Austri


Austri - 13.07.1995, Blaðsíða 7

Austri - 13.07.1995, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, 13. júlí 1995. AUSTRI 7 :il I! SS sa SB IS II II sS *l il II Það helsta úr fundargerð bæj- arráðs Egilsstaða 4. júlí sl. Fundargerðir Skipulags- og byggingaráð Rætt um 3. mál erindi Guðrúnar Sigurðardóttur. Eftirfarandi sam- þykkt samhljóða: Bæjarráð telur “skreytingu” við verslun að Selási 1 vera mannvirki að þeirri stærð að hún falli undir byggingarreglugerð. Mannvirki þetta er sett upp án til- skilinna leyfa og ber að fjarlægja. Bæjarráð óskar eftir því að S.B.R. og byggingafulltrúi bæjarins standi við bókun S.B.R. frá 29. júní 1995. Með hliðsjón af fundargerð S.B.R. frá 4. júlí fellst bæjarráð þó á að frestur til að fjarlægja mannvirki þetta og allt sem því tilheyrir, verði í allra síðasta lagi til 15. september 1995. Allar frekari byggingafram- kvæmdir eru óheimilar nema með tilskildum leyfum. Varðandi bréf Guðlaugar Gutt- ormsdóttur, er bæjarstjóra falið að svara bréfi hennar og senda afrit af gögnum í málinu, þar sem fram komi að bærinn afþakkar boð um að kaupa efri hæð að Selási 1. Vegna 5. liðar 1, í fg. S.B.R. frá 29. 06. tekur bæjarráð undir bókun S.B.R. um að hafnað verði beiðni um uppsetningu söluskúrs á lóð eða við nýju sundlaugina. Leikskólanefnd Broddi Bjamason ræddi valkosti í húsnæðismálum leikskólans og sagði að sér þætti vænlegasti kost- urinn að kaupa hús Safnastofnunar við Skógarlönd eins og leikskóla- nefnd lagði til í vor. Slík lausn myndi leysa biðlistamálið, væri ódýr og gæfi svigrúm til að leita endanlegra lausna. Vegna 2. liðar samþykkti bæjarráð gr. tillögu að 10. gr. reglna leikskólans vegna forgangs einstæðra foreldra í heils- dagsvistun. Vegna 5. liðar, lítur bæjarráð svo á að allir starfsmenn leikskólans séu kjörgengir í stjóm leikskólanefndar sem fulltrúar starfsmanna. Erindi og bréf Atvinnuleysistryggingasjóður. Þar kemur fram að bærinn fær sam- þykki fyrir 15 manns í 10 vikur vegna stígagerðar og Dyngja fær 6 störf í 6 mánuði. Umsókn um stækkun lóðarinnar Tjamarás 11. Samþykkt að sækja um stækkun lóðarinnar fyrir á- haldahúsið. Samband íslenskra sveitarfélaga v/ starfsmat. Samþykkt að mæla með Astu Sigfúsdóttur f.h. bæjarins sem fulltrúa norðursvæðis í starfs- matsnefnd. Erindi Miðvangs hf. - frestun frá fyrri fundi. Bæjarráð þakkar fmm- kvæði Miðvangs hf. varðandi or- lofshúsabyggð í Miðhúsaskógi. Miðhúsaskógur er ekki inn á gild- andi aðalskipulagi. Verði gert ráð fyrir orlofshúsabyggð inn á aðal- skipulagi svæðisins mun erindi Miðvangs hf. tekið aftur til skoðun- ar. Önnur mál Aðalskipulag skógarsvæða. Bæj- arráð samþykkti að nú þegar verði hafist handa við gerð aðalskipulags Að austanu nýr bókaflokkur Miðhúsa og Selskógarsvæða og óskar eftir að S.B.R. komi með til- lögu að skipulagshönnuði. Bréf bæjartæknifræðings vegna aðkomu að leikskóla. Tillögur að breytingum að gatnamótum Tjarn- arlanda, Tjamarbrautar og Seláss og tillaga að viðbótaraðkomu að leikskóla frá Laufskógum. Tillög- unum vísað til S.B.R. til skoðunar og umsagnar. Bréf bæjartæknifræðings vegna erindis T.F. I framhaldi af bréfi Guðmundar Pálssonar og fram- lögðum gögnum var samþykkt að hafna erindi Trésmiðju Fljótsdals- héraðs vegna endurgr. kostnaðar við erfiðan grunn. Bréf Eiríks Björgvinssonar vegna tóbaksvamaskilta við íþróttamann- virki bæjarins. Samþykkt 24.000 kr. fjárveiting og óskað eftir að bæjarstarfsmenn sjái urn uppsetn- ingu skiltanna. Háspennulína á Seyðisfjörð. Broddi kynnti