Austri - 13.07.1995, Blaðsíða 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 13. júlí 1995
Egilsstaðir, áningarstaður Hreinn bær
eða eftirsóttur ferða-
mannabær
Egilsstaðir eru í hópi helstu
ferðamannabæja á landinu. Bærinn
stendur á krossgötum og þar í gegn
liggur leið nánast allra þeirra ferða-
manna sem heimsækja Austurland.
góðan yfirbyggðan farþegabát með
veitingaaðstöðu, sem siglt yrði frá
Egilsstöðum og upp á Hallorms-
stað. A siglingu upp Fljótið mætti
segja sögur af Lagarfljótsorminum
Fljótsdalshérað.
Hallormsstaðaskógur hefur mikið
aðdráttarafl, fjöldi sumarbústaða er
í nágrenninu og margvísleg þjón-
usta hefur byggst upp í tengslum
við ferðamenn, góð tjaldstæði,
sundlaug, gisting, veitingastaðir og
verslun. Þetta hefur gerst vegna
þess hve vel bærinn er í sveit sett-
ur, en hvað hefur verið gert til að
laða ferðamenn að án tillits til þess-
arrar staðsetningar? Gott og vel
..... útileikhús, samgöngutækja-
safn, útimarkaður, golfvöllur, en ég
leyfi mér að efast um að fólk geri
sér sérstaka ferð til Egilsstaða
vegna þessa.
Fljótsdalshérað hefur yfir að ráða
fyrirbæri sem laðað getur að mik-
inn fjölda ferðamanna, bæði inn-
lenda og erlenda, nýti menn sér það
á réttan hátt, en þar á ég við Lagar-
fljótsorminn. Það er ótrúlegt að
forráðamenn ferðamála á Egils-
stöðum skuli ekki nýta sér þetta
einstaka fyrirbæri meira þegar
kemur til þess að laða ferðamenn
til staðarins.
Hluti þess er að kaupa fljótabát
til farþegasiglinga á Lagarfljóti,
Austramynd: BB.
og benda á staði, þar sem fólk hef-
ur orðið hans vart. Dýptarmælir
gæti verið í gangi og fólk hvatt til
að fylgjast vel með og láta vita ef
það verður Ormsins vart. Fara
mætti í land á Hallormsstað, bjóða
upp á veitingar í fjöruborðinu,
skoðunarferðir um skóginn o.fl. Á
leiðinni til baka gæti verið um að
ræða almenna leiðarlýsingu, frá-
sagnir af staðháttum, skógrækt o.fl.
og hætt er við að útlendingar yrðu
hrifnir af, að sigla út á móti sólar-
laginu. I tengslum við siglinguna
mætti síðan þróa fjölbreytta minja-
gripasölu og að sjálfsögðu þarf
engan fljótabát, til að nýta sér Lag-
arfljótsorminn til minjagripafram-
leiðslu. Og hvernig væri að heita
500 þúsund króna verðlaunum,
hverjum þeim sem lagt gæti fram
ófalsaða mynd sem tekin er af Lag-
arfljótsorminum?
Það er nánast sama hvar komið
er erlendis í borgir og bæi sem
standa við ár eða vötn, nær undan-
tekningarlaust er boðið upp á sigl-
ingu af einhverju tagi. Þar er ýmist
um að ræða skoðunarferðir, fljót-
0 0
I
I
I
I
I
I
i.
í Gömlu búð Eskifirði
Opmmrtímmn er:
Mánudaga til sunnudaga kl. 14:00 til 17:00
0 fBMBEIBIBJBMBIBJBIBMBíBIBIBIBIBIBIBIBIBIBIBJBIBJBfBIBIBIBl 0
1
1
I
i
I
I
1
ALLAR ALMENNAR BILAVIÐGERÐIR
Þjónustuumboð:
Hekla,
Brimborg,
Toyota,
Glóbus,
Bifreiðar og
Landbúnaðar-
vélar
Smurþjónusta
❖ Mótorstilling
* Hjólastilling
Söluumboð: Búvélor frá Glóbus.
Shell smurstöð
Öll almenn
hjólbarðaþjónusta
Flestar gerðir af kúlulegum
Bifreiðaverkstœði
Borgþórs H/F Sími 471-1436
andi veitingastaði, eða einfaldlega
afslappandi siglingu.
Síðastliðið sumar héldu ákveðin
félagasamtök Evrópumót á Egils-
stöðum, þar sem saman var komið
fólk frá sex Evrópuþjóðum. Lagar-
fljótsormurinn var einkenni móts-
ins og var hann teiknaður með
hendur og fætur, með skyggnishúfu
og sólgleraugu á nefi, en teikningin
var síðan prentuð á boli og húfur
og útbúnar voru lerkinælur í orms-
lfki. Hluti mótsins var “leitin að
Lagarfljótsorminum”, þar sem farið
með gesti upp á Hallormsstað og
þeim sagðar sögur af Lagar-
fljótsorminum á stað þar sem gott
útsýni var yfir Löginn. Hinir er-
lendu gestir heilluðust mjög af
þessu “skrímsli” og ennþá minnast
þeir Egilsstaða, sem “bæjarins hjá
vatninu með orminum.” Loch Ness
í Skotlandi væri ekki eins heims-
þekkt og raun ber vitni og jafn mik-
ill ferðamannastraumur þangað, ef
heimamenn hefðu ekki kunnað að
nýta sér þá möguleika sem frásagn-
ir af skrímslinu höfðu upp á að
bjóða.
