Austri


Austri - 24.11.1994, Blaðsíða 4

Austri - 24.11.1994, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 24. nóvember 1994. t Minning Sveinn Guðmundsson Fæddur 5. september 1941 Dáinn 12. nóvember 1994 I okkar stóra landi, þar sem nátt- úran heillar , er ekki óalgengt að við heyrum í útvarpinu að maður sé týndur og leit sér hafin. Við hrökkvum öll við og þá sérstaklega í litlum byggðarlögum, þar sem nálgæðin er mikil og flestir þekkj- ast. Þannig fór fyrir mörgum sl. laugardagskvöld þegar byrjað var að leita að Sveini Guðmundssyni. En menn halda í vonina og þá er gott að vita af því að hundruð manna um allt land eru í viðbragðs- stöðu til að bregðast við slíkum að- stæðum. Ekkert land getur státað af öðrum eins fjölda sjálfboðaliða, sem eru tilbúnir til að leggja sig fram við hvaða skilyrði sem er. í þetta skipti bárust sorgartíðindi og eins og oft áður gerðist hið óvænta að maður á besta aldri fannst látinn. Það er orðið langt síðan ég kynntist Sveini. Hann vakti fyrst athygli mína þegar hann vann hjá Búnaðarbanka íslands á Egilsstöð- um og er hann hóf að byggja upp nýbýli í Jökulsárhlíð í landi for- eldra sinna, sem bjuggu á Hrafna- björgum. Nýbýlið Selland blasti við frá veginum í Heiðarendanum og stóð þar sem ljóslifandi dæmi um bjartsýni ungs manns, sem hafði trú á íslenskum landbúnaði. Þarna byggði hann upp myndarlegt heimili ásamt fjölskyldu sinni og vegnaði þar vel. Sveinn var einn af þessum mönnum sem allir sóttust eftir til félagsstarfa og hann var boðinn og búinn til að taka þátt í sameiginlegum viðfangsefnum samfélagsins. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa innan landbúnaðar- ins. Hann stundaði kennslu og tók virkan þátt í störfum Framsóknar- flokksins. Hann sat í miðstjórn og var á framboðslista flokksins til al- þingiskosninga og lagði sig mjög fram í kosningabaráttunni. Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á landbúnaðarmálum og það var eng- in hálfvelgja í máli hans þegar hann lýsti skoðunum sínum. Það hefur alltaf verið góður samgangur á milli fólks í Jökulsár- hlíð og Vopnafirði þótt samgöng- umar hafi ekki alltaf verði upp á það besta. Vopnfirðingar sóttust eftir Sveini til að gegna sveitar- stjórastarfi þar og þá kynntist ég Sveini best. Hann var afskaplega þægilegur samstarfsmaður, skap- góður og glettinn og setti mál sitt fram með skýrum hætti. Það gat líka verið þungt í honum, ef honum fannst ekki ganga nægilega vel og lítill skilningur vera fyrir hendi, þá fékk maður að heyra álit hans um- búðalaust og af mikilli hreinskilni. Undir bjó góður hugur og um- hyggja fyrir þeim sem hann var að starfa fyrir. Eg vil fyrir hönd Framsóknar- flokksins þakka Sveini öll störfin og góðu stundirnar. Við höfum misst góðan dreng sem við sökn- um. Söknuður ástvinanna er sárast- ur og ég votta eiginkonu hans, bömum og öðmm vandamönnum mína dýpstu samúð og veit að góð- ur Guð mun styrkja þau í harmi sínum. Halldór Ásgrímsson Við dauðlegir menn vitum það eitt um framtíðina, að eitt sinn skal hver deyja. Þrátt fyrir þetta erum við ætíð óviðbúnir þessum gesti og ekki síst á það við þegar hann kveður á dyr, og er snemma á ferð- inni. Ég var staddur í annarri heims- álfu þegar mér var sýnt fréttaskeyti að heiman þar sem sagt var að Sveinn Guðmundsson væri Iátinn. Mig setti hljóðan og hugurinn leit- aði heim. Tíðindi sem þessi kalla fram minningar, ég fór að hugsa til baka til þeirra ára sem ég kom austur á Hérað og hitti þar fyrir nokkra jafn- aldra sem svo mál kalla þótt eitt til tvö ár skildu á milli. Sveinn var einn af þeim. Hann var hress og starfsamur, hafði lokið námi úr Samvinnuskólanum, og féll vel inn í það samfélag sem var á Egilsstöð- um þá. Hugur hans stóð hins vegar til að gerast bóndi og byggja upp nýbýli í sinni heimasveit. Það gerði hann og var löngum kenndur við Selland. Hann gerðist forystumaður í bændastétt, og dró ekki af sér í fé- lagsmálum, þótt ærið starf væri að byggja upp frá grunni, og ryðja land og reisa hús. Leiðir okkar lágu saman hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Hann var stjórnarmaður þar um árabil, og er mér ljúft og skylt að þakka honum fyrir störf þar. Hann vildi félaginu vel og lagði gott til mála. Þar kom að Sveinn brá búi og fluttist til Vopnafjarðar og gerðist þar sveitarstjóri. Ég kynntist þá sem þingmaður erindisrekstri hans fyrir sitt sveitarfélag. Hann var málafylgjumaður, það fundum við vel, og hafði mikil áhrif