Austri


Austri - 07.10.1993, Blaðsíða 8

Austri - 07.10.1993, Blaðsíða 8
Óbreytt áætlun til Reykjavíkur frá Egilsstöðum. Kl. 14:30 á mánud., miðvikud. og föstud. Kl. 15:25 á þriðjud. og fimmtud. Kl. 15:55 á sunnud. Islandsflug Alla daga frá Reykjavík kl. 13:00 nema laugard. Umboðið Egilsstöðum, sími 12333 Skrifstofuhjálp Sími 97-41441 * Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Pórarinssonar ^ Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 Vopnafjörður Dilkar með vænsta móti Hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga hófst slátrun 20. september og er reiknað með að henni Ijúki 22. október. Slátrað verður rúmlega tólf þúsund fjár sem er um eitt þús- und færra en í fyrra, en í Vopna- firði hefur sláturfé farið fækkandi ár frá ári. Að sögn Hjálmars Björg- úlfssonar, sláturhússtjóra, vinna við slátrunina 45 manns en slátrað er 540 kindum á dag. Vel gekk að fá fólk til starfa og kemur það flest úr sveitinni. Vegna hins góða veður- fars í haust eftir kalt sumar hefur féð verið á beit í nýgræðingi fram að þessu og er því mjög vel á sig komið en helst til of feitt, sem kemur niður á flokkuninni. Meðal- vigt er rétt rúm 16 kíló og vænsti dilkurinn sem lagður hefur verið inn til þessa ( 4. október) vó 27,4 kfló. AÞ Tekið til höndunum við fláninguna. Austramynd AÞ Slæm umgengni í skálanum við Snæfell Slæm umgengni hefur verið við Snæfellskála í haust. Sorp hefur verið skilið eftir bæði inni og úti við skálann. Mikil umferð hefur verið við Snæfell frá því að skálavörslu lauk í haust, en Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á skálann þar. Að sögn Þórhalls Þorsteins- sonar, formanns félagsins hefur skálinn talsvert verið notaður í haust og þá sérstaklega af hrein- dýraveiðimönnum, án þess að greitt hafi verið fyrir aðstöðu. “Hreindýraeftirlitsmenn sem koma nteð veiðimenn inn á há- lendið eiga að sjá til þess að þeirra menn greiði gistigjöld og gangi vel um í þeim skálurn sem þeir nota í veiðiferðum og að sorp sé tekið til byggða” segir Þórhall- ur, hann vill þó taka fram að um- gengni sumra veiðimanna hafi verið til fyrirmyndar. Þórhallur vill að lokum ítreka það að þeir sem ferðast um há- lendið taki með sér allt sorp til byggða en skilji það ekki eftir við fjallaskála eða á víðavangi. MM Sameiginlegt fótboltalið á Eskifírði og Reyðarfirði næsta sumar Nýlega, á sameiginlegum félags- fundi, gerðu ungmennafélagið Val- ur á Reyðarfirði og ungmennafé- lagið Austri á Eskifirði með sér samkomulag um að senda sameig- inlegt lið í meistaraflokki karla í 4. deild knattspyrnu. Að sögn Sigur- jóns Baldurssonat, formanns Vals, er stefnt að því að spila sameigin- lega næstu þrjú keppnistímabil þar sem talið var að dæmið gæti ekki gengið upp á einu ári, heldur yrði að reyna þetta í þrjú ár en þó með endurskoðun á hverju ári. Var það samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Var samþykkt að spila undir heitinu Knattspyrnubandalag Vals og Austra, skammstafað KVA. Með þessu væri ekki verið að stofna nýtt félag þar sem starf- semi yrði óbreytt í yngri flokkun- um. Fótboltaæfingar verða eftir aðstæðum ýmist á Reyðarfirði eða á Eskifirði. Heimaleikjum verður skipt jafnt á milli staðanna. Meist- araflokkar kvenna í 2. deild hafa spilað sameiginlega undanfarið. Sigurjón sagði ávinninginn þann með þessu að hægt verður að koma fram með sterkt lið, svo yrði fjár- hagsdæmið ekki eins mikið og til að ná góðum árangri yrði að hafa hópinn stærri. MM Kínverskir hljómleikar Nú fyrstu dagana