Auðvitað er mikið fyrirtæki og
fjárfrekt að koma upp góðri far-
þegaferju á Lagarfjóti og aðeins
sameiginlegt átak Egilsstaðabæjar
og fyrirtækja á staðnum gæti gert
það að veruleika. En með góðri
samstöðu og á markvissan hátt, er
ég sannfærður um að þetta er hægt.
Því staðreyndin er sú, hvort sem
mönnum líkar það betur eða ver, að
Egilsstaðir em að lenda aftur úr í
samkeppninni um ferðamenn,
vegna þess að hér hafa menn í
gegnum árin ekkert þurft að hafa
fyrir því að ná til fólks. Lagar-
fljótsormurinn, ásamt fleiru eins og
t.d. hreindýrunum og skóginum,
gæti því orðið það aðdráttarafl sem
Egilsstaði vantar til þess að ferða-
menn hafi aðra ástæðu til að heim-
sækja staðinn, en þá að kaupa sér
bensín til að geta haldið ferð sinni
áfram!
Héraðsbúi.
betri bær
Á milli 60 -70 unglingar á aldrin- svæðinu, en til framkvæmda þar
um 14 -16 ára eru við störf í var veitt tveimur og hálfri milljón
Vinnuskóla Egilsstaðabæjar í sum- króna í vor. Þá hefur hópur ungs
ar. Umsjón með skólanum hefur fólks á aldrinum 17-19 ára verið
Líklega eru þau nokkur kýrfóðrin sem starfsmenn Vinnuskólans hafa hirt af opnum
svœðum í Egilsstaðabœ það sem af er sumrinu. Hér hafa nokkrir hressir krakkar lokið
hirðingu. Austramynd: AÞ.
Sigrún Theódórsdóttir, garðyrkju-
fræðingur. Að sögn Sigrúnar hafa
krakkamir staðið sig með miklum
ágætum, en þau hafa verið við
hefðbundin störf við fegrun og
snyrtingu bæjarins og jafnframt
unnið að gróðursetningu t.d. við
Utimarkaðinn og í Brynhildar-
skógi. Einnig hefur skrúðgarðurinn
í elsta hluta bæjarins fengið andlits-
lyftingu og unnið hefur verið að
nýframkvæmdum á Lómatjamar-
við grisjun og stígagerð á útivistar-
svæðinu í Egilsstaðaskógi.
Störf unglinganna við fegmn
bæjarins skipta okkur Egilsstaða-
búa miklu máli. Fátt mun veita
bænum okkar meiri sérstöðu, en
snyrtilegt umhverfi og sá mikli og
fallegi trjágróður sem hér vex, en
greinilega má sjá þess merki að
þessi mál eru tekin fastari tökum
síðan ráðinn var garðyrkjufræðing-
ur til bæjarins.
Tækjasalur, Ijósabekkir
Iþróttakennari á staðnum
Opnunartími: mán-fös kl. 14-22
laugard. kl. 11-15
FULL BUÐ A F NYJUM IÞROTTAVORUM
C
- TAP S FJOR *
Reynivellir 3, Egilsstöðum • Sími 471-2012
RUSSELL
Horft af
Bæjarbrún
Út er komin bókin “Horft af bæj-
arbrún” eftir Hjalta Þórisson, fé-
lagsfræðing. Bókin er hluti stærra
verks um forsögu kaupstaðalands
Seyðisfjarðarhrepps og þeirra sem
þar bjuggu. Á bókarkápu segir höf-
undur: “Efni það sem hér birtist átti
í upphafi að vera hluti af verki um
mannlíf og kringumstæður á jörð-
um þeim sem síðar urðu að kaup-
staðarlandi Seyðisfjarðar á þeirri
tíð þegar kaupstaður var þar að
festa rætur og verða höfuðstaður
Austurlands”. I þessu fyrsta bindi
er eignarhaldssögu jarðanna gerð
skil og þar er einnig að finna ýms-
an fróðleik um ætt og uppruna
þeirra sem þar bjuggu. Höfundur á
ættir sínar að rekja til Seyðisfjarð-
ar. Hann gefur bókina út á eigin
kostnað og segir frekari útgáfu á
framhaldinu ráðast af undirtektum
og sölu þessarar bókar og geta þeir
sem áhuga hafa, gerst áskrifendur
af því efni. Bókin er prýdd fjölda
mynda sem flestar eru frá fyrri tíð.
Hún er í kiljuformi, um 140 bls að
stærð, prentuð hjá Gutenberg. AÞ
Norðanhret í júlí
Veturkonungur gerði vart við sig í
síðustu viku þó svo að sumarið sé
rétt hálfnað. Svo mikið snjóaði á
fjallvegum á norðanverðu landinu
að hált var fyrir bfla búna sumar-
dekkjum. Til að mynda varð Hell-
isheiðin ófær um tíma og Vopna-
fjarðarheiðin var erfið yfirferðar fyr-
ir fólksbíla. Um síðustu helgi var
svo komið sumar og sól með tuttugu
gráðu hita sem verður til þess að
flest allir gleyma norðanhretinu sem
varð fyrr í vikunni. MM
Egilsstaða-
maraþon
Röðun í úrslitasæti í kvennaflokki
í 10 km Egilsstaðamaraþoni misrit-
aðist í síðasta blaði. Rétt úrslit eru
þau að í fyrsta sæti varð Hrefna
Guðmundsdóttir á 54.59 mín. í öðru
sæti varð Elín Rán Bjömsdóttir á
59.11 og í því þriðja varð Guðbjörg
H. Arnalds á 1.00.22. Er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.