Austri


Austri - 24.11.1994, Blaðsíða 5

Austri - 24.11.1994, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 24. nóvember 1994. AUSTRI 5 Eftirminnileg bókarkynning Guðjón áritar bók sína. Þess má geta að bókin er að öllu leyti, utan bókbands, unnin á Austurlandi, prentuð hjá Héraðsprenti sf. Það var sannkallaður menningar- bragur í Grunnskólanum á Breið- dalsvík sunnudagskvöldið 13. nóv- ember sl. þegar Guðjón Sveinsson, rithöfundur kynnti nýja bók sína. Bókin heitir „Undir bláu augliti ei- lífðarinnar“. Þetta er undirtitill þessa fyrsta bindis af Sögu Daníels. Þetta er skáldsaga sem á sér stað í litlu þorpi í lok síðari heimsstyrj- aldar. Níu ára drengur tekst á við mótlæti lífsins. Hann missir föður sinn og er komið fyrir hjá ömmu og frænda. Það koma líka góðar stund- ir þetta sumar sem sagan gerist einkum við leik með góðum vini sem hann hefur fundið sér. I sög- unni koma fram eftirminnilegar persónur. Lesandinn lifir sig inn í þær aðstæður sem voru á þessum tíma. Efni sögunnar er mjög áhuga- vert fyrir unglinga sem fullorðna. A dagskrá þessarar kvöldstundar kynnti gamall nemandi Guðjóns, Anna Margrét Birgisdóttir, bóka- safnsfræðingur efni bókarinnar, höfundinn og áður útkomnar bækur hans. En þetta er 24. bókin sem hann gefur út. Hún fór vel yfir það fjölbreytta efnisval sem höfundur hefur fengist við í bókum sínum, smásögum og ljóðum. Það er dálít- ið sérstakt að hlusta á fagfólk fara yfir feril rithöfundar sem hefur staðið í nær 30 ár. Sögurnar hans verða enn athyglisverðari eftir svona úttekt. Ég þarf að lesa a.m.k. sumar þeirra aftur. Boðið var upp á kaffi og með því undir myndarlegri umsjón dætra höfundar og fjölskyldna þeirra. Ættingjar og vinir hans spil- uðu á hljóðfæri og sungu. Nær átta- tíu gestir nutu stundarinnar, sem virtist líða fljótt þótt hún tæki tvo tíma. Það væri ástæða til að setja upp svona dagskrá víðar hér fyrir austan. Höfundur fékk styrk frá Sam- bandi sveitarfélaga á Austurlandi og Breiðdalshreppi sem hann þakk- aði sérstaklega. Þessir styrkir gerðu ekkert útslag fyrir útgáfuna en urðu uppörvun á lokasprettinum í að koma bókinni út. Með þessari dag- skrá má sjá að hans fólk leggur sitt af mörkum til að skapa trausta vörn, svo höfundur geti einbeitt sér í sókninni fyrir því að framhalds- bækumar um Sögu Daníels geti orðið sem flestar. Hald þú ótrauður áfram, gangi þér allt í haginn Guðjón. Björn Björgvinsson Steinrún Ótta, dótturdóttir Guðjóns tekur lagið ásamt vinkonu sinni Sesselju. Um undirleik sjáfeður stúlknanna, Stefán Bragason og Friðjón Jóhannsson. Okeypis smáauglýsingar Til leigu er 3ja herbergja góð íbúð í Fella- bæ. Ath. húsaleigubætur möguleiki. Sími 12047. Til sölu extra breiðir brettakantar á langan Toyota Land-Cruiser ‘81-’90. Sími 97- 12002. Grétar. Óska eftir tveimur innihurðum. Símar 12358 og 11944. Til leigu 3ja herbergja íbúð á Egilsstöð- um. Laus 1. des. eða síðar. Sími 97- 13815. Óska eftir ódýrri þvottavél og sófasetti. Sími 13858. Nýir Irishman. \ýir ógnotaðirrafm.