málið og eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða: Vegna fyrirhugaðrar lagnar háspennulínu frá aðveitustöð við Eyvindará um Fjarðarheiði á Seyðisfjörð vill bæj- arráð Egilsstaða taka undir þær hugmyndir að leggja hluta orkulín- unnar í jarðstreng næst spennistöð upp í Lönguhlíð. Dagvistun aldraðra. Broddi Bjamason ræddi þetta mál og eftir- farandi bókun samþykkt sam- hljóða: Bæjarráð stefnir að því að komið verði á dagvist fyrir aldraða hér á Egilsstöðum svo fljótt sem verða má (sjá skýrslu félagsmála- stjóra um dagvistun aldraðra frá 31. maí sl.). Bæjarstjóra/Félagsmála- stjóra er falið að fylgja málinu eftir s.s. með ath. á nægu húsrými að Miðvangi 22 svo og tilkynningu til Félagsmálaráðuneytisins um að vænta megi formlegrar umsóknar að hálfu bæjarins seinna í haust. Námshringjaskólinn hefur hafið bókaútgáfu og hyggst gefa út bóka- flokk undir nafninu “Að austan”. Fyrsta bókin í flokknum ber nafnið “Magisterinn” og fjallar um líf og list Steinþórs Eiríkssonar. Bókin er skráð af Vilhjálmi Einarssyni og í henni eru litprentanir 30 málverka Steinþórs auk fjölda ljósmynda. Önnur bók í ritröðinni, “Silfurmað- urinn”, fjallar um íþróttaferil Vil- hjálms Einarssonar. Þar fjallar hann m.a. um uppeldisáhrif og umhverfi og leitast við að svara spurning- unni: Hvernig gat austfirskur al- þýðudrengur unnið til silfurverð- Til sölu Ranavað 10 Egilsstöðum 123 rrV timburhús, einangrað með steyptri plötu. Rafmagn og hiti komin og lóð frágengin. Blskúrs- réttur. Ahvílandi húsbréf 5.5 millj. sem má greiða niður að vild. Brunab. mat 8.5 millj. Verðtilboð. Ymis skipti athugandi. Uppl. ís. 568 3634, 552 3506 og símb. 846 1817. Vinnslu á nytjaskógum á Héraði. Vegna frétta í fjölmiðlum um að iðn- og sölufyrirtæki á Stór- Reykjavíkursvæðinu hyggist leita samninga við Skógrækt ríkisins um kaup á nánast öllum smíðavið sem til fellur úr skógum skógræktarinn- ar hér á Fljótsdalshéraði, óskar bæjarráð að atvinnumálaráð Egils- staðabæjar biðji um fund með skógræktarmönnum. I umræðunni þar verði það haft að leiðarljósi að afrakstur skóganna á Héraði verði unnin sem mest hér heima. Haft verði samráð við aðrar starfandi at- vinnumálanefndir á Héraði. Leiðrétting úr 26. tölublaði: Seimur frá Víðivöllum fremri kjörinn glæsilegasti gæðingur fjórðungsmóts hestamanna að Fornustekkum launa á Ólympíuleikum árið 1956. Áætluð útkoma nóv. - des. 1995. Þriðja bókin, “Síldarkóngurinn” verður örlagasaga Bergs Hallgríms- sonar frá Fáskrúðsfirði sem um árabil átti og rak stærstu síldarsölt- unarstöð landsins en varð, þrátt fyr- ir einstaka atorkusemi, gjaldþrota. Hann lét þó ekki bugast og bókin er engin barlómssaga. Utkoma: vor 1996. Fjórða bókin mun fjalla um lífshlaup Hákonar Aðalsteinssonar og hefur hún hlotið vinnuheitið "Hagyrðingurinn”, meðan leitað er að “hákonsku” nafni. Hákon er landsþekktur hagyrðingur og háð- fugl með margbreytta lífsreynslu að baki, sem hann segir tæpitungu- laust frá. Utgáfan hefur ráðið í þjónustu sína einhvem þekktasta bókahönnuð landsins, Búa Krist- jánsson, sem hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín. Hann hannaði útlit “Magistersins” og kastaði þannig teningnum um framhaldið hvað bókaflokkinn varðar. F réttatilkynning. GISTING I REYKJAVÍK íbúð með húsgögnum, uppbúin rúm. Bílaleigubíll á hagstœðu verði ef pantað er tímanlega. Uppl. ísímum 581-3121 og 553-4879 Legsteinar Ódýrii* og vandaðir legsteinar í úrvali. Sendum myndabækling. 