Austri


Austri - 06.01.1994, Blaðsíða 4

Austri - 06.01.1994, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 6. janúar 1994. f MINNING Guðlaug Sigurðardóttir * frá Utnyrðingsstöðum Fædd 4. október 1899 - Dáin 4. desember 1993 Þótt við vitum að sá er gangur lífsins að fólk eldist og deyr að lok- um kemur það okkur alltaf jafn mikið á óvart þegar aldrað fólk sem við höfum þekkt lengi hverfur úr þessari jarðvist. Einkum og sér- ílagi fólk sem hefur verið samofið ævi manns og lífi frá barnæsku. Því fékk ég tár í augun og kenndi sviða fyrir brjósti þegar hún móðir mín hringdi í mig og sagði mér að hún Lauga á Útnyrðingsstöðum væri dáin. Með láti Guðlaugar Sigurðardótt- ur frá Útnyrðingsstöðum í Suður- Múlasýslu lauk ákveðnum kapítula í lífi mínu. Og þó. Ef til vill voru það aðeins greinaskil. Nær væri mér líklega að segja að nýr kapítuli lífs míns hafi hafist snemmsumars árið 1954 þegar ég lenti á Egils- staðaflugvelli sjö ára hnokki, kom- inn “í sveitina” í fyrsta sinn. Mér er það enn í fersku minni, eftir nærri 40 ár, þegar ég skimaði í kringum mig og kom auga á Laugu þar sem hún gekk í áttina til mín. Eg hafði aldrei séð þessa konu fyrr, en þennan dag varð hluti af mér Héraðsbúi og Lauga fóstra mín. Hún hafði verið skólasystir móður- ömmu minnar í Kennaraskólanum í byrjun þriðja áratugar aldarinnar og kunningsskapur hennar við afa og ömmu hélst alla tíð síðan. Sumrin mín á Útnyrðingsstöðum urðu sex en hið sjöunda réð ég mig til beitn- inga og sveitastarfa á Vattarnesi við Reyðarfjörð vegna þess að ég gat ekki slitið mig frá Austurlandi. Dætur mínar hafa aldrei trúað mér almennilega þegar ég hef sagt þeim að sjö ára gamall hafi ég fengið hrífu í hendur og byrjað að snúa í, kraka og drfla; einnig að taka svörð og jafnvel slá með orfi og ljá þegar mér óx fiskur um hrygg. Þær trúðu hins vega frá- sögnum mínum af leikjum okkar barnanna á Útnyrðingsstöðum frammi í Kvíaholti þar sem við höfðum kjálka, leggi og horn fyrir búsmala og áttum okkur bú svipað og íslensk sveitabörn hafa átt frá ómunatíð, að vísu með lítilsháttar ívafi af þeirri tækni- og vélaöld sem þá var að renna upp á Islandi, þó snöggtum seinna á Austurlandi en víðast annars staðar á landinu. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þeirri gömlu íslensku sveitamenningu sem enn eimdi töluvert eftir af á Austurlandi um miðja öldina. Fljótsdalshérað var þá enn ekki rafvætt og heyvinnu- vélar nánast óþekktar; ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að læra ýmis af þeim gömlu vinnu- brögðum sem nú eru óðast að gleymast, orðin forminjar og varð- veitt á Arbæjarsafni. Þakklátastur er ég þó fyrir að hafa fengið að vera undir hand- leiðslu þessarar sterku og dugmiklu konu í nokkur sumur á mesta mót- unarskeiði mínu. Þess er ég full- viss að ég bý að uppeldi hennar æ síðan og að þau áhrif sem ég varð fyrir sumrin á Útnyrðingsstöðum hafi orðið mér gott veganesti í lífinu. Guðlaug var uppalandi af lífi og sál, mótuð af hugsunarhætti þess 19. aldar fólks sem ól hana sjálfa upp. Hún kenndi okkur samvisku- semi, vinnusemi og iðni og hún kenndi okkur að vera góð við dýr- in. Hún kenndi okkur að hlýða; hyskni var eitur í hennar beinum. Enda datt víst engu okkar annað í hug en gera það sem til var ætlast af okkur. Lauga sá lflca