátttak-
endur viðstaddir í miðborg Water-
ford þegar kveikt verður á jólaljós-
um. Jólasveinninn mætir og allir
þátttakendur fá jólapakka. Þá verð-
ur skoðað mjög merkilegt safn í
Tramore. Einnig verður Waterford
kristalverksmiðjan og brugghús
heimsótt. Þá verður farið í kráarrölt
í fylgd heimamanna og lagið tekið
og hlustað á ljúfa írska tónlist.
Þegar ekið verður til baka til
Dublínar verður komið við á
bændaskóla. Einnig verður hinn
sögufrægi staður Glendalough
heimsóttur. Síðustu 4 nætur verður
gist á Burlington hótelinu í Dublín.
Ýmislegt verður á dagskrá þessa
daga m.a. heimsókn í Dublínar
kastala.
Þessi ferð kostar aðeins 36.500 á
mann. Innifalið í verðinu er akstur,
gisting á mjög góðum hótelum með
írskum morgunverði, allir skattar
og öll dagskráin í Waterford sem er
að hluta til í boði íra.
Nánari upplýsingar um ferðimar
veita Halldóra og Agnar hjá Stétt-
arsambandi bænda í síma 91-
630300.
Páll á Hallorms-
stað heiðraður
Á 90 ára afmælishátíð gróðrar-
stöðvarinnar á Hallormsstað var
Páll Guttormsson heiðraður, en
hann hefur áratugum saman unnið
hjá skógræktinni, lengst af sem
verkstjóri. Þar sem mér tókst ekki
að ná tali af heiðursgestinum á af-
mælishátíðinni ákvað ég að heim-
sækja hann daginn eftir í íbúð hans
að Miðvangi 22 á Egilsstöðum og
áttum við þar saman dálítið spjall.
Enginn maður hefur fylgst lengur
með vexti og viðgangi Gróðrar-
stöðvarinnar, en Páll, sem er fædd-
ur og uppalinn á Hallormsstað,
sonur hjónana Elísabetar Sigurðar-
dóttur og Guttorms Pálssonar,
skógarvarðar. Á Hallormsstað hef-
ur hann átt allt sitt ævistarf að und-
anskyldum þeim tíma sem hann var
við nám og árunum sem hann hefur
búið hér á Egilsstöðum, en hingað
flutti hann árið 1989. Reyndar
fagnaði Páll einnig merkum tíma-
mótum á árinu, en hann varð átt-
ræður þann 25. maí síðastliðinn.
Ævistarfið og sambúðin við
skóginn virðist hafa farið vel með
Pál. Það er ekki að sjá að það sé
áttræður maður, sem býður mér að
ganga í vistlega stofu þar sem
fallegar stofuplöntur í gluggum
bera natni húsráðanda vitni. Og
þótt Páll sé hættur störfum er um-
hyggjan fyrir skóginum sú sama og
bóndi, fyrst á nýbýlinu Sólheimum
og síðar á Hallormsstað. Eftir að á-
kvörðun um skógræktamám hafði
verið tekin byrjaði Páll að undirbúa
sig. Nám stundaði hann að hluta til
undir leiðsögn föðursystur sinnar
Sigrúnar Blöndal og manns hennar
Benedikts og segir Páll að þau hjón
hafi haft mikil áhrif á sig og mótað
sig á margan hátt. Þau höfðu þá
stofnað unglingaskóla í Mjóanesi,
sem seinna var gerður að hús-
mæðraskóla og fluttur að Hall-
ormsstað.
Þar sem búfræðinám þótti hag-
nýtt áður en haldið yrði utan til
skógræktamáms fór Páll í bænda-
skólann á Hólum. Nokkrum ámm
seinna fór hann til Danmerkur og
lagði þar stund á verklegt skóg-
ræktarnám og síðar til Noregs þar
sem hann var við nám í Stenkjær.
Jafnframt las hann ýmsar fræði-
bækur um skógrækt.
Frá 1941 var Páll fastur starfs-
maður hjá skógræktinni, lengst af
sem verkstjóri í gróðrarstöðinni, en
af því starfi lét hann 1974. Eftir
það vann hann við ýmis störf í
skóginum þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir 1983. Áfram
hafði hann þó á hendi ýmis trúnað-
arstörf svo sem veðurathuganir en
þær hafa verið stundaðar á Hall-
ormsstað frá 1938 og annaðist hann
Páll með áritaða handunna skál úr íslensku lerki sem hann hlaut í viðurkenningarskini
fyrir störfsín í þágu skógrœktar. Bókahillurnar og skrifborðið sem hann situr við smíð-
aði Sigurður Guttormsson bróðir hans.
hann segist fara mánaðarlega og
fylgjast með vexti og ástandi
trjánna. Glaður í bragði segir hann
mér, að þakka megi hlýjum og sól-
ríkum septembermánuði, að eftir
annars kalt og sólarlítið sumar
megi ástand skógarins teljast nokk-
uð gott. Við víkjum talinu að æsku-
árunum og námsferlinum. Páll seg-
ist hafa byrjað ungur að hjálpa til á
æskuheimili sínu, var þá mest að
snúast í kringum búsmalann og
vakti m.a. yfir túninu með Berg-
ljótu systur sinni. Eftir fermingu
byrjaði hann ásamt bróður sínum
Sigurði að vinna við skógræktina
þegar þess var þörf. Og þegar farið
að huga að framtíð þeirra bræðra
varð fljótlega ákveðið að það yrði
Páll sem færi í skógræktamám.
Sigurður sem var hneigður til
smíða fór í smíðanám og varð síðar
þær frá 1941 þangað til hann flutti í
Egilsstaði 1989 eða í tæp 50 ár.
Páll hefur í árana rás unnið með
fjölda manna og eignast marga
góða vini og minnist hann þeirra
kynna með ánægju og gleði. Af
vinnufélögunum eru honum hug-
stæðastir bræðumir Baldur og
Bragi Jónssynir sem verið hafa
starfsfélagar hans um áratuga
skeið. Þegar ég spurði Pál hvaða
trjátegund hann héldi mest upp á
svaraði hann að honum þætti vænst
um blágrenið það semdi sig svo vel
að íslenskum aðstæðum og næði
t.d. að fella fræ með nokkurra ára
millibili. í skógrækt hugsa menn
ekki í árum heldur í öldum. Lands-
menn munu því lengi enn njóta
verka Páls á Hallormsstað í þágu
skógræktar á Islandi.
AÞ
1
1
I
I
Veitum eftirfarandi þjónustu
Stillingar og upptektir á vélum.
Stiilibekkir fyrir olíuverk og spíssa.
Varahlutir í allar bensín- og dieselvélar.
Rennum sveifarása
Borum blokkir.
Plönum hedd.
Rafsjóðum á sveifarása og öxla og gegnumlýsum.
|§f| VÉLALAND hf.
Skeifunni 17,108 Reykjavík
Sími 91-814515 - Fax 91-814510