720 Borgarfirði eystra Sími 472-9977 Fax 472-9877 Tvær ferðir íviku! Brottför úr Reykjavík: þriðjudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Landflutningum. Sími 568-5400. Bílasímar: KT-232 sími 852-7231 U-236 sími 852-7236 U-2236 sími 852-1193 SVAVAR & K0LBRÚN sími471-1953/sími 471-1193 700 Egilsstöðum BÆNDUR Smáauglýsingar Til sölu Til sölu 21 gíra Muddy Fox fjallahjól. Með 400 LX Shimano smellugírum. í góðu ástandi. Verðhugm. kr. 15.000. Upplýsingar í síma 471-1361 á kvöldin. Albaníufarinn minn er til sölu. Þessi á- gæti bíll er af gerðinni Masda E2200 diesel, árgerð 1985. Bíllinn er þraut- reyndur og í mjög góðu standi. Verð 400 þús. Skilmálar eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veitir Örn Ragnarsson í síma 471-3809. Til sölu lítið notuð lítil eldavél (kubbur) í skáp. Tvær hellur og ofn. Upplýsingar í síma 471-1196. Til sölu New Holland heybindivél. Árgerð 1979. Upplýsingar í síma 471-2467. Til sölu 386 tölva og karlmannsreiðhjól. Upplýsingar í síma 471-1960 e.kl. 18. Til sölu 3-4 herb. íbúð í blokk í vesturbænum (nálægt Hásk. ísl.). Parket og ný eldhúsinnrétting. Uppl. í síma 471- 2406. Til sölu vel með farinn barnavagn. Uppl. í síma 471 2406. Óskast Óskum eftir gömlu eldhúsdóti t.d. pott- um, bökunarformum, sleifum o.s.frv., má vera bilað en ekki brothætt. Ef einhver þarf að losa sig við gamlan en heillegan kofa þá þiggjum við hann líka. Uppl. í síma 471-2191. Til leigu Sumarhús. Til leigu er á Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá gamalt íbúðarhús á- samt 3 ha lóð. Húsið þarfnast viðgerða en hefur verið í sumarnotkun. Uppl. í síma 471 -3044 eða 471 -3020. 3ja herbergja íbúð til leigu í Fellabæ frá 1. sept. Fullbúin húsgögnum ef óskað er. Sér inngangur. Upplýsingar e. kl. 19 í síma 471-1345. Einbýlishús í nágrenni Egilsstaða til leigu frá 1. sept. Húsgögn geta fylgt. Uppl. í síma 471-1345. Annað Tvo íslenska hvolpa vantar heimili. Upp- lýsingar í síma 478-8137 og 478-8971. Þau mistök urðu í síðasta blaði að í fyrirsögn var sagt að Kjarkur frá Egilsstaðabæ hefði verið kjör- inn glæsilegasti gæðingur fjórð- ungsmóts hestamanna að Fornu- stekkum, en í fréttinni sjálfri var sagt að Seimur frá Víðivöllum fremri hefði hlotið þennan heiður. Hið rétta er að Seimur frá Víðivöll- um fremri var kjörinn glæsilegasti gæðingur mótsins og leiðréttist það hér með. Einnig féll niður nafn Eyrúnar B. Jóhannsdóttur í ung- lingaflokki. Birtum við því úrslitin aftur: Úrslit í unglingaflokki Lára Magnúsdóttir Hornfirðingur Garpur 9v. 8,54 Einar K. Eysteinsson Freyfaxi Kiljan 7v. 8,22 Jón M. Bergsson Freyfaxi Matthildur 14v 8,33 Sigurbjörg Sigurbjömsdóttir Freyfaxi Mörður 17v 8,42 Guðrún A. Kristjánsd. Hornfirðingur Loftsokkur 7v 8,27 Eyrún B. Jóhannsdóttir Freyfaxi Peningur 8v 8,17 Kristín Þ. Jónasdóttir Freyfaxi Skýfaxi lOv 8,24 Jenný Magnúsdóttir Hornfirðingur Tilviljun 17v 8,13 TRIO heyrúlluplastið fæst hjá okkur. Sendum í póstkröfu. Ræktunarbú Átta ræktunarbú af Austurlandi voru sýnd á mótinu og varð Ræktunar- bú Hans og Metúsalems Kjerúlf frá Reyðarfirði hlutskarpast. í öðru sæti varð búið á Stóra-Sandfelli í Skriðdal. í þriðja sæti varð Ræktunarbúið á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá. MM ^jKökusala kvenfélagsins(/ y'— eiðileyfi í Rangá //reindýraleður, lopavörur, trémunir, steinvörur, útsaumur og fleira Frábærar handunnar gjafavörur ,, &íkön»ni Kl— Sölumarkaðurinn Við-Bót ®47i 1917 Opið alla daga frá kl. 13:00 (nema mánud. og þriðjud., þá er lokað)

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.