í október ber að garði okkar Austfirðinga kær- komna gesti frá fjarlægri heims- álfu. Fimm manna kínversk hljóm- sveit heldur tónleika í Egilsstaða- kirkju mánudagskvöldið 11. okt. n.k. kl. 20:30. Hljómsveitin er hér á ferð t tilefni fjörutíu ára afmælis menningartengsla Islands og Kína. Flutt verður eingöngu kínversk al- þýðutónlist sem leikin verður á kín- versk hljóðfæri. Full ástæða er til að vekja athygli fólks á þessari merkilegu og sérstæðu heimsókn og því tækifæri sem býðst til að hlusta á þessa ágætu listamenn, sem hér eru á ferð og skyggnast um leið inn í menningarheim framandi þjóðar. Auk þess að leika hér á Eg- ilsstöðum verður hljómsveitin með hljómleika á Akureyri, Isafirði og í Reykjavík. Verði aðgöngumiða verður mjög í hóf stillt eða 500 krónur. Eingöngu verður leikin kínversk alþýðutónlist á þarlend hljóðfœri. KURL Fyrir nokkru olli fjaðrafoki £ fjöl- miðlum lax sem veiddist vestur á fjörðum, troðfullur af þorskseiðum. Laxinn var merktur og reyndist að sögn Vestfirska fréttablaðsins eign Orra Vigfússonar "laxaföður”. í til- efni af þessum atburði barst eftirfar- andi vísa inn á borð kurlritara. Arans laxinn etur þorsk af því fregnir greina, þar af glottir þjóðin sposk því er ekki að leyna. Sameining sveitarfélaga er nú of- arlega á baugi og víða tekið á mál- inu í fjölmiðlum um þessar mundir. í blaðinu Borgfirðingi sem gefið er út í Borgamesi var fyrir nokkru haft eftir ónefndum Norðdælingi að ekki kæmi til greina að Norðurárdals- hreppur sameinaðist nokkm sveitar- félagi nema Reykjavík, þar sem þeir hefðu innan sinnar sveitar eins og Reykvíkingar bæði háskóla og lax- veiðiá. Til skýringar má þess geta að um Norðurárdal rennur gjöf- ulasta laxveiðiáin á þessu sumri, Norðurá og í hreppnum er Sam- vinnuháskólinn að Bifröst. Þjóðarréttir eins og svið og slátur hafa á þessu hausti lítið verið til umræðu með þjóðinni: í staðinn hefur hún beðið með sultardropa á nefi eftir að fá að taka þátt í skinku og kalkúnalæraveislu Jóns Bald- vins. A nokkrum stöðum á landinu var frestað göngum að sagt var vegna góðrar haustveðráttu. En kurlritara býður í grun að það hafi verið yfirvarp, en bændur fram á síðasta dag gert sér vonir um að inn- flutningsmálin leystust og að blessuð skinkan og kalkúnakríkam- ir enduðu að lokum á borðum lands- manna og þar með í mal gangna- manna. Sagt er að slík fæða fari einkar vel í maga og sé því mun hollari brattgengum smölum, heldur en það spikfeita hangihjöt sem til þessa hefur þótt sjálfsagður kostur í göngum. Þá hefur þessi margumtal- aði innflutningur verið vatn á myllu skáldanna, eins og eftirfarandi limra eftir Guðbjart Össurarson sem birt- ist í 33. tölublaði Eystrahoms sýnir: Stundum í stjómmálagjótum er starfað á margskonar nótum. Þó stjómin sé veik stendur hún keik á forláta kalkúnafótum. |rr | Litmynda ^ Cjósritun Hentar til að taka eftir gömlum Ijósmyndum og slidesmyndum. Stœkkum myndir í lit og svarthvítu.Fjölföldum litmyndir í A4 og A3 stœrðum á pappír og glœrur. Litljósritum myndir til þess að setja á boli. Umboðsmenn á Austurlandi: Bókaverslun Brynjars, Neskaupstaö, Shell-skálinn, Eskifirði, Kaupfélagiö Djúpavogi, Lykill, Reyðarfirði, Kaupfélagíð Breiðdalsvík, Söluskáli Stefáns Jónssonar, Fáskrúðsfirði, Kaupfélagiö Stöðvarfirði, Bókaverslun AB og ES, Seyðisfirði, Hótel Tangi, Vopnafirði. Framköllunar- V. þjónusta! y) HRAÐ mytiá Miðvangi 2-4, Egilsstöðum, sími 11777 Opið á laugardögum til kl. 14:00

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.