Austri


Austri - 13.07.1995, Blaðsíða 8

Austri - 13.07.1995, Blaðsíða 8
Sumaráætlun 29. maí Morgunflug - Síðdegisflug - Kvöldflug Ávallt þrfr í áhöfn Sumaráætlun 29. maí 19 ferðir á viku FLUGLEIÐIR Þjóðbraut innanlands Öryggi Stundvísi Þjónusta Þægindi Jafnþrýstibúnaður. Fékk höfðinglegar móttökur í Albaníu Albaníufarinn Öm Ragnarsson færði okkur þessa mynd hér fyrir neðan af skólastjóranum í Vergo að skoða AUSTRA. En þeir Öm og Aðalsteinn Hjartarson eru nýkom- inir frá Albaníu þar sem þeir af- hentu bömum í Vergo ýmsar gjafir, s.s. fatnað og skólavörur, sem nem- endur Alþýðuskólans á Eiðaskóla, Varmárskóla í Mosfellsbæ, Búðar- dalsskóla og Þingborgarskóli í Ár- nessýlu söfnuðu til að gefa þeim. Örn sagði að svo mikið hefði safn- ast að þeir þurftu að taka á leigu kerru í Hollandi til að geta flutt allt til Albaníu. Þar hefði þeim verið tekið eins og þjóðhöfðingjum og ferðin þangað gengið vel. Aðspurð- ur um hvemig fjárhagurinn væri eftir ferðina sagði Örn að enn vant- aði upp á að ferðin stæði undir sér en vonandi myndu framlög skila sér inn. Örn sagði að hann myndi seint gleyma þeirri stund þegar börnin tóku við gjöfunum og sjá þá ein- lægu gleði sem skein úr hverju andliti. Valur og hreppurinn semja Reyðarfjarðarhreppur hefur gert samstarfssamning við Ungmenna- félagið Val og KVA, sem er knatt- spymudeild Vals og Austra á Eski- firði. Samningurinn hreppsins og KVA felur í sér að knattspymu- deildin mun hafa umsjón og sjá um rekstur grasvallar, Andapolls, tjald- svæðis, og taka gólfið af í íþrótta- húsinu og setja það á aftur og mun hreppurinn greiða KVA tæplega 1.7 milljón króna. Samningurinn við Umf. Val er í formi frítíma fé- lagsins í íþróttahúsinu og sjá um 17. júní hátíðhöldin svo eitthvað sé nefnt. MM / Mikil tilþrif í Eimskips torfærunni í Mýnesgrús Gísli G. Jónsson á Kókómjólk- inni sigraði í Eimskips-torfæru Akstursíþróttaklúbbsins START sem fram fór í Mýnesgrús við Eg- ilsstaði um sl. helgi. Til keppni mættu 18 keppendur, þar af 11 í flokki sérútbúinna bíla. Að þessu sinni var keppendum í götubílaflokknum leyft að velja sér hvort þeir hefðu bflana á venjuleg- um dekkjum eða skófludekkjum. Urslit í Götubflaflokki urðu þannig: 1. Gunnar Guðmundsson á Rapp- anum, 2. Ámi Pálsson á Gömlu götukerlingunni, 3.Gunnar P. Pét- ursson. Sérútbúnir bflar: 1. Gísli G. Jónsson á Kókómjólkinni. 2. Helgi Schiöth á Frissa fríska. 3. Einar Gunnlaugsson á Norðdekkdrekan- um. Gísli hlaut tilþrifaverðlaunin. Keppnin var önnur af tveimur í 3-T bikarmótinu en síðari umferð verð- ur í Grindavík í ágúst. Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi fengið heilmikið út úr deginum því leið- irnar sem farnar voru þóttu mjög erfiðar og spennan í fyrirrúmi allan tímann. Svo erfiðar voru sumar brekkurnar að margir keppendurnir veltu nokki'um sinnum og oft mátti sjá glæsileg stökk bæði upp á bakk- ana og eins aftur fyrir sig. I einni umferðinni, í götubílaflokknum, þar sem ekið var m.a. yfir stóran poll náðu aðeins tveir bílar af sjö að klára dæmið. Heyrst hefur að Þórir Schiöth væri hættur allri keppni en hann varð í fimmta sæti í keppninni. Þórir sagði í samtali við Austra að hann væri alls ekki hætt- ur þó hann ætlaði að hvfla sig eitt- hvað í sumar, hann sagðist geta staðfest að hann ætlaði ekki að mæta á mót sem verður á Akranesi en hættur væri hann alls ekki. SKÓGRÆKT RÍKISINS HALLORMSSTAÐ Munið Skógardaginn í Haliormsstaða- skógi 15. júlí Ferða- menn fyrr á ferð- inni í ár Mikið hefur verið að gera á Hót- el Bláfelli á Breiðdalsvík í vor. Þar hefur verið straumur gesta alveg frá því í byrjun júní og hefur nýting verið mjög góð bæði í veitingasölu og gistingu. Að sögn Skafta Ottesen, hótelstjóra, virðast ferða- menn vera fyrr á ferðinni í ár en venjulega. Einnig telur hann að fleiri komi við á hótelinu síðan að ný brú var byggð á Breiðdalsá, en vegurinn liggur nú í gegnum þorpið á Breiðdalsvík. AÞ MM Þórir Schiöth áfullu gasi upp stálið. Austram. Solla. Trygging sér um sína. A skútu frá Afríku til Eskifjarðar í síðustu viku var blaðamaður Austra staddur á Eskifirði þegar hann rak augun í stórglæsilega skútu í smábátahöfninni. Fyrir svörum varð Julian Gimburg annar eigandi skútunnar. Hún sagði að um borð væri fjölskylda hennar, eiginmaður og tvö böm. Þau væru búin að vera á siglingu í þrjú og hálft ár en þau væm frá frá Cape Town í Suður-Afríku. Fyrst hefðu þau siglt á minni skútu sem þau áttu upp með strönd Afríku til Hollands þar sem þau hefðu keypt þessa skútu, en hún er 47 fet. Síðan væru þau búin að þvælast víða um Evrópu. Á leiðinni til íslands höfðu þau viðkomu á Shetlandseyj- um og Færeyjum. Frá Eskifirði væri ferðinni heitið til Homafjarð- ar, en hafnarvörðurinn á Eskifirði væri búinn að sýna þeim myndir af jöklinum og sagt þeim að þau yrðu að skoða sig um á jöklinum áður en þau yfirgæfu landið. Héðan væri síðan ferðinni heitið til Grænlands og Kanada og síðan niður með strönd Norður-Amerflcu. Því næst er ætlunin að sigla áfram um Kar- abískueyjamar og í Mexicoflóa. Julían sagði það ekki afráðið hvort þau fæm síðan niður með strönd Suður-Ameríku og heim eða í gengum Panamaskurð og út á Kyrrahafið á vit nýrra ævintýra. MM Umboð: FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS Sími 471-2000 Söðlasmíðaverkstæði Sigrúnar Brekkugerði, 701 Egilsstaðir Sími 471-1851 íAi -*■ Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar A Útihurðir o.fl. Másseli sími 471-1093 SÓIJV/JVG hf. Þverklettum 1, Egilsstöðum, sími 471-2002 Egilsstöðum, sími 471-1777 Framköllun á 24 myndui ^ klst. Strax 1.254 kr. (24 myndir) á Royal pappír Q dagar Hagkvæmt 990 kr. (24 myndir) á Royal pappír 0 dagaródýrast 690 kr. (24 myndir) ó, 6*lc! m frá 690 kr. Kodak GÆÐAFRAMKOLLUN

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.