- og dísillyftarar. Einnig hillulyftarar. Viðg.- ogvarahl.þjón.,sérp. varahl., leigjum. LYFTARAR HF SÍNI 811655 Trabant 1/2 góður Trabant árg. 1982 til sölu. Uppl. í síma 11479. Studíóíbúð til leigu á Egilsstöðum. Laus nú þegar. Sími 11388. Bridds Bridgefélag Fljótsdalshéraðs Aðaltvímenningi B.F. lauk mánudaginn 21. nóvember og urðu úrslit þessi: Guttormur og Pálmi 169 stig Guðmundur og Þorvaldur 152 stig Olafur og Bemhard 53 stig Hallgrímur og Þórarinn 38 stig Kristján og Sigurður 29 stig Sigurjón og Gunnlaugur 25 stig Hraðsveitakeppni B.F. hefst mánudaginn 28. nóvember. Skrán- ing til 26. nóvember hjá Benna, Gutta eða Ninnu. Fellabridge 24. nóvember lýkur firmakeppn- inni. Nú eru í efstu sætum: Fellahreppur - Guðlaug/Jóhann 390 stig Bókabúð Sigbj. - Kristín/Þómnn 388 stig Félagsbúið Hofi - Þuríður/Kristján 386 stig Herðir - Lúvísa/Sigurður 381 stig Búnaðarfél. - Heiðrún/Einar 380 stig Hestal. Skipal. - Hallgrím./Sveinn 379 stig Innikgar pakkir tií þárra jjöímörgu sem sýndu okkur samúð og híýfiug vi'ð andíát og útför áginmannS) föður okkar, tengdaföður og afa Sváns Gnðmundssonar Standið rétt! Tollgæslumennirnir og lögreglu- þjónamir Ulafar Jónsson og Jón Þórarinsson gera sig klára fyrir komu farþega frá Skotlandi til Egilsstaðaflugvallar á dögunum. Eins og kemur fram í frétt hér í blaðinu þá hefur verið mikið að gera á Egilsstaðaflugvelli en tíðar flugferðir hafa verið frá Austur- landi til Bretlandseyja að undan- fömu. 1 áEPkt kl. Úir !|; ; H |L 1 ’v:| 1 iiE tR IW| »1 il §T Bjarkarfdíð 2, Egiisstöðum. Sérstakar þakkir tií björgunar- og fijáiparsváta á Héraði og í ncersveitum. ScEurtn Stefánsdóttir Maíen Sveinsdóttir Hafstánn Pétursson Vcdborg Sveinsdóttir Steinþór Þórðarson Veigur Svánsson Stefán Bogi Sveinsson og bamaböm A TTHAGAMYNDIR Átthagamyndir Mats frá þéttbýli jafnt og dreifbýli eru tilvaldar til gjafa — enda ómetanlegar heimildarmyndir þegar frá líða stundir. Myndirnar afgreiðast í vönduðum römmum, tilbúnar í gjafapakkn- ingum. Bjóðum áletraða silfur- skildi setta á ramma, einnig margskonar sérvinnslu á kynningarmyndum, kveðju og jólakortum. Látið fagmann vinna verkið. STUDI0 MATS SF. - LAUGAVEGUR 178 - 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-681919 - FAX 91-688458 TELEX 2104 MUTUAL IS: MATS “BingoLottó------------------------- Björgunarsveitin Gró hefur gert samning um sölu Bingólottómiða ó Egilsstöðum. KHB og Videóflugan hafa tekið að sér að selja miðana fyrir Björgunarsveitina endurgjaldslaust. Styrkið okkur í starfi og kaupið nœsta Bingólottómiða í Söluskála KHB - Kjörbúð KHB eða hjá Kidda í Videóflugunni. Björgunarsveitin Gró. Gistrihcimili Flókagata nr. 1 á horni Snorrabrautar Notaleg gisting á lágu verði miðsvæðis í Reykjavík. Eins til fjögurra manna herbergi m/handlaug, ísskápi, síma og sjónvarpi. Eldunaraðstaða. Verið velkomin! Svanfríður jjónsdóttir Sími 91-21155 og 24647, Fax 620355, 105 Reykjavík

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.