til þess að við bærum okkur vel, réttum úr okkur og hengsluðumst ekki með hendur í vösum, töluðum fallega - segðum til dæmis ekki “takka fyr- ir”, heldur “þökk fyrir”. Hún lét okkur skrifa foreldrum okkar bréf reglulega og skýra skilmerkilega frá því helsta sem gerst hafði. Hún kenndi okkur líka að horfa í kring- um okkur, sagði okkur nöfnin á fjöllunum sem blasa við af hlaðinu á Útnyrðingsstöðum og helstu ör- nefni í næsta nágrenni. Reyndar er ég ekki viss um að hún hafi bein- línis kennt okkur þetta; það var ein- hvern veginn hluti af tilverunni að kunna skil á landinu. Guðlaug fæddist á Útnyrðings- stöðum árið 1899. Hún var næst elsta barn hjónanna Sigurðar Jóns- sonar og Önnu Sigríðar Jónsdóttur. Anna Sigríður var systir Þorsteins M. Jónassonar sem lengi var skóla- stjóri og bókasali á Akureyri, og þingmaður Norð-Mýlinga um hríð. Þorsteinn var skólastjóri og útgerð- armaður í Bakkagerði á Borgarfirði eystra frá 1909 til 1921 og Guðlaug dvaldist oft hjá frænda sínum á þeim árum, allt þar til hún hélst suður til Reykjavíkur og settist í Kennaraskólann, árið 1920. Þaðan lauk hún prófi árið 1923 og gerðist farkennari á heimaslóðum, í Valla- hreppi og Eiðaþinghá. Móðir Guð- laugar og Ólína systir hennar létust árið 1924 og tveimur árum seinna lést önnur systir hennar, Jónína, sem hafði tekið við búsforráðum á Útnyrðingsstöðum. Það ár, 1926, hætti Guðlaug kennslu og tók við bústjórn hjá föður sínu. Einnig tók hún í fóstur systrasyni sína tvo, Sigurð Stefánsson og Jón Ólafsson. Yngstu systkini hennar, Þorsteinn og Sigríður, voru þá á ungum aldri. Guðlaug var við búskapinn næstu 16 árin en sagði þó ekki al- veg skilið við kennsluna heldur hélt heimaskóla á Útnyrðingsstöðum allan þann tíma og kenndi mörgu barninu lestur, skrift og góða siði. Arið 1942 voru fóstursynirnir orðn- ir stálpaðir og hún gerðist farkenn- ari á ný en var heima á Útnyrðings- stöðum á sumrin. Frá árinu 1948 þegar nýtt íbúðarhús var reist á Út- nyrðingsstöðum, bjó hún í tvíbýli á móti Sigríði systur sinni, sem hafði gifst Tryggva Sigurðssyni. Þau hjónin búa nú á elliheimilinu á Eg- ilsstöðum. Þorsteinn bróðir þeirra nam Iæknisfræði og var í áratugi héraðslæknir á Egilsstöðum, en er nú sestur í helgan stein fyrir all- mörgum árum. Lengi stýrði Sig- urður, fóstursonur Guðlaugar, bú- skapnum á jarðarparti hennar en á sjöunda áratugnum reisti hann ný- býlið Lönguhlíð, skammt fyrir inn- an Útnyrðingsstaði, ásamt Aðal- björgu Stefánsdóttur, eiginkonu sinni. Þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum. Jón uppeldisbróðir hans lést langt fyrir aldur fram, árið 1946, en sonur hans, Jón Þóroddur, nú verkfræðingur hjá Pósti og síma, var langdvölum hjá Guð- laugu frá unga aldri og reyndist henni sem sonur í ellinni. Sjálf giftist hún aldrei og eignaðist aldrei böm. Eftir að Guðlaug tók til við kennslu á ný var hún farkennari í Vallahreppi og Skriðdal. Hún var jafnan þrjá mánuði í hvorum hreppi og hálfan mánuð í senn á hverjum bæ með allan nemendahópinn og gekk milli bæja og hreppa með kennsluáhöld og annað hafurtask. Þannig gekk til, með stuttum hlé- um, allt þar til heimavistarskóli var settur á stofn á Eyjólfsstöðum á Völlum árið 1954. Þann skóla hélt hún til ársins 1964 en kenndi tvo næstu vetur í gróðrastöðinni á Hall- ormsstað