á sveitar- stjómarvettvanginum. Framsóknarflokknum fylgdi Sveinn ávallt heim að málum, og vil ég þakka öll þau samskipti að leiðarlokum, og nú síðast í flokks- starfinu á Egilsstöðum, hann var á þeim vettvangi hreinskilinn og ráðagóður. Það er einkennilegt tómarúm sem myndast þegar menn falla frá langt fyrir aldur fram, þegar þess er síst vænst. Sárastur er þó missirinn nánustu aðstandendum. Við Mar- grét sendum Sæunni og bömunum innilegar samúðarkveðjur. Jón Kristjánsson f Minning Ingvi Rafn Albertsson Ingvi Rafn Albertsson, skip- stjóri á Eskifirði lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9.nóvember sl. 55 ára að aldri. Ingvi Rafn fæddist á Eskifirði 13. ágúst 1939. Foreldrar hans voru Hrefna Björgvinsdóttir og Albert Aslen, en hann ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Björgvini Guðmundssyni og Sig- urveigu Kristjánsdóttur. Ingvi Rafn var tengdur sjónum alla tíð. Hann fór ungur til sjós og eftir að hafa klárað Stýrimannaskól- ann varð hann fyrst stýrimaður á Blika og síðar skipstjóri á Hólmanesinu, aðeins 24 ára gam- all. I mörg ár átti hann Seley SU sem hann gerði út ásamt fleirum. Síðustu árin starfaði Ingvi sem veiðieftirlitsmaður og sfldarskip- stjóri á haustin. Ingvi Rafn kvæntist árið 1960 Maríu Hjálm- arsdóttur og áttu þau fjögur börn. Kveðja frá Félagi hjartasjúk- linga á Austurlandi Laugardaginn 22. október s.l. var haldinn á Reyðarfirði stjómarfund- ur í Félagi hjartasjúklinga á Austur- landi. Og eitt er víst, að ekkert okk- ar gmnaði að það yrðu okkar síð- ustu samfundir við formanninn okkar, hann Ingva Rafn. Hann, sem alltaf var allra manna hressast- ur, óvílinn, hreinskilinn og talaði tæpitungulaust um málefnin hverju sinni. Við vissum vel að heilsa hans mætti vera betri, en í ágúst hafði hann þó verið á sjónum, þar sem hans starfsvettvangur var að mestu frá 15 ára aldri. Eftir hjarta- aðgerð í London haustið 1983 gekk hann í nýstofnuð Landssamtök hjartasjúklinga og síðan Félag hjartasjúklinga á Austurlandi, sem stofnað var 29. september 1990. Þar var hann í stjórn frá upphafi og formaður frá 1992. Fyrir hönd fé- lagsins sat hann öll landsþingin, einnig landsþing S.I.B.S. eftir að LHS varð aðili að þeim samtökum. Á þingunum og öllum okkar fund- um var hann ötull talsmaður jafn- réttis til handa sjúklingum óháð bú- setu og var þjónusta sérfræðinga og þjálfunarmálin þar jafnan efst á blaði. Hann lagði mikla áherslu á að fá hæfa fyrirlesara á fundi okkur til fróðleiks og uppörvunar. Hann vissi líka vel, að ekkert gerist af sjálfu sér og við þyrftum því sjálf að leggja nokkuð af mörkum. Svæði félagsins okkar er stórt og við þekkjumst því fremur lítið. En í starfi sínu síðustu ár ferðaðist Ingvi mikið um Austurland og hitti marga, m.a. okkar félaga og í hans anda reynum við að þjappa okkur saman og vinna að málefnum allra hjartasjúklinga. Hann var gæfu- maður í starfi og einkalífi, giftur góðri og traustri konu, Maríu Hjálmarsdóttur, átti mannvænleg börn, tengdabörn og barnabörn. Þeim öllum ásamt móður hans, tengdamóður og öðrum ástvinum vottum við dýpstu samúð. Góður vinur og félagi er genginn og okkur finnst hann hafi farið alltof fljótt. Við eru þakklát fyrir samfylgd- ina. Guð blessi minningu Ingva Rafns Albertssonar. Islandsfluff SÝNING Kynnið ykkur hótel- og bílaleigupakkana. Willem umBorgarfjörð Vatnslitir Óéýr fmrgjjðM Jfrá kr 7900 Opið 26. og 27. nóv. frá kl. 14 - 19. Umboð á Egilsstöðum: Blómabær, sími-12333 VERIÐ VELKOMIN Umboð á Neskaupsstað: Tröllanaust, sími-71444 Tjarnarbraut 1, Egilsstöðum Hér að ofan má sjá einn af leik- urunum í sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs “Hér stóð bær” sem verið er að sýna um þessar mundir í Hótel Valaskjálf. Örn Ragnarsson á Eiðum tók þessa mynd af ráðskonuálftinni Guddu í Gröf og greip hana þar með við þá fomu þjóðaríþrótt “að liggja á hleri” og eins og sjá má veit hún upp á sig skömmina. Sýningin hefúr fengið alveg frábærar móttökur og var td. upp- selt á allar sýningarnar um sl. helgi. Dæmi em þess að sumir fari oftar en einu sinni til að sjá sýn- inguna. -sd- Veðrið hefur leikið við okkur Austfirðinga á þessu hausti og hægt hefur verið að vinna^að ýmsum fram- kvæmdum úti við sem sumar væri. í Fellabæ var fyrir nokkrum dögum verið að vinna að gangstéttagerð í brekkunni niður að Lagarfljótsbrúnni. Ungi maðurinn á myndinni heitir Arni Oddsson. Austramynd AÞ

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.