Austri - 06.01.1994, Qupperneq 2
2,
AUSTRI
Egilsstöðum, 6. janúar 1994.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi.
Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir,
pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Biaðamenn: Arndís Þorvaidsdóttir og Marinó Marinósson.
Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir.
Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöiuverð kr. 120,-
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum.
Austri kemur út á fimmtudögum.
Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir ki. 10:00 föstudaga.
Efni skal skila á diskum eða vélrituðu.
Austri er aðiii að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Avit
tíma
Að upplifa áramót er áþekkt því að koma að áning-
arstað á langri ferð og reyna að gera grein fyrir lands-
laginu framundan áður en lagt er upp á ný.
Hér heima fyrir eru alvarlegustu horfurnar sem við
blasa á nýju ári áframhaldandi aflasamdráttur, og aukið
atvinnuleysi. Það eru einnig erfiðleikar og óvissa í
landbúnaðinum. Hins vegar er ekki ástæða til örvænt-
ingar þó á móti blási um sinn. Uppbygging liðinna ára,
sem oft er talað um í lítilsvirðingartóni, hefur skilað
þjóðinni möguleikum til þess að sækja fram, meðal
annars til nýrra atvinnuhátta í sjávarútvegi. Utflutn-
ingsverðmæti sjávarafurða hefur ekki dregist saman að
marki, þrátt fyrir minnkandi afla. Miðað hefur áfram til
meiri fullvinnslu hér heima, og möguleikar liggja í á-
framhaldandi sókn á þeirri braut.
Um þessi áramót er haldið inn á áður óþekktar braut-
ir í alþjóðlegu samstarfi. EES samningurinn tekur gildi
og það sér fyrir endann á Gatt samkomulaginu. Það er
skylda okkar Islendinga að halda þannig á þeim málum
að íslenskir atvinnuvegir bíði sem minnstan skaða af,
um leið og nýtt eru þau sóknarfæri sem þessir samn-
ingar bjóða. Hugarfar íslenskra stjórnvalda skiptir
sköpum í þessu efni.
Svo sannarlega hefur verið umrót í alþjóðamálum á
þessum síðasta áratugi þessarar aldar. Heimsmynd eft-
irstríðsáranna hrundi í upphafi hans. Það var fagnað og
vonað að upp rynni betri tíð og sannur friður. Því mið-
ur er það enn aðeins von. Grimmilegasta stríð síðari
ára geisar í Evrópu, óvissa er um pólitíska þróun í
Rússlandi, víðlendasta ríki veraldar. Hins vegar hefur
málum þokað fram í Miðausturlöndum þótt enn sé ó-
vissa um framgang þeirra friðarsamninga sem gerðir
voru á síðasta ári.
Það er einlæg von að friðvænlegra verði á komandi
tíð, en leiðin til friðsamlegrar sambúðar er löng og
ströng.
Tuttugasta öldin er öld hraðfara tækniframfara. Eitt
af mestu vandamálum samtímans er að sú tækni sem
maðurinn hefur fundið upp leysir æ fleiri vinnandi
hendur af hólmi. Við Islendingar förum ekki varhluta
af þessari þróun. Brýnasta þjóðfélagsmálið nú í árs-
byrjun 1994 er að bregðast við þessum aðstæðum. Sú
spurning er brennandi hvernig hægt er að tryggja vinn-
andi fólki verkefni í alþjóðlegri samkeppni sem krefst
að tækniframfarir séu notaðar til hins ýtrasta.
Austri þakkar lesendum sínum góð samskipti á liðnu
ári og óskar þeim farsældar á því sem er að byrja, sem
og landsmönnum öllum. Persónulega þakkar leiðara-
höfundur austfirðingum gott samstarf og samskipti á
liðnu ári, og öðrum þeim lesendum sem efni blaðsins
nær til.
J.K.
óvissra
“ Pabbi það er mörgæs undir
bílnum okkar”
Það var 16. desember hér í Fella-
bæ, eftir norðan hríðarveður að
dóttir mín, ásamt vinkonu sinni,
kom inn með miklu írafári og til-
kynnti mér þetta. Ég rengdi að
sjálfsögðu barnið en hún gaf sig
ekki og sagði það vera ófleygan
fugl alveg eins og “Georg mör-
gæs”, sparibaukinn sinn frá Is-
landsbanka. Ég fór út að kanna
málið og mikið rétt þama var fugl
að bægslast um í snjónum, reyndar
ekki mörgæs en ekki ósvipaður
nema að stærðinni til, nefnilega
haftyrðill. Haftyrðill er af svart-
fuglsætt. einn af minnstu sjófugl-
um, á stærð við skógarþröst en
kubbslegri. Þegar ég hafði trúað
eigin augum, handsamaði ég fugl-
inn og hafði samband við Skarp-
héðinn Þórisson og spurði hann
ráða um hvað best væri að gera fyr-
Antonía Baldursdóttir og Auður Freydís
Þórsdóttir ásamt haftyrðlinum sem þær
fundu við Miðfell 3 í Fellabœ.
ir gestinn. Sagði hann að best væri
að koma honum á sjó, annars dræp-
ist hann á u.þ.b. tveimur dögum.
Haftyrðilinn lifir á Norður-íshafi
og færir sig suður til norður
Atlandshafs á vetrum og hrekst þá
oft langt inn í land í vetrarstórviðr-
um. Skarphéðinn nefndi í því sam-
bandi ferðasögu eftir Benedikt Jón-
asson á Seyðisfirði, þar sem hann
segir frá ferð á Snæfell sumarið
1925. Þar minnist Benedikt á það
að þeir félagarnir fundu frosinn
haftyrðil uppi á Snæfellstindi. Það
er því með ólíkindum hvað þessi
fugl getur flogið langt á stuttu
vængjunum sínum. Ég gekk síðan
frá gestinum í kassa og fór á stúf-
ana til að finna einhvern sem ætti
leið niður á firði. það gekk vel og
haftyrðillinn fékk far með Þórhalli
Þorvaldssyni kennara á Eskifirði,
sem sagðist skyldi “ýta hafdurtin-
um á flot” eins og hann orðaði það.