og Þingmúla í Skriðdal. Barnaskólinn á Hallormsstað tók til starfa haustið 1967 og mun Guð- laugu hafa verið boðin kennara- staða þar, sem hún afþakkaði, enda komin á ellilífeyrisaldur. Það var mál manna að hún væri afbragðs kennari og haft er eftir Þórarni Þór- arinssyni, skólastjóra á Eiðum, að þeir nemendur sem komu þangað best undirbúnir hefðu komið frá Guðlaugu á Útnyrðingsstöðum. Sérstakur rómur var gerður að handavinnukennslunni hjá henni; hún kenndi telpum og piltum jafnt að sauma, prjóna, hekla, smíða og saga út og handavinnusýningarnar á vorin þóttu sérlega eftirtektar- verðar. Eftir að ég hætti að vera á Út- nyrðingsstöðum, um 1960, voru systur mínar báðar, Ragnheiður og Ingibjörg Þóra, hjá Laugu tíma og tíma á sumrin og tengslin við fólk- ið á Útnyrðingsstöðum slitnuðu aldrei alveg. Haustið 1975 gerðust ég og eiginkona mín kennarar við barnaskólann á Hallormsstað. Þann tíma sem við vorum þar lá leiðin oft í Útnyrðingsstaði og marga stundina sátum við í eldhús- inu hjá Laugu og spjölluðum um alla heima og heima. Oft barst talið að kennslu og barnauppeldi og ég tel mig hafa lært mikið af því að hlusta á frásagnir hennar af eigin skólahaldi á bæjunum í Skriðdal og Völlum, og á Eyjólfsstöðum. Ekki síst vegna þess að tvo vetur fetaði ég í fótspor hennar og var farkenn- ari í Skriðdal og á Völlum, og að auki í Fljótsdal. Tíminn var fljótur að líða þegar við hjónin komum í Útnyrðingsstaði og fyrr en varði var Lauga farin að tína til kvöldmat og það var orðið áliðið þegar við héldum loksins af stað áleiðis inn að Hallormsstað. I mörg ár eftir að við fluttumst burt hafði ég tækifæri til að fara austur því sem næst á hverju sumri - stundum líka að vetrarlagi - og alltaf var Lauga í eldhúsinu og tók á móti mér eins og syni; að kvöldi vísaði hún mér til sængur í litlu stofunni sinni sem var full af potta- t MINNINGARORÐ Nikulás Guðmundsson Arnkelsgerði, Vallahreppi. Fæddur 25. september 1910- Dáinn 6. desember 1993 Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma, vöku dagsins um væra nótt vinimir gömlu heima. Þó leið þín sem áður þar liggi hjá, er lyngið um hálsa brumar, mörg höndin sem kærast þig kvaddi þá hún kveður þig ekki í sumar. Þorsteinn Valdimarsson. Þeim fækkar óðum sem báru hita og þunga dagsins áður fyrr. Núna kveðjum við Nikulás Guðmunds- son bónda að Arnkelsgerði á Völl- um, en hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum mánudaginn 6. des- ember eftir erfið veikindi. Hann var sonur Steindóru Steindórsdóttur og Guðmundar Þorgrímssonar sem bjuggu í Beinárgerði þegar hann fæddist. Árið 1912 fluttust þau í Tunghaga og 1921 í Arnkelsgerði, en þessar jarðir eru allar í sömu sveit. í Amkelsgerði var svo heim- ili Nikulásar til æviloka. Kona hans var Sigrún Guðna- dóttir frá Stóra-Sandfelli, en þau giftust 24. október 1936. Þau eign- uðust 6 börn, og eru 5 þeirra á lífi. Sigrúnlést 12. aprfl 1981. Alla sína starfsævi var hann bóndi, en gengdi líka margvísleg- um opinberum störfum fyrir sveit sína. Þá stundaði hann vörubfla- akstur um árabil. Við upphaf bú- skapar þeirra voru öll vinnubrögð svipuð og verið höfðu um aldir, en eftir því sem árin liðu breyttust og bötnuðu allar aðstæður, vélar voru keyptar, túnin stækkuð og ný hús byggð. Börn þeirra hjóna unnu með þeim við búskapinn eftir að þau komust á legg og frá 1958 var búið félagsbú. Mikill skyldleiki var á milli móð- ur minnar, móðurforeldra og þeirra hjónanna í Arnkelsgerði, og var sá skyldleiki ræktur þannig að mér fannst eins og um eina fjölskyldu væri að ræða. Gagnkvæmar heim- sóknir voru margar, og í einni slíkri var ég í fyrsta sinn settur á hestbak, þá 5 ára gamall, það gerði Nikulás, og gaf sér tíma til að teyma mig fram og aftur. Ávallt síðan minnist ég góðvildar hans og hlýju, og eftir að við hjónin hófum búskap kom hann oft til okkar. Nú verða þær heimsóknir ekki fleiri, en frá okkur hjónunum berast hlýjar kveðjur til barna, barnabarna og tengdasonar Nikulásar og Sigrúnar. Sigrún og Vigfús. blómum og bókum, og ég fann ilm af löngu liðnum dögum meðan ég gluggaði í gamlar bækur úr hillun- um og sofnaði síðan vært í sveita- kyrrðinni. Guðlaug hætti ekki al- veg afskiptum af börnum þótt hún hætti alveg kennslu, því barnabörn systur hennar og mágs fengu að njóta leiðsagnar hennar í æsku í eldhúsinu hennar á Útnyrðingsstöð- um. Hún snéri sér líka að annars konar ungviði á þessum árum. Komin nær sjötugu náði hún sér í trjáplöntur til Sigurðar Blöndal á Hallormsstað, kom sér upp girð- ingu sunnan í móti, þar sem kallað er “frammi á leiti”. Þar plantaði hún með eigin höndum þúsundum plantna og bar skít og vatn á sjálfri sér drjúgan spöl frá bæjarhúsunum og hlúði með natni að hverri plöntu. Með iðni og harðfylgi kom hún upp dálitlum skógarlundi á þessu leiti, þar sem áður var lítið annað en moldarflag og rofabörð - en hefur eflaust verið skógi vaxið fyrr á tímum. Sá lundur sem þarna grær nú er verðugur minnisvarði um þessa merku konu. í janúar 1992 var ég á hraðferð um Hérað en ætlaði að líta til gömlu konunnar meðan ég biði eft- ir flugvélinni suður. En þá kom ég að tómum kofanum á Útnyrðings- stöðum í fyrsta sinn. Allt var harð- læst og myrkvað á neðri hæðinni. Fljótlega komst ég að því að Guð- laug væri komin á elliheimilið úti á Egilsstöðum. Þar heimsótti ég hana nokkrum sinnum og hvítu læðuna hennar, síðustu lifandi ver- una sem hún annaðist í þessu lífi. Síðast kom ég til hennar á liðnu sumri. Þá var hún komin á sjúkra- deildina og ég hitti hana þar sem hún sat við borð frammi á gangi og beið eftir kvöldmatnum sínum. Ég sat um stund hjá henni, ásamt dótt- ur minni á tíunda ári sem hafði ekki hitt þessa fóstru mína áður, og við spjölluðum saman. Samt ekki eins og áður því elli kerling var farin að ná undirtökunum. Þó skein í hana gömlu Laugu mína í gegnum grímu ellinnar þegar hún fór að spyrja telpuna að því hvort hún væri ekki vel læs - og dugleg að skrifa. Þeim kom saman um að sú stutta skyldi skrifa henni bréf, sem þó varð ekki af áður en kallið kom. Svo sagði hún við hana að hún skyldi alltaf vera gott barn og aldrei kasta stein- um í dýr; það gerðu góð böm aldrei. Þegar við fórum fylgdi hún okkur áleiðis eftir ganginum í göngugrindinni sinni og afþakkaði boð mitt um hjálp - sagði að hún hefði alltaf verið sterk í handleggj- unum. Guðlaugu Sigurðardóttur á Út- nyrðingsstöðum gleymir enginn sem kynntist henni. Og þeir sem kynntust henni náið, fengu að vera undir handleiðslu hennar í lengri eða skemmri tíma, urðu ríkari af. Þorgrímur Gestsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.