Allir voru sælir í hjartanu yfir að
geta unnið kærleiksverk eins og
boðskapur jólanna innrætir oss.
Baldur Grétarsson.
f
MINNING
Þorbjörg Sigurðardóttir
Löndum II, Stöðvarfírði
Fædd: 23.04.1923 Dáin: 24.11.1993
Okkur langar í fáum orðum að
minnast elskulegrar frænku okkar,
Þorbjargar Sigurðardóttur sem lést
á Borgarspítalanum þann 24. nóv-
ember síðast liðinn.
Margar góðar stundir áttum við
með Tobbu eins og við kölluðum
hana alltaf. Tobba var ætíð glöð og
kát og í góðra vina hópi naut hún
sín best. Henni þótti afar vænt um
börn og vöktu brúðurnar sem hún
prjónaði svo listilega vel hrifningu
barna okkar og annarra.
Um leið og við þökkum Tobbu
allar góðu stundirnar sem við áttum
með henni í gegnum árin biðjum
við góðan guð að geyma hana.
Nú legg ég augun aftur
Ó, guð, þinn náðarkraftur
Mín veri vörn í nótt
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Foersom-sb.1871- S.Egilsson)
Kalli, Fríða, Hafey, Maddý
og fjölskyldur.
Þorbjörg
Sigurðardóttir
frá Hvammi í
Fáskrúðsfírði
Ekki datt mér í hug að nafna
mín ætti svona skammt eftir, ólifað
er við fórum til berja í blíðviðrinu í
september.
Við höfum haft þann sið að fara
saman í berjamó undanfarin mörg
sumur, höfum þá valið gott veður
til þess að njóta sem best útiver-
unnar og stundarinnar í ró og næði.
Við spjölluðum saman um
heima og geima, eins og við vorum
vanar, en ekki minntist hún á það
einu orði að hún væri eitthvað
lasin, enda ekki vön að kvarta né
bera tilfinningar sínar á torg. Þetta
var því síðasta ferðin okkar.
Það hefur alla tíð verið náinn
kunningsskapur milli okkar hjón-
anna og fjölskyldunnar í Hvammi.
Við bjuggum í Kaupfélagshúsinu
öll árin er Björn var kaupfélags-
stjóri hér.
Þá voru engir bflvegir, aðallega
farið gangandi í kaupstað, sem er
löng leið, svo auðvitað á bátum, ef
sækja þurfti þungavöru.
Það var því kærkomið tækifæri
fyrir fólk að koma við hjá okkur,
tylla sér smástund og fá kaffisopa.
Það kom nokkrum sinnum fyrir að
þær mágkonumar Hólmfríður og
Þorbjörg komu við hjá mér.
Nafna mín var heldur ekki búin
að gleyma því, er við hittumst hér
aftur, eftir margra ára fjarveru.
Hún hefur alla tíð búið á heimili
bróður síns Magnúsar og konu hans
Hólmfríðar og tók að sér heimilið
er hún féll frá. Hún minntist ávallt
mágkonu sinnar með mikilli virð-
ingu og hlýleika.
Eftir fráfall Hólmfríðar, hætti
Magnús búskap og öll fjölskyldan
flutti hingað. Hann fór að vinna hjá
kaupfélaginu.
Asamt því að hugsa um heimil-
ið, var nafna mín oft að líta eftir
bömum Betu frænku sinnar, sem
bjuggu í sama húsi.
Ég var svo fegin að hún kom
með þau, hér átti ég enga fjöl-
skyldu og var með hálfgert óyndi
er ég kom hingað aftur.
Þau voru öll svo yndisleg og
þótti gaman að vera hér stund og
stund og nutu þess. Yngri systirin
laumaði einu sinni bréfi í lófa
minn, sendibréfi sem ég á enn til
minningar um þessar ógleymanlegu
stundir.
Nafna mín var harðdugleg bæði
við úti og inniverk, síðustu árin
vann hún mikið við handavinnu,
hún gat töfrað fram alls kyns leik-
föng, brúður,bangsa og önnur lista-
verk, að ógleymdum öllum fallegu
vettlingunum og sokkunum er hún
prjónaði á flest börnin í fjölskyld-
unni. Hún var eins og besta amma.
henni þótti afar vænt um þau öll.
Fjöldamargir aðrir nutu gjaf-
mildi hennar, enda fljótvirk og af-
kastamikil.
Þessa dagana hugsa ábyggilega
margir til hennar með þakklæti.
Eins og ein, lítil frænka hennar, er
á heima í Englandi hafði sagt, er
hún var beðin að velja eitthvað á
jólagjafalistann, „að frænku minni
batni fljótt,,. Þetta var fallega sagt
og lýsir best viðhorfi bamanna til
hennar.
Brúðurnar hennar og bangsamir
hafa glatt margt bamið, bæði utan-
lands og innan og leitt þau inn í
draumalandið.
Nafna mín gerði ekki miklar
kröfur sér til handa. Hún var alla
ævina að liðsinna bömum.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti, fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig, og of langt yrði
upp að telja. En samt var best vin-
átta hennar. Það var sannarlega gott
að eiga hana að.
Blessuð sé hennar minning.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þorbjörg Einarsdóttir.